Þetta er saga sem ég fékk hugmynd að eftir áskorun um að skrifa mjög dramantíska sögu. Hef ekki haft mikinn tíma í að lesa hana yfir en þig dæmið hana þá bara eins og hún kemur fyrir hér.




Hún haltraði að glugganum.
Blikkandi flúorljósið sem hékk á veggnum fyrir aftan hana hafði varla undan að lýsa upp kolmyrkvað herbergið. Þar sem hún stóð, reyndi hún að beina hugsunum sínum frá þessum síðustu og verstu andartökum lífs síns. Í hennar huga hafði þessi dagur ekki risið, heldur stóð tíminn og hugsunin algerlega í stað líkt og síðasta lauf tréss sem, í þrjósku sinni ætlar aldrei að sleppa takinu. Sleppa því og deyja.
“Hvað geri ég nú?” þessi spurning bergmálaði í huga hennar á meðan tilfinningar reyndu í örvæntingu að finna leið út. Til þess að missa ekki stjórn á skapi sínu fálmaði hún í flýti eftir sígarettunum sínum í töskunni.
Hún sá vart handa sinna skil á meðan hún tók upp velktan pakkann og reyndi að kveikja í þeirri síðustu sem eftir var með lítilli eldspýtu. Núna vissi hún að eftir þessa væri engin eftirvænting á þeim hljóðlausu mínútum sem nú liðu hjá. Ekkert myndi taka við nema en fleiri hljóðar stundir. Í herberginu var þrúgandi keimur af blóðblettunum á gólfinu og óskýranleg lykt minninga, sem teygðu sig út í loftið líkt og eldtungurnar sem enn stigu upp úr logandi eldspýtunni. Þegar eldurinn nam við fingurgóma hennar blés hún laust á eldinn og horfði á spýtuna svigna og deyja hægum dauðdaga og síðan falla til jarðar og sundrast á flísunum.
Nú, þegar herbergið var orðið reykmettað tók hún nokkur stutt, haltrandi skref í átt að hurðinni en stoppaði skyndilega til að blása hægt frá sér eitrinu, pírði augun í ljósið sem enn blikkaði ört og gekk svo áfram. Hún stóð í dyragættinni og hvíldi þungann á dyrakarminum á meðan að hún reykti. Hún seildist eftir rettunni og hélt henni frá sér á meðan hún andvarpaði þungt og klemmdi augun aftur í örlítilli grettu. Augun voru tóm þegar hún gekk inn ganginn sem fljótt fylltist af reyk. Vinstri fóturinn setti blóðfar á gólfið í öðru hverju skrefi en hún kveinkaði sér ekki. Hún staðnæmdist í miðju eldhúsinu. Síðasti reykteygurinn sem hvarf úr þreyttum lungum var langur og djúpur, virkaði á hana eins og endirinn á einhverju mun merkilegra. Hún stóð við eldhúsgluggann og henti útbrenndum filternum út um hann og sneri sér hratt við með öðru þungu andvarpi og grettu í kjölfarið.
Kuldahrollur fór um hana og hún reyndi að hraða sér inn í stofu. Hún lagðist endilöng í sófann og hnipraði sig saman. Síðan starði hún út í tómið. Með stærðarinnar kökk, pikkfastan í hálsinum stífnaði hún upp og klemmdi aftur augun. Hún brast í þöglan grát. Hún reyndi allt sem hún gat til að bægja tilfinningum sínum til frá en hún hafði ekki undan og tárin féllu hljóðlaust niður kinnar hennar. Hún lokaði varlega augunum. Allt varð svart.
