Hún þurrkaði hálf frosin tárin og ákvað að hugsa sem minnst, bara hlaupa af stað, en það var erfitt með búr með þremur köttum, svo hún tók þá úr búrinu og leyfði þeim að hlaupa af stað, en þeir sátu bara kyrrir og biðu. Sem betur fer, hugsaði hún og lagði töskuna með fötunum og draslinu niður og hljóp af stað, tennurnar glömruðu í munninum á henni og hún fann að varirnar voru orðnar bláar, svo hún sneri við og opnaði töskuna með fötunum og klæddi sig, hún vildi að hún hefði gemsa.
Þegar hún var komin í fleiri föt gat hún varla hlaupið, þegar hún hafði klætt sig úr úlpunni hafði hún næstu fallið niður af kulda, en hún píndi sig af stað. Förin í snjónum sáust ennþá og hún elti þau, en það var byrjað að snjóa mikið svo hún var ekki viss um að hún myndi ná alla leið.
Tuttugu mínútum síðar var hún við það að detta niður dauð af kulda, það hafði hætt að snjóa fyrir stuttu og bílförin voru ennþá greinanleg. Skjálftinn hafði aukist mikið og hún hélt að hún myndi ekki lifa þetta af, þá heyrðist hljóð, allt í einu kom vonin aftur, um björgun, þetta var sms hljóðið í símanum hennar, hún þreifaði á vösunum en fann ekkert. Misheyrn, hún var að verða geðveik, þá heyrðist það aftur, og aftur.
Hún hætti að hugsa um þetta og hljóp nokkra metra, þá heyrði hún háann hvell fyrir aftann sig, hún leit við, þar var ekkert.
Þegar hún sneri sér við brá henni illilega, rautt strik var í snjónum fyrir framan hana, blóð, augljóslega blóð. Hún elti strikið þar til það endaði, endaði upp úr þurru. Hún var svo sannarlega kolklikkuð. Hún gekk af stað, svo sneri hún sér við og þá var strikið horfið, kuldinn var orðinn óbærilegur þegar hún loksins sá einhvað, ljós? Eða bara enn ein missýnin? Það kom nær, þegar það var nokkra metra frá henni sá hún að þetta var bíll, bíllinn sem hafði tekið hana upp í.
Tanja hljóp af stað eins og vitleysingur þrátt fyrir að líkaminn mótmælti harðlega, bíllinn elti ekki, hann var bara kyrr, en hún hélt áfram að hlaupa, þá, loksins kom hún að húsi, hún flýtti sér að banka upp á en enginn svaraði. Hún átti samt auðvelt með að rata héðan, enda var þetta hús fyrrverandi, bestu vinkonu, í glugganum sér hún vinkonu sína horfa á sig, hún er að gráta, Tönju er sama og gengur bara af stað, hún getur bara farið til nýju bestu vinkonu sinnar, hugsar hún.
Þegar hún kemur að húsinu sínu tekur hún í hurðarhúninn, það var læst! Hún dinglaði bjöllunni nokkrum sinnum en enginn svaraði, auðvitað, pabbi og mamma eru örugglega ennþá úti, hugsar hún, hún ákveður í skyndi að fara bara til nöfnu sinnar, vinkonu sinnar.
Hún dinglar á bjölluna, Tanja kemur til dyra grátbólgin og faðmar hana fast.
-Einhver kall hringdi og sagðist hafa rænt þér og ætlar að biðja alla sem þú þekkir um lausnargjald, annars dræpi hann þig!, segir hún í einni ræmu og grætur, Tönju bregður í brún.
-Má ég hringja?, spyr hún
-Jájá, svarar vinkona hennar og brosir dauflega til hennar
Hún hringir í foreldra sína og segir þeim frá öllu, hún andar ennþá hratt, enda í sjokki, þeir koma og sækja hana og hringja í lögregluna.
-Allt er gott sem endar vel, segir mamma hennar og sýður kakó handa henni, hún kinkar kolli til samþykkis ,,verst að við eigum ekki nóg kakóduft’’
Hún kallar á pabba Tönju og spyr hvort hann nenni ekki að skutla henni út í búð um leið og hann fer í golf, svo labbar hún bara til baka, hann játar því og þau fara út.
Tanja er hamingjusöm, allt hafði endað vel, en hún var miklu varari um sig. Hún settist í sófann með teppi og klappaði kisunum sínum, þegar síminn hringdi.
-Gott kvöld, segir rödd í símanum, mér þykir leiðinlegt að segja það en foreldrar þínir lentu í slysi. Tanja öskrar hátt og hvellt.
-Þegiðu!, öskrar hún í símann, hættu að hringja!
Hvísl heyrist hinu megin við línuna.
-Það kemur bíll og sækjir þig, hafðu til föt og svoleiðis, svo er skellt á.
Hún hefur ekki til föt og læsir dyrunum og horfir vandlega út um gluggann, hún verður hrædd þegar hún sér að það kemur alvöru löggubíll og einkennisklæddar lögreglur.
-NEI! Öskrar hún um leið og löggurnar dingla á bjölluna, þetta var ekkert rán, þetta var alvara.
Tíu árum seinna situr hún á hörðum stól, hún er að bíða, hún bíður eftir niðurstöðum, líf hennar hafði rústast fyrir tíu árum þar til frænka hennar kom til sögunnar, en núna var frænka hennar veik, en Tanja var fullfær um að hugsa um sig sjálf, en tilhugsunin um dauða hennar var erfið. Kærastinn hennar kreistir hönd hennar blíðlega, besta vinkona hennar situr hinu megin við hana, hún átti þó einhverja til að halla sér að. Fljótlega kemur hjúkkan.
-Því miður, við gátum ekkert gert, segir hún.
Ég vil líka þakka Shizzer fyrir að fara yfir…