Fyrir þá sem ruglast – hún, ég í sögunni-sama manneskjan.
Fólk myndi segja að ég væri vitfirrt ef ég segði að hún neitaði að hlusta. Ég segi henni að þetta sé bara hugarburður og þetta verði allt í lagi, en það er bara lygi til að breiða teppi yfir sannleikann. Fólk lýsir þessum einstaklingi oft sem engli eða djöflinum í manni sjálfum sem rífst á um hvað á að gera.
Tárin renna hægt niður kinnarnar en koma svo í flóðum. Ég reyni að segja henni að hætta en hún vill það ekki, hún veit að það eru ákveðnir hlutir sem valda þessum vanlíðan en hún neitar að gera eitthvað í þeim. Ég veit að ég er með þá úthugsaða en það er aldrei réttur tími til þess. Hin venjulegi dagur er skóli, heim, tölva, leiðast, sofa. Aldrei tækifæri til að tala við einn og einn einstakling eða rækta samband við þá þar sem margir eru saman hvert skipti. Fyrir utan skóla er lítið nema stundum kemur hópurinn saman og gerir eitthvað. Hún er stelpa í strákaheimi.
Hausinn á henni dettur í kjöltuna á henni, henni líður eins og hún sé að detta. Ég finn líka þungann og tárin brjótast út aftur. Kærasti sem aldrei hringir en er ósköp ljúfur, gerir aldrei neitt með henni utan skóla og hún er of stórhjörtuð ti lað segja honum upp. Hún hugsar að það sé henni að kenna að hann hringi ekki, hún á víst að taka fyrsta skrefið í öllum þeim hlutum. En eftir hálfs árs samband ætti fólkið að vita muninn á sambandi og beinlínis vináttu.
Fyrir tveimur dögum kyssti hann hana seinast eftir tvær vikur af hunsun, fyrir framan ekki neinn, hún bað um að fá að koma heim með honum en andlitið á honum breyttist í undrunarsvip sem sagði nei. Ekki vissi hún að hann færi í partí um kvöldið og sárnaði henni að fá ekki að fara með.
Í kvöld leiddist henni og langaði út. Hún hefði getað hringt í hvern sem er án vandræða en finnst hún vera of mikil byrgði á fólk, henni langaði einnig út með honum, en hann er alltaf upptekinn, svo segir hún allaveganna.
Mér sárnar að horfa á líkama minn kvelja sig svo mikið með mennskum hugsunum og tilfinningum. Það skrítna er að það fer um leið og það kemur, en kemur of oft að mínu mati. Einstaka sinnum segja þeir eldri að hún sé þunglynd en hún veit að henni líður bara ekki vel alla daga, en flesta er hún í góðu skapi. Fyrr á árinu var hún elskuleg en nú fer þessum köstum að fjölga. Þó svo þetta sé ekki komið á alvarleg stig meiði ég mig þegar henni sárnar, oft á ég erfitt um að koma viti fyrir hana… og …
Svo er það þessi þörf fyrir athygli. Hún lemur sjálfan sig stundum fyrir að reyna að sína á sig einhver merki dapurleika, treystir engum en getur sagt hvað sem er við hvern sem er. Það hljómar skringilega en það er auðveldara að treysta einhverjum fyrir vandamálum sínum heldur en að gráta á öxl einhvers sem þú treystir.
Kærastinn, strákahópurinn. Allt saman er þetta ekki sterkur grunnhópur. Bara búin að búa í bænum í um eitt ár og lítið um vini.
Vandamál leysast ekki með tárum, þó þau hjálpa. Þunginn í bringunni og ekkinn í hálsinum er betri en sú tilfinning um að einhver sér þig gráta. Hún vil þetta ekki, ég vil þetta ekki. En henni líður eins og hún sé að ýta öllum samböndum burt frá sér með þessu litla væli endrum og eins. Ég segi henni að það sé rangt