Krakkinn sem situr fyrir framan mig í tíma var voðalega hljóður í dag. Skrítið, við tölum yfirleitt voða mikið saman, eða allavegana þegar okkur tekst að vera hérna bæði á sama tíma. Þetta var reyndar bara í heildina svakalega furðulegur dagur, það voru allt í einu allir í skólanum, í fyrsta skipti í langann tíma þá mættu allir í skólann.
Öll sætin voru upptekin…það gerist satt að segja örsjaldan. En í þau skipti sem allir mæta, er engin leið til að fá hljóð. Þó að það sé bara helmingur af bekknum mættur, þá er ekki heldur hægt að fá hljóð. Þá er ég að meina svo mikil læti að maður gæti allveg eins sleppt því að mæta og lært jafn mikið. Afhverju er svona hljótt?
Ég vil helst sita aftast…svona þegar ég fæ tækifæri til þess. En er það bara ekki eins og flestir? Ég býst við að mér líkar bara ekkert við það að það sé tekið eftir mér. Plús, það er auðveldrar að komast upp með hluti hérna aftast. Ég skrifa fullt af kjaftæði (kjaftæði sem kemur skólanum auðvitað ekkert við) og gerandi það aftast í tíma lætur mig líta út fyrir að ég sé að læra, sniðugt, aigh? Ekki að ég sé segandi að kennarinn sé vitlaus eða eitthvað, afþví að ég hef aldrei verið gripin að tala, senda miða, og einusinni var ég svo viss um að kennarinn myndi ekki taka eftir mér að ég fór úr sokkunum og fór að kroppa sár á ristinni á mér. Ég veit nú ekki alveg hvað ég var að hugsa þá…en ég hefði komist upp með að gera svo miklu meira. En ég er voða stillt stelpa, en ég á það til að hugsa ekkert of vel út í hluti sem ég geri. Og þó..ég lendi voðlega sjaldan í vandræðum, er ég ekki bara orðin svona klár?
Krakkinn fyrir framan mig heitir Tumi. Hann, hann er svo rosalega óheppinn að allt það slæma virðist gerast við hann. Sem er skrítið, hann er svakalega góður, eða ég held það allavegana. Ég þekki hann bara með því að tala við hann í tíma. Ég veit ekki einusinni hvar hann á heima. En við tölum saman voðalega mikið í tíma og líka bara í frímínutum og þannig þegar við rekumst á hvort annað. En hann mætir voðalega sjaldan í skólann. Ég giska að það séu einhver vandamál heima hjá honum vegna þess að hann talar þannig, en ekkert neitt alltof mikið, skiluru? Allavegana, hann getur varla hlaupið frá miklu með því að mæta í skólann, það gerist svo voðalega mikið að slæmum hlutum við hann. Til dæmis, og ég sá þetta með mínum eigin augum, hann var í matsalnum og var bara að labba einhvað í hringi þegar einhver hálfviti ætlaði að henda hálfu jógúrti í ruslið en tókst að henda því beint í hausinn á Tuma, og jógúrtið auðvitað bara út um allt!
Þetta hljómar kannski eins og mjög lítill hlutur fyrir ykkur, en það voru fullt af svona litlum hlutum sem gerðust við Tuma. Ég vorkenndi honum alltaf voðalega mikið.
Ég sat bara og starði á hnakkann á Tuma, hvað er hann eiginlega að gera?
Hann var voðlega mikið að einbeita sér að einhverju, ég hugsaði bara að þetta væri einhvað verkefni fyrir næsta tíma eða einhvað þannig, eða að hann var bara að teikna, eins og svo oft áður.
Skólastjórinn labbaði inn og nokkrir horfðu upp, en allveg næstumþví helmingur lá fram á borðinu.
Hann byrjaði einhvað að tala, og allir voru enþá svo óvenjulega hljóðir.
“Ég veit að þetta er búinn að vera erfiður dagur fyrir ykkur öll en ef að einhver vill koma með mér og fá að tala við skólasálfræðinginn þá réttið þið bara upp hendi”
Ha?..Ég vissi ekkert hvað hann var að tala um, ég vissi ekkert um neitt sem hafði gerst, mér leið allavegana ekkert illa.
Ég sé allt í einu að Tumi leit upp og rétti upp hendi
Skólastjórinn brosti svolítið aumingjalegu brosi og sagði Tuma að koma með sér þá. Ég horfði á eftir þeim labba út en áður en Tumi fór þá hengdi hann myndina sína upp á töfluna með kennaratyggjói.
Það var ekkert gert í þessum tíma, allir sátu bara og þögðu. En enginn sagði orð. Í enda tímans labbaði ég upp að töflunni til að sjá myndina hans Tuma.
Þetta var mynd af mér.
Nafnið mitt var skrifað með stórum stöfum efst á myndinni og neðst stóð;
“Ég vona að þú fyrirgefur mér einhverntíman fyrir að hafa ekki getað bjargað þér, María. R.I.P”