Guðmundur, Gummi litli, þú ert orðinn svo stór. Ég verð að faðma mig að þér. Sonur minn. Það er orðið of langt síðan ég sá þig…og Eydís, þú ert fallegasta stelpa sem ég hef séð á ævinni. Og ég á ykkur bæði, þið komuð út úr mér. Ég er Pabbi ykkar. Hvernig getur nokkur haldið mér frá ykkur. Komið og takið utan um pabb…
…næsta stopp…krun threp…. Ég vaknaði við tælenska rödd og áttaði mig á því að þetta hefði verið draumur. Svosem ekkert nýtt, það líður varla nótt að mig dreymdi ekki um börnin mín sem ég hef ekki séð í rúm sjö ár. Ég hitti einu sinni mann sem missti fótinn í vinnuslysi, þegar hann dreymdi um nóttina var hann alltaf með tvær fætur. Þannig að í hvert einasta skipti sem hann vaknaði var eins og hann uppgvötaði í fyrsta skiptið að annan fótinn vantaði. Hjá mér var það svipað, ég vaknaði upp við það að komast að því að börnin mín vantaði. Ég settist upp og leyfði lestarverðinum að opna gluggann og setja sætið upp. Ég settist aftur niður og horfði út um gluggann, ég var ekki staddur með börnunum mínum á Íslandi. Þetta gat í rauninni ekki verið fjær því. Ég var staddur í lest á leiðinni inn í Bangkok eftir 18 tíma ferð frá Hat Yai, borg við landamæri Malasíu í syðsta hluta Tælands.
Lestin var að fara í gegnum fátækrarhverfi í ysta hluta Bangkok, Krun Threp, Sin City…hvað sem þú villt kalla hana. Borgin sem ég elskaði. Ég gat fundið lyktina af chili´inu í loftinu. Klukkan var 6 um morgun og Tælenskar konur voru að búa sig undir daginn með því að elda ofan í mennina sína eða fyrir einhvern að milljón básunum sem standa um alla Bangkok og selja góðar máltíðir fyrir sirka 60 krónur Íslenskar. Húsin í þessum hluta Bangkok voru þannig byggð að vesturlandarbúar myndu varla bjóða hundunum sínum upp á að sofa í þeim. Hálfónýtar spítur negldar saman og bárujárn sett ofan á sem þak. Stuttu seinna fór lestinn yfir gamla brú sem lá yfir á sem virtist ekki bara vera notuð fyrir báta til að fara upp og niður slumið, heldur líka sem holræsi og ruslahaugur. En eftir að komið var hinum megin við brúnna var næstum eins og farið hefði verið í gegnum ósýnilega línu sem aðskilur þriðja heiminn og nútíma Bangkok með risastórum háhýsunum.
Þegar lestin stöðvaði gekk ég að stöðvunarstaðnum fyrir leigubílana og hundsaði alla svindlarana sem komu að mér og reyndu plata út úr mér pening eða keyra mig á vafasöm hóruhús. Ég settist inn í leigubílinn og sá til þess að bílstjórinn kveikti á mælinum, Nana Plaza, muldraði ég. Leigubílstjórinn glotti og spurði hvort ég ætlaði að skemmta mér í kvöld. Þegar leigubíllinn renndi inn að Nana Hotelinu, sem var á móti Nana Plaza var svæðið dautt enda morgunn. Ég ákvað að ná mér í Hótelherbergi á Nana og leggja mig eftir lestarferðina. Nana Hotel er syndabæli í öllum skilningi orðsins, ég borgaði fyrir herbergið og hótelstarfsmaður bar upp töskurnar fyrir mig. Þegar komið var inn á herbergið dró ég fram 30 Baht (60 kr) til að tippa hann, rausnarlegt á Tælenskann mælikvarða. Hann þakkaði mér fyrir og spurði hvort ég vildi fá eitthvað að reykja inn á herbergi, ég neitaði og þá dró hann upp litla möppu. Ég sleppti því að líta inn í hana, ég vissi alveg hvað þetta var, vörulisti….ég þyrfti bara að benda á eina mynd og stelpan á henni væri kominn inn á herbergi hjá mér á innan við klukkutíma. Ég afþakkaði það líka, enda of þreyttur fyrir svoleiðis. Ég laggðist á rúmið, kveikti á loftkælingunni og sofnaði örfáum mínútum síðar.
Skíthæll, ég hata þig. Hvar varstu þegar ég ólst upp. Þú ert ekki pabbi minn. Þú ert ræfill sem flýr vandamálin sín. Hver hefuru verið?
Ég vaknaði klukkan 7 um kvöldið og pantaði mér mat upp á herbergi. Þessir draumar voru að gera mig brjálaðann. Þeir urðu verri og verri með tímanum. Þetta er eitthvað sem gleymist ekki. Það skiptir ekki máli hversu mörgum konum ég sef hjá, hversu oft ég drekk mig næstum meðvitundarlausan eða reyki mig skakkan af marijuana eða opíum. Ég get ekki hætt að hugsa um þau. Fyrir sjö árum missti eg allt. Konan komst að því að “viðskiptaferðirnar” mínar til Hollands og Þýskalands snérust ekki bara um viðskipti þegar hún komst yfir Visa korts yfirlitið mitt og sá að ég hafði eytt 110 þúsund krónum á hóruhúsi í Amsterdam. Ég flutti í íbúð og fékk aðeins að sjá börnin mín aðra hverja helgi fyrstu mánuðina. Þangað til ég drakk mig haugarfullan og braut upp hurðina á gamla húsinu mínu, rotaði fyrrverandi eiginkonuna mína, tók börnin upp í bíl og keyrði burt. Eftir að löggan náði mér og dró börnin frá mér grátandi fékk ég ekki að sjá þau aftur, nálgunarbann. Ég reyndi að drepa mig tvisvar en það misheppnaðist, ég gat ekki einu sinni drepið mig rétt. Ég missti starfið mitt og fór í gegnum svo mikið áfengi daglega að ég þurfti ekki að drekka neinn annan vökva. Það var líklega í þessu ástandi að ég keypti miða til Bangkok og fann paradísina mína þar. Ég var ekki sami maðurinn og fyrr, ég seldi allt sem ég átti og flutti til Tælands. Þetta var fyrir 7 árum síðan.
