Við vorum komin að gárasteini. Nú var stutt þar til við kæmum til Elb Grango, kæmum ábyggilega rétt fyrir miðnætti. Gárasteininn blikaði fallega í sólinni, og meðan ég horfði á hann sá ég nokkra svart klædda menn læðast aftan að okkur. En svo sá ég það, bláu augun, skær bláu augun, þetta voru márar. Í sólinni. Svona mannlegir. Maðurinn var búinn að sjá þá og reif sverðið úr slíðrum og bjó sig undir bardaga. Ég gerði slíkt hið sama og sagði konunni að halda sig bak við okkur. Svo réðust márarnir á okkur og við vörðumst eins og við gátum en márarnir börðust eins og hetjur. Það var eins og þeim var sama um líf sitt, fyrir hvern skurð sem við gáfum þeim fengum við þrefalt til baka. Allt í einu var öskrað. Æ, nei, ekki hann. Nú var illt í efni. Geysill var kominn.
Nú var ég fyrst hræddur. Hann hafði sigrað Drymla og ætlaði nú að drepa okkur. Márarnir tveir hættu að berjast og hlupu í átt til Geysils. Hann ætlaði greinilega að sjá um okkur sjálfur, en allt í einu steig konan framfyrir okkur. Ég ætlaði að segja eitthvað en sá að maðurinn færði sig aftur þannig að ég gerði hið sama. Allt í einu reisti hún upp hendinni og eitthvað glóði á hendinni hennar. Svo sá ég sólina verða rauðari og rauðari, svo var eins og risastór dreki myndaðist. Ég horfði í skelfingu á konuna. Nú vissi ég hver hún væri, hún var gári.
Gárar voru nokkurs konar prestar, þjónar og vendarar gyðjanna fimm. Gyðjurnar fimm stjórnuðu náttúruöflunum, eld, vatni, jörð og vind. Sú fimmta sameinaði náttúruöflin og var kennd við sólina, sólgyðjan. Gárarnir fengu kraft sinn ú gárasteinum, sérstakir steinar sem eiga að geyma sálir gyðjanna. Gyðjurnar voru ekki ódauðlegar, þvert á móti, þetta voru konur sem fæddust með merki hverjar gyðju á enninu. Fugl fyrir vind, fisk fyrir vatn, björn fyrir jörð, dreki fyrir eld og sól fyrir sólgyðju. En þótt þú fæddist með merki varstu ekki gyðja, sú sem næst yrði var valin af seinustu gyðju, aðrar yrðu gárar.
Ég stóð þarna og horfði með hryllingi meðan dreki, samansettur af rauðasta eldi, skóflaði í sig márana og fann svimann og svitann spretta aftur fram. Svo fann ég skerandi sársauka eins og hníf hafi verið rennt niður bakinu á mér. Svo fann leit ég upp og sá Geysil standa yfir mér, svo varð allt svart…
"Eastman! He came from the east to do battle with the amazing