Hún vissi ekkert hvað tímanum leið, en það var orðið mjög dimmt úti þegar hún vaknaði í sömu stellingu og hún sofnaði. Hún var lengi að venjast þessari birtu og stóð hægt upp og fálmaði í átt að veggnum. Loks fann hún rofann. Litla peran sem hékk nakin yfir miðri stofunni vaknaði hægt til lífsins og litaði húsgögnin appelsínugul með sinni daufu birtu. Hún settist aftur í miðjan sófann. Undir sófaborðinu var mikið af bókum í óreiðu og hún pírði augun í titlana. Allt í einu gripu augun í eitthvað. Það var gráleit handbók með slitinn kjöl. Hún blés á rykið sem ríghélt sér í stafina á kápunni; Dagbók 1997-1998. Hún hélt henni lengi í höndunum og renndi síðan í gegnum síðurnar með þumalfingri. Hún fletti upp á einni opnunni aftarlega og um leið og hún renndi augunum yfir textann helltist þessi sama tilfinning og yfir hana og hún átti erfitt með að halda aftur tárum. Hún leit niður og byrjaði að lesa.



21.desember 1997

Ég og bróðir minn áttum óteljandi stundir við eldhúsborðið að spjalla um lífið og tilveruna. Mér fannst hann alltaf í vörn. Vildi aldrei tala um stelpumálin sín og ég furðaði mig á því að hann væri ekki búinn að gifta sig og svona. Við vorum ólík. Hann sagði mér alltaf að halda mér frá þessu strákarugli mínu og fara varlega og ég mætti ekki gera þetta og ekki hitt. Mér var farið að standa á sama. Í seinni tíð ræddum við þetta ekkert. Nema þetta eina skipti.
Ég veit ekki hvernig ég mun lifa jólin af. Nú eru fimm vikur liðnar og hann hefur ekki hætt að ásækja mig síðan. Augnaráðið sem ég fæ alltaf frá honum er þrúgandi og ég finn það að ég er að fara yfir um. Ég ætla bara að skrifa þetta hér af því að ég veit að enginn les þetta…í bráð allavega.
Ég hef loksins kjark í að skrifa þetta hér og ligg hérna í rúminu undir sæng. Ég veit að hann er þarna í næsta herbergi, ég veit að hann er að hlera en mér er sama. En…þetta gerðist einhvern tíma seint í nóvember minnir mig, annars er ég alveg laus við allt tímaskyn síðan þá. Ég var allavega í þessu partíi. Þessu helvítis partíi. Ég hitti Hlyn og var mjög glöð að sjá hann.Við fórum heim til mín eftir partíið, bara ég og Hlynur. Bróðir minn er búinn að eiga íbúðina núna í 4 ár og ég flutti inn á þessu ári. Ég tók í höndina á Hlyn og dró hann hljóðlega inn til mín. Ég var svo viss um að hann heyrði ekki í okkur. Hann lagðist síðan í rúmið og ég hlammaði mér ofan á hann. Við fórum að kyssast og svona eitt leiddi að öðru. Ég var svo viss um að hann heyrði ekki í okkur…svo viss…
Svo kom hann inn á okkur, helvískur. Dró hann ofan af mér og ýtti honum frá. Hann sagði aldrei neitt allan tímann og horfði bara ógnandi á Hlyn. Hann var augljóslega hræddur, eins og ég. Síðan var Hlynur horfinn á nokkrum sekúndum. Þá loksins gerðist það. Bróðir minn sneri sér við um leið og Hlynur skellti hurðinni og horfði lengi í augun á mér. Svo man ég að hann kallaði mig djöfulsins hóru og eitthvað áður en hann æpti á mig: “Finnst þér gaman að leika þér að strákum sem þú hittir niðrí bæ!” og “Berðu enga virðingu fyrir þér?”.
Svo tók hann nokkur skref í áttina að mér og ég var að pissa á mig af hræðslu. Raddböndin læstust af skelfingu og ég kom ekki upp nokkru orði. Ég hafði aldrei séð hann svona. Hann tók um ökklann á mér og hefur örugglega snúið illilega upp á hann því mér er enn illt. Hann dró mig alla leið inn á klósett.
Svo ýtti hann andlitinu fast ofan á klósettsetuna og þrýsti því niður þar sem ég lá máttlaus á fjórum fótum. Hann girti niðrum sig með hinni hendinni. Eina sem ég gat gert var að reyna að öskra með andlitið kramið í klósettsetunni.