Það var orðið dimmt úti sem þýddi að Nana Plaza var að vakna. Nana Plaza er 3 hæða opið “mall” sem er þó ekki með búðum. Heldur börum. Úti eru beer barirnir, ódýrari og vinalegri. En inni eru GoGo barirnir þar sem allar sýningarnar fara fram. Stelpur að opna flöskur og skjóta út borðtenniskúlum með sýnu heilagasta, lesbíushow, sturtushow. Tugir af stelpum að strippdansa, meira að segja þær sem afgreiða drykki eru yfirleitt berar að ofan. Og allar er hægt að leigja út af börunum og taka með sér á hótelið. Ég elska þennan stað. Barstelpur, hórur, kynlífstúristar, melludólgar, mafíósar, dópsalar og smygglarar…allir hérna eiga það sameiginlegt að fara aldrei til þess sem kristið fólk trúir á og kallar himnaríki. En hverjum er ekki sama, við höfum það hérna hvort eð er.
Ég gekk inn á Nana Plaza og reyndi að fara rólega um, ég átti nokkrar “kærustur” þarna inni en nennti ekki að hitta þær núna. Ég var að leita mér að nýju blóði í kvöld. Í einum af ytri börunum kom ég auga á félaga minn, Nigel frá Ástralíu. Hann sat þarna með stelpu sem var þrefallt yngri en hann um hálsinn og kallaði á mig. Ég settist hliðin á honum, pantaði gin og tonic og fór að tala við hann. Nokkrar barstelpur reyndu við mig þarna en ég hafði ekki áhuga, of snemmt fyrir mig, 2 ladyboys reyndu að grípa mig. Ég vék mér undan og gaf þeim illt augaráð. Nigel spurði mig hvað ég hefði á móti þeim, hann væri ekki hommi en hafði oft fengið sér Ladyboy, þeir tottuðu best sagði hann. Ég hristi hausinn og pantaði fjórða drykkinn. Þegar ég stóð upp og ætlaði á einn af GoGo börunum að horfa á sýningu fékk ég verkinn slæma, ég fékk þetta öðru hverju, ég vissi alveg hvað þetta var. Lifrin. Hún var að gefa sig, en mér var sama.
Ég gekk inn á einn GoGo barinn og var heilsað af tugi af stelpum sem stóðu þarna berar á ofan. Ég settist niður og horfði á showið. Venjulegur strippdans bara. Frekar rólegt kvöld í plaza-inu. Mér leist þó mjög vel á eina nýja þarna. húm var með aflitað hár og fullkominn líkama, minnti mig á leikkonuna Jessica Alba í útliti. Ég fann að einhver greip utan um mig að aftan og sagði eitthvað í eyrað í á mér. Ég vonaði að þetta væri ekki…jú þetta var hún. Lek, ég kallaði á mamasanið á staðnum á meðan ég þóttist hafa áhuga á því sem hún sagði við mig. Ég eyddi einni helgi með henni og hún lét mig ekki í friði eftir það, hún segist elska mig, kjaftæði. Ég hafði áhuga á þessari ljóshærðu í kvöld.
Ég talaði við mamasanið á staðnum, stjórann, og spurði hvort þessi ljóshærða væri laus. Hún sagði já en spurði mig hvað væri að Lek, ég hefði nú ekki haft neitt á móti henni áður. Ég ætlaði að svara en fékk verkinn aftur. Verri en áður, ég þurfti að fara aftur á hótelherbergið, ég var búinn á því. En ég ætlaði ekki einn, ég varð að sætta mig við Lek, enn einu sinni. Ég borgaði reikninginn á barnum og hún dröslaðist með mig á hótelherbergið.
Ég lagðist í rúmið og hún fór inn á klósett og í sturtu. Þegar hún steig út og spurði mig með sætu röddinni sinni af hverju ég væri ekki ánægður brast ég í grát. Ég horfði á þessa 40Kg dúllu, með sítt svart hár standa yfir mér. Þetta var það fallegasta sem ég hef séð. Hún var engill, ég elskaði hana. “Komdu, Lek…” sagði ég og hélt utan um hana. Ég lokaði augunum og draumurinn kom aftur, en í þetta skiptið var hann ekki eins, ég og börnin mín vorum hamingjusöm og ljós allstaðar í kring. Lek var þarna, ánægð og frjáls frá Nana Plaza, konan mín var þarna eins og þegar ég hitti hana fyrst þegar við vorum 19 ára og ástfangin. Ekkert nema ást í loftinu. Allt varð hvítara og hvítara þangað til ekkert varð meir. Loksins gat ég sofið vært.