Það er þung loft í, að sögn margra, skítugu íbúðinni sem angar , einhverra hluta vegna, af blandaðri fúakollykt. Veggirnir í stofunni sem eiga að vera hvítir þyrfti að mála -að sögn margra. Ligg í sófannum inní stofu eftir enn annan leiðinlegan vinnudag. Er að hugsa eitthvað allt annað en það sem ég hafði ætlað mér og augnlokin eru eins og ég hafi verið að strompreykja reggíreyk. Klukkan er farinn langt yfir háttatíma sannkristins fólks og ég er að vorkenna sjálfum mér yfir því að ég skuli vera að rekast á orð sem ég skil ekki á annarrihverri blaðsíðu. Svo lendi ég einnig í því að andlit hennar blossar upp í huga mér öðru hverju, eða ég les tvær blaðsíður án þess að taka eftir eða hugsa neitt. Hef aldrei verið mikið fyrir bækur en mamma heimtaði að ég læsi þessa bók. Hún væri um dómharðan, neikvæðan iðjuleysngja sem komst að því á endanum að hann var hinn misheppnaði. Veit ekki hvort að mamma hafi verið að reyna að koma einhverjum skilaboðum til mín með þessu en ég tók tók bókina með mér frá henni til að þurfa ekki að hlusta á gaggið í henni. Mér fannst eins og ég þyrfti að fara að verða ókurteis sökum óþolinmæði gagnvart kelingagaggi, sérstaklega frá skyldmennum.
Hjölli kemur fram til að pissa en stoppar á ganginum til að spyrja mig hvort ég sé ekki á morgunvakkt á morgun, og klórar sér um feitan magan.
“Jú” Segi ég.
Hann kinkar tvisvar kolli með óræðum, þreyttum svip meðan hann snýr sér undan inná klósett.
Ég næ svoleiðis að dúndra aftureldingu og sest hægt upp til að finna “fnykinn” (þetta geta sko bara einhleypir leyft sér!). en líka til að geta komist inn í herbergi, hálfnað er verk er hafið er, eins og sagt er. Loka augunum og nudda andlitið með stórum krumlum mínum. Sokkarnir eru blautir eftir vinnudaginn, en ekki kaldir. Þegar ég opna augun er sem þeu séu ryðgaðar dyr á miðaldar kastala. Það er ekki gaman að þessu
Á leiðinni inn í herbergi sé ég inn í hitt herbergið og í fannhvítan þybbinn rassinn á kærustu meðlegjanda og vinar míns við undirleik bunu Hlöðvers. “Feitt fólk er best” Hugsa ég , það hef ég lært á mínum tuttugu og tveimur árum í þessum heimi. Ragga var ekki sammála mér í þeim efnum, enda yfirborðskennd.
Ég næ ekki að sofna undir eins þar sem ég sé hana í huga mínum og finn einhvernveginn lyktina af henni á koddanum. Samt höfum við ekki hist í tvo mánuði, varla frétt af henni. Ég sný mér á bakið til að geta kannski sofnað og blóta helvítis tíkinni í hljóðum. Sé hana svo fyrir mér með gamla kærastanum sem hún sagði að hefði farið svo illa með sig og hugsa “Djöfull á ég eftir að verða þreittur á morgun”, svo tetrisleikur, svo svart.