Annars hef ég lengi gengið með þá hugmynd í maganum að fara að rækta bygg og hveiti og hefja framleiðslu á mínum eigin kexkökum. Vafalaust myndu sveitungar mínir taka vel í þá hugmynd, því bæði hefur mikill músarfaraldur geisað undanfarið og erlendu kexkökurnar einatt útrunnar og brotnar þegar þær koma í kaupfélagið.
Ætli það færi ekki best á því að finna til súpujurtirnar og malla eitthvað heitt fyrir blessaða aumingjana. Það að er vonandi að þeir sjái bæjarljósin frá nesinu í rigningarsuddanum, því vafalaust hefðu gárungar sitthvað misjafnt um það að segja að lík lægi í túnfætinum.
Og brennivínið. Það þýðir ekki að gleyma brjóstbirtunni þegar blauta gesti ber að garði. Verst hvað birgðirnar eru af skornum skammti, og dropinn dýr. Og allsendis Guðsgefin von að þeir geti séð af nokkrum aurum fyrir dvölina… Ætli ég þurfi ekki aftur að fara á fund sveitarstjórans og ítreka við hann að láta nú reisa vita á andskotans nesinu, þessi eilífu strönd koma illa við fjárhag heimilisins.
Ég kveð að sinni kæra dagbók, en vona að leiðir okkar munu aftur liggja saman áður en langt um líður.
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.