Langt langt í burtu, er svart fjall. Á þessu svarta fjalli, bakvið trén, er lítill kofi. Og inní þessum litla kofa, er box, og í þessu litla boxi er hjartað mitt. Hjartað mitt, svo enginn getur nokkur tímann brotið það. Ekki einu sinni þú. Þó að þú reynir, þér mun aldrei takast það.
Ég er hérna, með þér.
Ég er öll hérna, í fanginu á þér, í hlýjunni.
Við erum saman núna, en þú ert enþá reiður út í mig fyrir að hafa hitt annað fólk, fyrir að við vorum ekki alltaf saman.
Þú ert reiður mér fyrir að segja þér ekki að ég elski þig.
En ég get ekki elskað þig. Hjartað mitt er langt í burtu, uppá svörtu fjalli, í litlum kofa, í boxi.
Þú ert alltaf svo alvarlegur. Brosti einstakasinnum; ekki taka lífinu svona alvarlega. Okkur gengur vel er það ekki?
Ekkert hjarta. Við þurfum ekki hjarta til að geta skemmt okkur vel. Þú þarft ekki að taka þessu sambandi svona svakalega alvarlega.
“Þetta er búið, og þú munt enda ein” sagðir þú.
“gott, ef þú vilt fara, farðu þá.”
Svo að þú fórst.
Það tók mig tvær vikur að hringja í þig og biðja þig um að koma aftur. Mér leið ekkert alltof vel einni. Mér leiðist bara án þín.
“Ég ætla ekki að koma aftur, nema að þú segist elska mig.”
Af hverju þarftu að vera svona andskoti erfiður, af hverju þarftu endilega að blanda hjartanu inn í þetta? Fattar þú ekki að það gæti brotnað?
En þá segir þú að ég reyni of mikið að passa að hjartað mitt brotni mikið, og í rauninni er ég að brjóta þitt hjarta með því, eina leiðin fyrir þetta til að ganga upp er ef að við notum bæði hjörtun okkar. Við verðum bara að taka áhættuna á því að brjóta þau.
Ég vissi að þetta myndi vera löng leið, en ég ætlaði aldrei að fara, nema að þú myndir gera breytingar líka. Þegar ég myndi vera komin til baka átt þú að vera bjartari, og reyna allaveganna að finna þér einhvern svona, sense of humor. Þú lofaðir því, svo að ég fór á eftir hjartanu mínu.
Ég pakkaði saman brauði, vatni og mynd af þér.
Vitur maður sagði mér einu sinni að allt sem maður þarf til að lifa af er matur, vatn og sterka trú á markmiðinu. Fyrir utan það, ég vildi að fyrsti hluturinn sem ég myndi sjá eftir að hjarta mitt fer á sinn stað væri þú.
Ég var labbandi í marga klukkutíma, daga, vikur. Hjartað mitt var langt langt í burtu, á svörtu fjalli. Ég var búin að hugsa um að stoppa og snúa við. Okkur gekk svo vel án hjartans.
Ég horfði á myndina,
og hélt göngunni áfram.
Ég var hryllilega svöng svo að ég át smá af brauðinu, og drakk smá af vatninu.
Ég var örugglega búin að labba þúsund mílur.
það bara getur ekki verið að jörðin er kringlótt. Hlýtur að vera eitthvað annað. Það bara getur ekki verið að einn maður getur labbað svona svakalega langt og ekki endað aftur á byrjunarreit.
Þarna er það, svarta fjallið.
Ég klifraði upp fjallið. Nokkrar dökkar verur reyndu að stoppa mig.
ein sagði mér að það væri til fullt af fallegri stelpum en ég. Annar sagði mér að þú elskaðir mig í alvöru ekki. Risastór vera sagði mér aftur og aftur að ég myndi brjóta hjartað mitt strax. Og konungur veranna sagði mér að þú myndir enþá vera svona alvarlegur þegar ég kem til baka.
Svo að ég tók upp myndina af þér og sýndi honum. Hann hleypti mér í gegn.
Ég gekk lengi, þangað til að ég sá kofa, eða…reyndar sá ég marga kofa. Stóra, litla, í öllum regnbogans litum. Ég giskaði bara að það væri fullt af fólki að geima hlutina sína inn í þessum kofum. En hvernig veit ég hver þeirra er minn?
Ég fór að leita, vonandi að það væri eitthver sem stóð uppúr, og svo sá ég hann.
Ég mundi eftir honum frá draumum mínum.
Ég lyfti upp lokinu á boxinu. Og þarna var það, það leit voðalega viðkvæmt út. Ég hélt á því á milli þumalfingur og vísifingurs.
Töskunni minni henti ég á gólfið og tók upp myndina af þér, ég horfði fast á hana og gleypti svo hjartað.
Skyndilega byrjaði ég að hlaupa, ég hljóp niður fjallið og sá bakhliðina á húsinu okkar…hahh! heimurinn er þá kringlóttur eftir allt.
Í raun og veru var hjartað mitt þá ekkert svo langt frá; ég tók bara löngu leiðina til að finna það. Kannski var það eina leiðin til að átta mig á því hversu mikið ég saknaði þess.