Myrkrið hafði ekki gleymt. Svik gyðjanna yrði hefnd. Synir myrkursins voru búnir að fjölga sér um talsvert en, þótt fjöldin væri mikill, voru gárar gyðjanna of öflugir. En þeir höfðu tromp í erminni. Þeir höfðu fengið tákn um það að mikill hermaður yrði valinn til að verða “blessaður” með styrk myrkursins. Það var þá sem Þófnir kom á yfirborðið. Þófnir þýddi á fornri tungu “dökkur” eða “dimmur” en það var óþekkt á þeirri stundu hver yrði fyrsti þófnir. Svo kom að þeirri stundu að fyrsti þófnir fæddist. Barnið var nefnt Geysill, og var sonur konungsins af Nagropis. Synir myrkursins tókst að koma liðsmanni þeirra í þá stöðu að vera fóstra prinsins og þjálfa drenginn og tókst honum að drepa foreldra hans.
Með árunum varð Geysill sífellt óvinsælli og eignaðist marga óvini. En með hjálp Syni myrkursins tókst honum alltaf að halda velli. Þar til dag einn. Her gyðjanna ákvað að taka kastala hans og með einni árás tókst þeim að sigra. En á meðan bardaganum stóð fékk Geysill tilboð um að verða ósigrandi gegn því að hann fórnaði sér og hermönnum sínum, auðvitað tók hann því. Það var ekki fyrr en eftir á að Synirnir vissu að Geysill væri ekki fyrsti þófnir. Þeir fréttu að drengur, fimm vetra gamall, hefði fundist að nóttu til og hefði verið settur á munaðarleysingjahæli. Honum hafði verið gefið nafnið Þófnir vegna þess hve dökkur á skinn hann var. Nú yrði hefndin loksins framkvæmd….
"Eastman! He came from the east to do battle with the amazing