Dauðaherbergið
smáSaga eftir Vigni Árnason

Það er nauðandi svart myrkur þar sem ég stend í röð til að komast inn á ball sem er haldið á rótgrónum skemmtistað í höfuðborg Íslands, Reykjavík.
Röðin líður hratt áfram í þeirri móðukenndu vímu sem ég er í og fyrr en varir er ég komin inn á hlýjan staðinn. Minningar af viðburðaríku fyrirpartýi með tilheyrandi skemmtiatriðum og drykkju leita á hugann en þetta er ekki saga af neinu partýi. Þetta er saga um Dauðaherbergið…
Áfram líð ég áfram um stiga og gánga staðarins og eitthvað fólk heilsar mér (held ég). Ég veit ekki hvað það er sem dregur mig áfram en það er eins og líkaminn viti: Þú ert að fara að æla…
Því ég finn mig fljótlega inn á klósetti og er að spýja út úr mér rauðum vökva. Liturinn stafar af 3ra ára rauðvíni sem einhver lét mig drekka. Ég hef ekki haft rænu á að læsa að mér og eitthvað lið er alltaf að reyna að komast inn…
Ég er búin að spýja úr mér í égveitekki lángan tíma (tímaskynið er ekki sérlega gott) þegar svartklæddur kubbur leiðir mig útaf klósettinu, niður stigann og inn í hið alræmda Dauðaherbergi.
Þar er ég látin setjazt og framvísa skilríkum. Ég tek mér góðan tíma í að finna ökuskírteinið í staðinn fyrir að láta hana hafa debetkortið mitt. Ég vil ekki líta út eins og algjör viðvaningur. Henni leiðizt þó eitthvað biðin og segizt slveg geta tekið við þessu og er þá að tala um debetkortið…
Ég er orðinn 18 og má fara ferða minna en er spurður hvort ég vilji að þau hringi eitthvert. Ég þvertek fyrir það…
Síðan er mér vísað út úr herberginu og glaðhlakkalegur kubbur vísar mér út á götuna og segir eitthvað sem égmanekkerthvaðer en hljómar eins og: Fannst þér þetta gáfulegt? Ég segi Já við því…
Síðan labba ég heim í fússi og tilhugsunin um gott rúm að leiðarenda heldur mér frá því að leggjast út í gángstéttina og deyja…
Svona allt í allt, geðveikt ball og ég skemmtimérvel. GusGus voru góðir…

Þökk fyrir lestur
Vignir Árnason