Hún hætti að lesa og leit upp úr bókinni með augun bólgin af tárum. Síðan skellti hún bókinni og fleygði henni á borðið, tók um andlitið með báðum höndum og nuddaði það fast og dró svo djúpt andann. Líkami hennar var máttlaus og hún fann hjartað á sér slá ört á meðan hún saug upp í nefið og stóð hratt upp. Hún fékk vægt aðsvif við það að standa upp og gekk með það alla leið inn á baðherbergi. Þá renndi hún hendinni í gegnum hárið og horfði inn um dyrnar. Ofan í baðkarinu beint á móti lá bróðir hennar hálfur ofan vatninu og lappirnar lágu líflausar í gólfinu. Suðið í hitavatnslögnunum fyllti herbergið eins og það hafði alltaf gert alveg frá því að hann keypti íbúðina. Hvítu flísarnar á gólfinu voru á floti í sápuvatninu og gluggatjöldin, sem áður höfðu hangið svo falleg yfir glugganum við baðkarið, voru sokkin ofan í vatnið og huldu líkið að hluta. Á gólfinu fyrir neðan vaskinn lágu spegilbrotin á víð og dreif og blóðtaumarnir runnu frá þeim og mynduðu spíral þar sem þeir runnu ofan í niðurfallið. Vatnið dropaði enn úr krananum og bergmálaði í vatninu. Það var bergmál syndanna.


Hún var að keyra þegar síminn byrjaði að hringja. Hún náði símanum úr vasanum, svaraði og lagði tólið upp að eyranu.
-„Halló?” spurði röddin á hinni línunni. „ertu þarna?”
-„Já…” svaraði hún þurrlega.
-„Ég ætlaði ekki að trufla þig.” „Ertu búin að sækja hann?”
-„mamma, ég er á leiðinni”
-„Fyrirgefðu mér.” “Mundu bara af hverju þeir settu hann þarna inn” sagði mamma varfærnislega. „Og mundu að þetta er bara eins og reynslulausn”
-„Mamma, þú þarft ekki að predika yfir mér, ég tók þessa ákvörðun.“ „Ég mun bara að byrja nýtt líf með honum. Eins og það var.”
-„Jæja. Hringdu svo í mig.”
-„Hvað sagði pabbi?“ „Hefuru heyrt í honum?“
-„Nei.“
Samtalið tók snöggann, þögulann endi og hún lagði símann í farþegasætið. Hún beygði inn af gömlu Hringbraut og horfði fast á skiltið á meðan hún keyrði framhjá; Geðdeild A-2.
Tvær vikur liðu. Til að byrja með var skrítið og þvingandi að hafa hann þarna en með tímanum gat hún ýtt öllum efasemdum til hliðar. Henni leið eins og í gamla daga. Atburðir fortíðarinnar voru ekki lengur spegilmynd sálarinnar, en óljós minning. Hún furðaði sig meira að segja örlítið hve henni þótti vænt um að hafa hann hjá sér. Hve heitt hún hugsaði til hans í sínum sjúkleika.
3 ár í umönnun á sjúkrahúsi og loksins var allt eins og áður. En í hennar huga eilífð. Allir eiga skilið tækifæri. Allir.

Hann reyndi að ná augnsambandi og gekk nær henni þar sem hún sat og kíkti á fréttirnar. Hann hikaði þegar hún stóð upp. “Ég ætla í bað” kallaði hún svo rétt áður en hún hvarf inn á ganginn.
Hann var svolítinn tíma að ganga um íbúðina og settist loks í sófann og hafði augun föst á baðherbergisdyrunum.
