Allt í þessum heimi… er forgengilegt… svona “by default”. Það var samt ekki erfitt að krukka í því.
Á meðan eitt geimskip tekur við af öðru, tegundir verða til og útrýmast, plánetur kvikna af lífi og leysast í sundur þá er bara tvennt sem breytist ekki… eða a.m.k. seint.
Blikandi geimurinn. Þ.e.a.s. ekki endilega einhver sérstakur partur hans; heldur stemmingin. Geimstemmingin. Alheimurinn skilurðu.
Og ég.
Báðir áttum við okkur upphaf. Hann varð til í miklum hvelli. Ég varð til eftir langa röð heldur fyrirsjáanlegra atburða þrettán milljarð árum seinna. Nú veit ég hins vegar ekkert hvað hvorugur okkar er gamall.
Mig hefur hins vegar heldur langað til þess að komast að því undanfarið. Þessi þrá er ný. Það er svo skrítið að vera eilífur.
Hérna er mín besta lýsing á því:
Hugsaðu um eitthvað sem breytist aldrei,og ætlar alltaf að fylgja þér. Síðan hættir það skyndilega. Ímyndaðu þér svo að tíminn líði þar til að liðin er tíu sinnum lengri tími síðan að hluturinn sem þú eitt sinn hélt að myndi aldrei breytast hvarf. Þú skilur þá að hann var allsekkert eilífur heldur átti bara sína stund, rétt í augnablik í upphafi, svo snögga á löngu tímaspani að hann hverfur næstum í hafsjó minninganna sem heilinn minn er langt því frá að ráða við.
Miðaðu þennan hlut við eitthvað annað ástand sem á hinn bóginn endaði aldrei heldur hefur alltaf haldið áfram,tíu sinnum lengur en upphaflegi hluturinn. En láttu nú það líka enda og láta tífaldann tíma líða. Endurtaktu eftir þörf.
Ekkert sérlega geðug uppskrift.
Það er bjánalegt að reyna að notast við tungumál sem var gert til að höndla lífið á gresjunni til að lýsa alheiminum. Allir sæmilega læsir á stærðfræðilegt táknmál geta hins vegar fengið réttu tilfinninguna með því að líta á teoríur Cantors. Cantor blessaður.
Það var minni kynslóð sem tókst það. Tókst það að deyja ekki. Haha.Aumingja kynslóðin á undan. Rétt of sein, réttara sagt; aðeins of fljót. Og allar hinar kynslóðirnar þar á undan. Allar hinar tegundirnar á undan. Mamma og pabbi. Nei. Það voru bara við. Og einhver börn okkar, en fjölguninni lauk nú fljótlega.
En megnið af mannkyni meikaði ekki nema í smástund, kannski nokkur þúsund ár. Áður en maður vissi af vorum við bara fáein eftir. Þau úthaldsgóðu. Við flest lifðum margfaldann aldur mannkynsins fram að þeim degi. En jafnvel okkur fækkaði. Við vorum þrjú sem sáum saman margar sólir brenna upp til agna.
Að lokum vorum við bara tveir. Og aldur alheimsins margafaldaðist með tíu og aftur tíu. Loks lágu leiðir okkar í sitt hvora áttina og ég sá hann ekki aftur fyrr en ég var tíu sinnum eldri og skildum ekki á ný fyrr en við vorum aftur báðir tíu sinnum eldri.
Svo fór hann nú líka. Og ég hef elst tíu sinnum tíu sinnum og aftur tíu sinnum.
Og nú langar mér að sjá hvað ég er orðin gamall. Ég veit ekkert lengur um það. Nema ég veit að þessi þrettán milljarður ára sem aðskildu okkur í upphafi; mig og alheiminn, er orðin svo smár að það er innan skekkjumarka.
Það voru reyndar ekki allir af minni kynslóð sem fengu frumuuppfærsluna. Flestir dóu í stríðinu um aðgerðina. Þeir ríku sem gátu keypt hana í upphafi bjuggu að henni. Sigurvegararnir í stríðinu, fámennt lið úrvalshermanna fengu líka sinn skammt. Aðrir voru það ekki. Eða jú, ekki nema vísindamennirnir sem þróuðu uppfærsluna upphaflega. Og þá sérstaklega vísindamaðurinn sem fann hana upp.
Ég.
