Ég fann svimann og sársaukann aukast, og leit aftur á tuskuhrúguna. Þar sá ég hryllingssjón. Þetta voru lík og efst var hún, gárinn. Hún hafði verið drepin af Geysil. Sviminn varð meiri og sársaukinn enn meiri, þar til ég öskraði. Öskraði af lífs og sálar kröftum. Þá leit Geysill við og Þorgrímur starði á mig. En þegar Þófnir leit á mig þagði ég af undrun. Hann leit alveg eins út og faðir minn, en það gæti ekki verið hann var dáinn, það sagði mamma mín. En ég undraðist ekki lengi. Hann steig af hesti sínum, gekk hægt til mín og sagði svo við mig: “Eitthvað sem hræðir þig, frændi!?”
Þá varð sársaukinn of mikið og ég leið út af.
Nú var máninn kominn hátt á himininn og sendi kaldar kveðjur á allt í kringum sig. Elb Grango stóð stolt enn sem komið var en ég heyrði samt Geysil og Þófnir vera að vinna að áætlun. Ég lá inni í tjaldi með tveim öðrum mönnum, annar þeirra var Kerjúlfur og hinn virtist vera gári. Kerjúlfur leit á mig og augun skinu af vonleysi. Tveir márar stóðu vörð fyrir utan. Þófnir hlýtur að hafa drepið Þorgrím, eða eitthvað verra. Ég fann sársaukann enn en reyndi að leiða hugann að öðru. Gárinn horfði á mig svo undarlega, svo sagði hann eitthvað Kerjúlf, eitthvað um flótta.
Einn márinn leit inn og virtist hafa heyrt í þeim, hann gekk hægt inn og barði kærilauslega í gárann, sem allt í einu greip í höndina á honum og reif hana af. Svo þreif hún sverðið af honum og saxaði hina þrjá márana á nokkrum sekúndum. Hún leit aðeins út fyrir og rauk svo að Kerjúlfi og leysti hann en horfði á mig, eins og hún vildi ekki leysa mig, merkið á enninu glóði dökktgrænt, líktist fugli, en svo leysti Kerjúlfur mig. Á leiðinni út sá ég spegilmynd mína í einum skildinum sem lá hjá. Á miðju enninu var komið greinilegt ör í æaginu eins og máni. Hvernig fékk ég það. Hvað hafði komið fyrir mig. Kerjúlfur vildi finna Þorgrím en gárinn vildi komast sem fyrst til Elb Grango. Ég vildi vita hvað Þófnir hefði gert mér en það yrði að bíða betri tíma…
"Eastman! He came from the east to do battle with the amazing