Ég rauk að honum og sveiflaði sverðinu harkalega, hann setti sverðið fyrir sig og neistar flugu við hvert högg. Ég á erfitt með að halda einbeitingunni og sverðið mitt þynntist óðum. Ég hélt samt áfram. Ég ætlaði ekki að gefast upp, ekki eftir allt sem ég hef gengið í gegnum. En þetta leit ekki vel út fyrir mig, hann var alltof sterkur. Ég fann allt í einu sting í hendinni, svo var eins og að einhver hefði rifið í sundur á mér bringuna. Ég leit á Þófni og sá sverðið hans liggja inn í bringuna á mér. Var ég búinn að tapa?
Ég hneig niður, sverðið enn í bringunni og Þófnir horfði á mig. Hann virtist sorgmæddur, hann rykkti sverðið úr bringunni og blóðið byrjaði að flæða í einhverju magni, sásaukinn dofnaði. Ég leit upp og sá sólina rísa, og fann tárin ryðja sér úr augunum. Ég horfði á Þófni. Hann var líka með tárin í augunum, og horfði á sólina rísa. Nú var tími sannleikans. Ég horfði á hann og spurði með kökk í hálsinum: “Hver ertu? Þú ert ekki Þófnir.” Hann horfði undrandi á mig. Hann ætlaði að segja eitthvað en hætti við. Svo sagði hann:“Auðvitað er ég ekki Þófnir, því,” hann hikaði aðeins, og leit á mig en ég var ekki að hlusta. Ég var dáinn. Það síðasta sem ég sá var fagri dalurinn minn, fulkomnaður í sólskininu. Áður en maðurinn fór gróf hann mig fyrir utan kastalann. Seinna var reist minnismerki, til minningar um þennan dag. Og á því mun standa: HÉR DÓ SÍÐASTI SONUR MYRKURSINS; HRONAN ÞÓFNIR BENRINS.
THE END
"Eastman! He came from the east to do battle with the amazing