Eitt kvöld þegar Marta var lögð til svefns og hafði verið með lokuð augun í dágóðan tíma án þess að sofna heyrði hún að glugginn í herberginu opnaðist. Gluggatjöldin flöktust og inn kom gola.
Marta reis upp og ætlaði að fara að loka glugganum þegar hún heyrði kunnulega rödd segja : ,, Marta.“ Marta leit við og sá mömmu sína. Mamma hennar var falleg og kjólinn sem hún var klædd í gerði hana en fallegri. ,, Mamma..” sagði Marta og mamma hennar gaf henni merki um að hafa hljótt.
,, Komdu, þú átt að vera sofandi Marta.“ sagði mamma hennar og Marta lagðist í rúmið, án þess að loka glugganum. ,, Hvar ertu búin að vera? Pabbi, amma og afi eru búin að vera mjög leið. Þau eru stundum grátandi og pabbi vill að ég fari í heimavistarskóla.” sagði Marta og mátti heyra pirring í röddinni hennar.
Mamma hennar brosti sorglega. ,, Marta, ég mun ekki koma aftur.“ ,,Afhverju ekki?” spurði Marta áhyggjufull. ,, Einn dag muntu skilja.“ hvíslaði mamma hennar og varð mjög niðurdregin. ,, Pabbi segir að þú sért núna á betri stað, hamingjusamari stað. Er það satt? Ertu hamingjusamari þar?” spurði Marta. ,, Já og nei. Ég þjáist ekki lengur í líkamanum og andinn minn er mun rólegri. En að vita að ég fæ aðeins að horfa úr fjarlægð á þig þroskast og vaxa. Þegar ég hugsa til þess þá langar mig til að gráta.“ Mamma hennar strauk um hárið hennar. ,, Afhverju kemurðu þá ekki til baka?”
,,Það er ekki svo einfalt Marta.“
Eftir stutta þögn sagði mamma hennar : ,, Marta, mér var bara leyft að koma í þetta skipti. Ég fór frá þessum heimi án þess að kveðja þig, án þess að segja þér vænt mér þykir um þig. Það vildi ég segja þér.Að jafnvel eftir dau…jafnvel eftir að ég er farin þá elska ég þig en þá. Og hvað sem dynur á, þá mun ég alltaf fylgjast með þér, ég mun alltaf vernda þig. En þú verður að gera eitt fyrir mig.” Marta horfði alvarleg á móður sína og bað með augunum að hún héldi áfram.
,, Þú verður að brosa eins oft og þú getur. Því þegar þú brosir, þá er ég hamingjusöm. Þá er ég glöð. Geturðu lofað mér því?“ spurði móðir hennar. ,, Já, ég mun alltaf brosa bara fyrir þig.” sagði Marta. ,, Gott, leggstu nú. Ég ætla að breiða yfir þig og kyssa þig.“ Marta lagðist og mamma hennar breiddi yfir hana og kyssti hana á ennið. ,,Lokaðu augunum og sofnaðu.” sagði mamma hennar og sat hjá henni.
Um morguninn þegar Marta vaknaði hafði hún gleymt draumnum sínum, en hún mundi að einhver rödd hafði sagt henni að brosa, að brosa eins oft og hún gæti. Eins og ekkert í heiminum væri jafn verðmætara og bros hennar.
(Fékk innblást af lagi með hljómsveitinni La Oreja De Van Gogh sem heitir Historia De Un Sueño eða Saga um einn draum)
Afsakið ef það eru einhverjar stafsetningarvillur :)
If there is one eternal truth about politics, it is that there is always a dozen good reasons for doing nothing