Kannski er það einmitt engin tilviljun að ég skuli vera núna síðastur, verandi líka sá fyrsti. Það var mitt hugvit sem gat Hina nýju mannfrumu af sér. Og hugur minn var knúinn af þrá landkannaðarinns á eilífðinni. Ég vildi lifa að eilífu. Eins og svo margir. Það sem olli kannski því að mér tókst ólíkt öðrum var ef til vill það að ástæðurnar mínar voru aðrar. Ég óttaðist ekki dauðann, heldur hafði einfaldlega ósnortinn fræðilegan áhuga á þeim mögulega að sniðganga hann algerlega og afleiðingum þess.
Í frumum nýja mannkynsins… í frumunum mínum er fjölmörg ný frumulíffæri, sannköluðu undraafsprengi nanóverkfræðinnar. Litlar verksmiðjur sem endurframleiddi líkamann okkar á hverri stundu á sama hátt og kynfrumur gera fósturfrumur, splunkunýjar.Hefðbundnar frumur hrörnar og hverfa nefnilega eftir 50-70 kynslóðir. Mínar frumur eru hinsvegar alltaf af fyrstu kynslóð. Glænýjar.
Stundum höfðu liðið milljón ár án þess að ég hefði lagt nokkra rækt við suma hluta geimskipanna minna. Sumar vistarverur gátu horfið úr minni mínu svo öldum skipti. En einn er sá staður sem ávallt ég hélt nálægt mér og í tipp topp ástandi. Læknisherbergi. Ég er læknir. Ég lækna sjálfan mig. Líkaminn minn er vél. Og ég hef haft alla eilífðina til að kynnast honum.
Bara áðan hafði mér dottið í hug gömul minning áður löngu horfin. Minning um heimspekilega samræður, þá þegar ég hannaði hina nýju frumu. Það er ekki oft sem mér rámar í hluti frá þeim tíma.Frá jörðinni.
Þessar samræður fjölluðu einmitt um hvernig tímatali skyldi háttað og hvernig skyldi halda um dagatöl í eilífðarástandi. Þetta olli því að ég hafði bætt við littlu apparati í frumuna mína. Örlítilli RNS keðju. Minni en punkti á skjánum hjá mér, svo litlu að ég pældi sjaldan í þessu verkfæri. Hún var fullkomlega uppsett atóm klukka sem tikkaði einu sinni fyrir hvern hring sem gamla sólin mín hefði snúist. Hvert ár. Og ristir þá sem samsvarar striki í næstum óendalega hlykkjótt yfirborð. allar frumur í líkamaa mínum hafa svona.
Ég hef ferðast svo oft nærri ljóshraða um óendalegar víðáttur geimsins,að staðsetning mín í rúminu eða sýndartíma sagði mér ekkert um lífaldur minn. Þetta var eini sénsinn.
Skjáirnir eru þrívíðarmyndir sem varpast utan um mig. Herbergið er útbúið sem skynsvið úr rafsegulöldum, það veit nákvæmlega hvar einasta frumeind, rafeins, öreind eða kvarki er statt inn í herberginu eins og hægt var skv.óvissulögmáli Heisenbergs. Þetta var mikil völundarsmíð, sem ég lét útbúa og gaf mér tíma til að læra að laga. Langt um framar vinnuaðstæðunni sem ég hafði þegar ég útbjó nýju frumuna, þegar ég var verulega takmarkaður af staðbundnum tölvum. Núna voru allir útreiknaðir reiknaðir næstum áður en ég hafði hugleitt hvað þyrfti að reikna út. Herbergið vissi hvað ég var að hugsa.Þetta er ekki hægt að kalla tölvu. Herbergið er í raun bara framhald af mér. Enda er allt sem er innan í herberginu skynjað af herberginu og fullkomlega skilið. Og þegar heilinn minn er í herberginu þá sér sviðið í herberginu sérhverja frumu hans og atóm og herbergið sér heilann minn eins og hann er og skilur. Getur notað heilann minn.
Auðvitað er það samt forritað þannig að ég geng út þegar ég vil. Raunar veit herbergið alltaf hvenær það á að hleypa mér út.
Í risavöxnum ósýnilegum minnisvíðáttum tölvunnar minna er heilinn minn til í mörgum afritum. Og allar líkur eru á að til séu gríðarmargar framreiknarðar útgáfur af heilanum mínum sem eigar þar sjálfstæða tilvist.
Kannski hyrfi kolefniskökkurinn sem ég kalla líkama minn einn daginn. Ég er efnishyggjumaður. Ég VEIT að þar með myndi þetta enda allt.
