Lífið mitt byrjar, 16 Júní 1990, Ég fæddist lítill, Ljöshærður, Bláeygður drengur, og eftir það breyttist ég lítið. Ég er enn þessi lágvaxni, bláeygði og ljóshærði drengur.
Þann 2 Oktober, 2004. Strákarnir í skólanum mínum höfðu gert grín af mér daginn áður að ég væri í 10. bekk og léti ennþá foreldra mína skutla mér í skólann
Það er fyrir þá sem þekkja til þess, leiðinlegast tilfinning í heimi að láta bekkjarsystkini sín gera grín af manni fyrir að vera öðruvísi, fyrir að gera ekki það sama
og allir hinir, og einmitt þennann dag, 2 Okt, byrjaði ég að hlusta á þá. Ég labbaði í 1 sinn í skólann þennann veturinn. Ég vaknaði snemma þennann morgunninn kl. 7:15 og tók mig til fyrir skólann, stærfræði, enska,danska og samfélagsfræði. Ég kvadda mömmu og pabba og systur mínar 2, 11 og 9 ára gamlar. Ég gekk af stað upp brekkuna og rétt náði að fóta mig upp brekkuna, ég gekk inní 10-11 og keypti mér ostaslaufu og svala í nesti, ég gekk aftur að stað meðfram götunni og heyri að það er bípað að mér, ég lýt við og sé mömmu veifa mér í gegnum bílrúðuna, ég veifa til baka og lýt svo til hliðar. Ég trúi ekki því sem ég sé!, Það kemur Pajero og keyrir yfir á rauðu ljósi og skellur á hliðina á bílnum sem mamma er að keyra..það kemur ægilegur skellur og ég fæ strax tár í augun við tilhugsunina að ég hafi kannski misst móður mína og jafnvel lítil systkini við þessa sjón!, ég sé að bílinn sem mamma keyrir veltur á hliðna og helst þannig, ég hleyp að honum og öskra á móður mína, ég fæ ekki svar frá henni og ég öskra aftur, ég ríf upp bíldyrnar en á þeirri stundu heyri ég móður mína rumska eithvað óljóst og ég bið hana að reyna að endurtaka það., ég set eyrað að munninum á henni og ég heyri hana segjast elska mig. Ég bugast og faðma hana að mér, og segjist elska hana líka.
Ég lýt aftur í bílinn og heyri aðra systur mína öskra, hin liggur fram á við, ég fæ hroll, ég hjálpa systrum mínum úr bílnum en ég veit að það er vonlaust að reynað að hjálpa mömmu, það er of seint., Ég legg systur mínar uppá ganstétt þar sem sjúkraliði sem var á gangi framhjá tekur við þeim, ég hleyp svo inní 10-11 og segi þeim á hringja á neiðarlínuna.Tæpum 2 tímum seinna sit ég á bekk inni á sjúkrahúsinu á Akueyri..ég heyri að það er fólk að koma. En mér er alveg sama, eina sem ég er að hugsa um hvað ég er pirraður útí sjálfann mig, Ekki útí krakkana sem sögðu mér að drullast til að labba amk einu sinni í skólann, heldur útí sjálfann mig fyrir að hlusta á þau!, ef ég hefði kannski ekki stoppað svona lengi í búðinni hefði hún kannski ekki náð að veifa til mín og kannski þá tekið eftir bílnum sem var að fara yfir á rauðu ljósi og kannski náð að snöggbremsa og það hefði kannski bjargað lífi hennar. Ég tek eftir að læknirinn opnar dyrnar á gangum..og gegnur til mín, hann segir mér að það muni verða allt í lagi með systur mínar, önnur slapp alveg, en hin fékk væga heilahristing, en hann segir hinsvegar að mamma eigi litlar sem engar vonir.
Kafli 2 kemur seinna.
“Take A Look To The Sky Just Before You Die…It´s The Last Time You Will.”-For Whom The Bell Tolls.