Hún heyrði ekki í dyrunum opnast fyrir hitavatnslögnunum og rennandi vatninu. Hann stóð hálfur í dyragættinni og horfði á hana fækka fötum í rólegheitum. Rakinn í herberginu var þrúgandi og þykk móða hafði myndast á stórum speglinum. Lágt öskur kom upp úr henni þegar hún sneri sér við en lítið bros strax í kjölfarið. Hún lét eins og ekkert var og þurrkaði móðuna af speglinum með handklæði. Hún tók úr sér eyrnalokkana meðan hún speglaði sig og veitti honum enga athygli. Síðan gekk hann nær henni og þá leit hún á hann og lét hendurnar síga.
„Þú ert þá búin að búa ein í allan þennan tíma” „Ég vissi ekki að þú hefðir það í þér” sagði hann undarlegum rómi og færði andlitið nær henni.
Hún sneri sér nú alveg að honum og spurði hissa: „Hvað áttu við? Hef það ekki í mér?”
„Ég hélt kannski að þú hefðir ekki náð þér almennilega, þú veist” um leið og hann sleppti orðinu þá gekk hann að henni og tók um upphandlegginn á henni. Hún var snögg að kippa honum að sér og starði ógnandi á hann og hvíslaði: „Ég hélt að…?” Hún kláraði ekki setninguna.
Hann kom nú enn nær henni. „Hvað, mannstu ekki?” sagði hann og glotti.
En hún tók skyndilega utan um hönd hans og horfði föstu augnarráði á hann. „Hvernig fannst þér svo að kenna systur þinni lexíu?” Hún brast næstum í grát og fann hvernig tilfinningarnar tóku hana heljartaki. En hún hélt því aftur og ýtti honum fast frá sér. Án þess að segja orð vatt hann sér að henni og ætlaði að snúa hana niður en hún smeygði sér frá og tók utan um höfuðið á honum með báðum höndum og sló því fast í spegilinn. Brothljóðið bergmálaði um alla veggi og glerbrotin þeyttust í allar áttir. Hann limpaðist allur niður og var við það að missa jafnvægið þegar hún greip undir handleggina á honum og færði hann að baðkarsbrúninni. Hann reyndi að slá frá sér og tók fast í hárið á henni. Hún sýndi engin merki um sársauka og kom sér fyrir með báðar hendur á hnakka hans og þrýsti honum í kaf. Augu hennar opnuðust upp á gátt og skutu gneistum. Hún beit fast saman tönnunum svo gnísti í þeim. Hjartað barðist um af hræðslu og áreynslu á meðan hún útilokaði umheiminn og fann ekki fyrir því að hann barðist um og reyndi í örvæntingu sinni að ná taki á einhverju. Hún reyndi að horfa undan og halda áfram að ýta niður. Hann náði loks, með erfiðismunum, taki á gluggatjöldunum fyrir ofan sig og togaði af öllu afli. Stöngin féll í vatnið með miklum látum og tjöldin féllu hægt ofan á hendur hennar. Loftbólurnar frá höfðinu minnkuðu og líkami hans lynnti átökum.
Tíminn stóð í stað og henni leið eins og heil eilífð væri að líða þar sem hún kraup með örlögin í höndum sér. Hún ýtti honum hálfum ofan í og féll síðan máttlaus í gólfið og starði á hann með uppglenntum augum og andlitið uppnumið af skelfingu og ótta. Hún andaði hratt og reyndi strax að standa upp frá gólfinu, annar fóturinn færðist aftar til að ná jafnvægi en lennti á glerbroti en hún veitti því engin viðbrögð. Hún gekk aftur á bak út úr baðherberginu og hafði ekki augun af honum í eitt augnablik. Hún renndi hendinni í gegnum hárið og andaði þungt frá sér. Á augnabliki hafði allt fallið í dúnalogn og íbúðin var jafn líflaus og áður og á augnabliki var allur ótti og eftirsjá horfin í dofnar tilfinningar. Hún sneri sér örlítið og gekk inn ganginn og horfði inn í myrkvað herbergið og það eina sem hún heyrði var sitt eigið hjarta að slá. Slá til að halda lífi.
Hún haltraði að glugganum.
Guð blessi trúleysið