Fólk segir, að allir verða hamingjusamir eftir að þau finna sálufélaga sinn. Þau gifta sig og brátt kemur grátur frá nýfæddi barni. Allt verður fullkomið frá þeirri stundum, en hvað með öll persónulegu vandamálin með þessum sálufélaga þínum?
Hjónin Júlía og Margeir höfðu tekist að eignast litla fjölskildu saman sem þau gátu kallað sína eigin, en þau urðu óánægð með hvort annað. Þau rifust oft um litla hluti, sem voru óðarfi að rífast um, og oftar en einu sinni varð það líkamlegt. Þegar Geir, sonur þeirra, kom heim úr skólanum hvern og einn einasta dag, þurfti hann að róa mömmu sína niður frá tárunum.
Hann sagði henni alltaf að hún ætti að hringja í lögregluna. Það var ekki rétt fyrir neinni manneskju eins hreinni og móður hans að vera barin daglega. Vegna þess að hann var að flýja barsmíðarnar, var hann búinn að plana að einhvern tíman myndi hann fara til frambúðar.
Eina vandamálið var mamma hans. Hann gat ekki skilið hana eftir til að brotna niður.
Geir var sá eini til að hressa hana upp eftir hvert vandamál.
Einn daginn þegar Geir var á leiðinni heim úr skólanum vissi hann að eitthvað hafi gerst. Hann gat heyrt í fjarska, grátur móður sinnar. Eins og venjulega, var húsið líklega í rústi eins og alltaf. Innst inni, var það eina sem strákurinn vildi var venjulegt heimili, með eðlilegum, ástríkum pabba. Elskandi móðir og heilbrigt líf.
Af hverju var svona erfitt að halda þessu bara sem venjulegum draum?
Geir labbaði rólega inn, og sá að allt var í rústi. Dýrmætir hlutir brotnaðir yfir allt gólfið.
Það leit næstum því út eins og einhver hafi haldið partý þarna. Eða kannski var það bara það sem Geir vildi trúa. Hljóðlega labbaði hann herbergi í herbergi í leit að foreldrum sínum, Geir sá stóra blóð bletti liggjandi að svefnherberginu sínu. Eitthvað við þessa blóð bletti lét Geir frosna á staðnum. Hann var ekki viss hvort að hann vildi fara lengra bara svo að hjarta hann myndi brotna niður, en hann varð að gera það sem var rétt.
Móðir hann treysti á hann til að vera sterka manneskju og hafa hugrekki til að standa fyrir því sem hann trúði á.
Hann labbaði rólega inn í herbergið og hræðileg sjónin greip hann. Móðir hans lá hreyfingarlaus á rúminu, andandi hægt. Hann vildi ekki trúa því sem hafi gerst. Sár drengurinn vildi vakna upp frá þessari martröð. Hvernig gat einhver verið svona grimmur eins og faðir hans? Þetta var ekkert nema ómannúðlegt. Einhver svona góð átti þetta ekki skilið.
Tár byrjuðu að streyma niður kinnar hans á meðan 1000 hugsanir þutu um í hausnum á honum. Það eina sem hann gat gert var að falla niður á hnén, vonandi að þetta var allt draumur.
“….Geir”
Hann leit upp snöggt. Hver var þetta? Sagði einhver nafnið hans? Var þetta hún? Var þetta bara ímyndun?
Hann hljóð að rúminu, þar sem móðir hans lá kurr.
“Mamma…ertu….gerðu það ekki deyja…” kjökraði Geir á meðan hann hélt í hönd móður sinnar.
“Elskan, ég mun aldrei….yfirgefa þig. Ég verð alltaf hérna fyrir þig og þú veist það. Bara lofaðu mér…einu,” kreisti móðir hans úr veikum líkama sínum.
“já…hvað sem er”
“Verstu sterkur, hlutir munu breytast í framtíðinni, en aldrei gleyma hver þú ert innst inni. Alltaf vera trúr sjálfum þér, og haltu þér frá pabba þínum. Mér er alveg sama þótt að þú þurfir að hlaupa, farðu bara eins hratt og þú—“
Hurðin skelltist á neðri hæðinni. Hægt, fóru þung fótspor upp stigann. Titrandi úr hræðslu, Geir fer hratt og felur sig í skápnum. Hann vissi ekki hvað hann ætti að gera eða segja á þessari stundu.
Eina sem hann hugsaði um á þessari stundu var að halda lífi.
Horfandi í gegnum lyklaskrána, Geir sá pabba sinn labba inn í herbergið og að mömmu hans. Hann vildi berja upp hurðina á skápnum og berja pabba sinn til dauða.
En hugurinn hans sagði honum að gera það ekki, óttaðist hann pabba sinn jafn mikið og hann hataði hann?
“Er Geir búinn að koma? Segðu mér það núna!!” Faðir hans kýldi veikan líkama móður hanns.
“…..ég veit það ekki, gerðu það, hættu þessu núna..” grátbað hún.
“Hætta hverju? Misþyrmingunni? Ofbeldinu? Ég vissi alltaf að þú værir veikburða. Ég leifði þér bara að vera hjá mér því þú værir ekkert án mér, þú varst bara svo auðveldlega ástfangin af mér.
Hvað er ást annars?
“Ást er tilfinningin sem þú berð til fólks eins og son þins”
“hvaða son? Ég á engan son, ég á enga fjölskildu lengur”
Hann tók upp byssu og skaut hana í hausinn. Ánægður með árangurinn, labbaði hann niður á neðri hæðina og út.
Skilinn eftir var Geir sitjandi hræddur inní skápnum. Hann vildi ekki fara út og sjá raunveruleikann. Allt var bara svo, vitlaust og ruglandi. Geir vildi bara vera öruggur á meðan hann faðmaði hnén sín að líkama sínum. Þessi helgi hafði algjörlega eyðilagt líf hans. Hann hélt, af einhverjum ástæðum, á stærðfræði prófinu sínu, sem hann hafði planað að sýna mömmu sinni þegar kom heim.
En í staðin fyrir að vera stoltur, var hann brotinn.
-Ólöf