En fyrst og fremst aðhyllist ég upplýsingasjónarhornið á efnishyggjuna. Efni, ljós og allt eru bara upplýsingar. Upplýsingar sem við túlkum eins og rúm eða hljóð, eða krafta, en gætu allt eins verið túlkað á allt annan hátt, sem tölur á blaði eða í minnisrými. Sem hafa enga þýðingu í sjálfu sér nema á þann hátt sem þær tengjast. Það sem við köllum orsök og afleiðingu. Og er mælanlegt vegna þess að það takmarkast af fasta sem við köllum ljóshraða, en tengist svo miklu fleira en bara ljósi eða hraða.
Og upplýsingarnar um mig gæti hugsanlega lifað mig af í þessum tölvuviðmóti. Efnishyggjumaðurinn ég get alveg sætt sig við tilhugsunina um það.
Reyndar finnst mér það ólíklegra með sérhverjum deginum að það eigi eftir að gerast. Ég er farin að sættast við það að kannski sé kolefniskökkurinn ég í raun eilífur. Það er fullnægjandi. Mér líður eins og eðlisfræðingi sem fylgist með tilraun sem sýnir fram á afstæðiskenningin stenst. Vel. Sönnunin á því að ég sé eilífur verður sí betri. Þýðir það að ég geti kallað þetta gott og hætt? Væri það ekki þversagnakennt? Nei. Ég mun aldrei hætta heldur halda áfram að eilífu. Og sönnunin verður betri og betri… en aldrei fullkomin.
Umhverfis mig er þrívídd líkan af óútfærðu stílsniði sem réði sérhverjum sameiginlegum eiginleika allra frumna í líkamanum mínum, litakóðað til að auðvelda aðgreiningu.
Sjálfkrafa fysjast inn að þeim stað í frumunni sem herbergið nemur að athygli mín beinist að. Rns keðjan umkringir mig og ég rannsaka hana gaumgæfilega. Hún er örum sett. Allt pláss á henni er uppurið. Búið er að skera út allt flatarmál hennar.
Herbergið skynjar hugleiðingar mínar og skilar auðfáanlegum útreikningum um að flatarmál frumuklukkunar gæfi kost á ákveðnu mörgum skorum. Talan var mjög nákvæm og óheyrilega há. Hver hún var nákvæmlega skiptir ekki öllu máli en stærðargráðan var billjón trilljón. Billjón trilljónir.
Ég sit og hugsa í smá stund, yfirgef svo herbergið og fer upp í skipsbrúnna til að horfa á blikandi stjörnugeiminn. Plássið hafði verið uppfullt. Það kom mér ekkert sérlega á óvart. Ég raunar hafði ekkert gert mér neinar hugmyndir um það. Það gat allt eins verið.
Þetta var samt gagnleg athugun (ég þoli ekki ógagnlegar tilraunir)… ég fékk gagnlega niðurstöðu. Möguleikarnir höfðu verið tveir. Annaðhvort hafði plássið á frumuklukkunni ekki verið uppurið og ég hefði fengið nákvæma niðurstöðu um aldur minn (og það hefði nú verið, eftir allt saman, heldur svekkjandi, hugsa ég svona eftir á, að vera í raun svo ungur að hægt væri að mæla það) eða hitt að fyrst það er uppurið plássið þá veit ég að ég er a.m.k. jafnt og eða eldri en þessi tiltekni aldur.
Það er ágætt að vita. Það var eins langt og ég fengi nokkurn tíman að vita. Ég mun aldrei vita hvað ég er í raun gamall, en ég verð alltaf a.m.k. u.þ.b. billjón trilljón ára.
A.m.k.
Í hljóði horfi ég á blikandi stjörnunar og held upp á u.þ.b. billjón trilljón ára afmæli mitt. Ég veit ekkert um það. Það gat allt eins hafa átt sér stað einhvern tíman fyrir löngu, í forneskju minnis míns, eða þá á hinnbóginn í dag (í því tilfelli var leiðinlegt að ég skyldi ekki hafa tékkað á þessu í gær. Það væri súrt ef síðasta tækifærið til að mæla nákvæman aldur minn væri í raun ný runnin mér úr greipum. Þótt mér sé huggun í því að vera ómælanlega gamall þá kýs ég engu að síður alltaf sannleikann. Ef hann hann er í boði. En þetta er rökvilluhugsanagangur sem ég gæti haldið áfram að segja yfir hvaða staðreynd sem er, því ómögulegt er að skera úr um).
Ég veit ekki hvað ég sat lengi og hugsaði. Kannski milljón ár. Kannski nokkrar mínútur. Þegar maður þarf ekki að deyja þá skiptir tíminn engu. Svo hvað er ég að velta mér upp úr þessu?