Mig langar að taka það frama að þessi saga var skrifuð í 8. bekk árið 2005, tímibilið þar sem hápunktur öskranna, tilfinningarótsins og gelgjuskeiðis míns átti sér stað. Fannst bara svo fyndið að lesa þetta, því dramatískari á þessi saga erfitt með að verða.




Ég og þú.

Þú og ég.

Þannig er það nú. Ekkert meira. Ekkert minna. Bara við. Sundur, saman. Upp og niður. Fram og til baka. Þannig verður það, ætíð.

Ég dáði þig alltaf. Þú varst besti vinur minn. Æskuvinur minn. Einu ári eldri en ég og hrikalega myndarlegur drengur. Nemendaformaður. Við áttum heima í sömu götunni. Þú bjóst á móti mér og við vorum vön því að ganga inn og út um hús hvors annars og létum eins og heima hjá okkur. Ég borðaði kvöldmat hjá þér mánudagskvöld, þú gistir hjá mér þriðjudagskvöld. Svona var þetta alltaf. Þangað til að ég fór að hafa meiri og sterkari tilfinningar til þín. Eitt kvöldið áttaði ég mig á því að þú hafðir sömu tilfinningar til mín. Það sama kvöld kysstir þú mig. Eftir kjötbollukvöldverð heima hjá mér, á staðnum okkar. Staðurinn okkar verður alltaf staðurinn okkar. Enginn getur nokkurntímann eignað sér þennan stað eins og við gerðum. Gamall bekkur með útsýni yfir allan bæinn. Daginn eftir leiddumst við í skólann.

Í nokkrar vikur gekk allt eins og í sögu. Það vissi allur skólinn af okkur. Við nutum nú alveg athyglarinnar, þetta var fín tilbreyting. Þangað til fyrsta þrautraunin brast á okkur.

Stelpa flutti við hliðina á okkur; hún var falleg. Hún var líka það sem ég kýs að kalla ‘einföld’. Þú hreifst nú samt af henni. Vel vaxin stelpa, með þráðbeinar, hvítar tennur, dökkbrúnt hár sett í fléttur og freknur klíndar yfir lítið nefið, hún var semsagt ættuð úr bóndabæ. Ég var sú eina sem sá hana eins og hún var í alvöru, lauslát sveitastelpa. Þegar ég sagði þér að mér leist vel ekki á að hún væri mjög mikið ein með þér þá reiddistu, sagðir að ég treysti þér ekki og þú værir hrikalega vonsvikinn að heyra þetta. Sneypt stormaði ég yfir í húsið á móti þínu. Þegar sveitastelpan eignaðist kærasta, sem var aðeins myndalegri en þú, varð ég loks sátt. Hún hafði ekkert við minn karlmann að gera lengur. Þar slapp ég fyrir horn.

Ég man líka alltaf eftir því þegar mamma þín lést. Þú lagðist í þunglyndi. Enn reyndi á samband okkar. Við vorum komin í menntaskólann, félagslífið var blómstrandi, en þá kom þetta. Þú sem hafði verið svo náinn móður þinni. Þú fjarlægðist öllum. Nemendaformaðurinn. Ég er nú samt ennþá viss um að mér fannst þetta sárast.

Þegar tímaskeiðið með sorg móður þinnar var búið, hélt ég að nú loksins yrði allt eins og venjulega. Mér skjátlaðist. Þú hafðir ekki jafnmikinn áhuga á mér og áður. Við urðum, öðruvísi. Fjarlægðari. Stundirnar sem við áttum voru liðnar og þær myndu aldrei koma aftur. Þú hættir að vilja hitta mig, og ég hætti að vilja sjá þig. Sambandið þróaðist út í símtöl sem voru aldrei lengri heldur en í fjórar mínútur, við sem bjuggum á móti hvor öðru. Að lokum gafst ég upp og sagði þér að ég vildi þetta ekki lengur ; annaðhvort hættum við saman eða við löguðum þetta. Þú valdir fyrri kostinn.

Ég var mjög lengi að hætta að hugsa um þig. Við höfðum verið svo lengi saman, hvort sem það var kærustupar eða bestu vinir, ég virtist ekki geta gleymt þér. Þangað til einn fagran haustdag hitti ég annan strák. Skemmtilegan og hrífandi. Í fyrsta skiptið sem þú sást okkur tvö leiðast niður í miðbænum misstirðu símann þinn í jörðina, snérir þér við og nánast hljópst í burtu. Hjartað á mér tók kipp, þó svo að ég lét ekki á neinu bera.

Tvemur dögum eftir þennan atburð árla morguns er ég að labba út um dyragættina, og lít hinum megin við götuna. Þar ert þú, standandi á gangstéttinni, horfandi í augu mín, með blik sem ég hafði aðeins séð við jarðaför móður þinnar. Það liðu nokkur andartök og síðan hlupum við að hvor öðru og þú kysstir mig, kossi sem þú hafðir aldrei kysst mig áður. Þegar við loksins slitum örmum horfði ég í augu þín og ég vissi, að þú varst minn.
, og samt ekki.