Ég ætla að gera svona þátt í anda 24 sem er á stöð 2. Bara prufa.
Matt Power er aðalpersónan
Hourglass
Síminn hringir Matt og konan hans Susie eru í rúminu dauðþreytt eftir rifrildin í gær. Susie segir: “Láttu hann bara hringja elskan, farðu aftur að sofa.” Matt svarar áhyggjufullur: “Elskan mín þetta gæti verið út af vinnunni ég verð.” Síminn var búinn að hringja talsvert lengi þar til Matt tók upp tólið, þetta var Frank:”Geturu komið núna, við verðum að fara yfir áætlunina, 15 mín ekki lengur!” Susie sá á svipnum á Matt að hann þurfti að fara í vinnuna og sagði: “Verðuru í kvöldmat, dóttir okkar ætlar að elda nýja uppskrift sem hún lærði í hernum.” Matt fór úr rúminu klæddi sig og kyssti Susie og sagði aðeins:”Ég elska þig.”
Matt læddist niður stigann og opnaði dyrnar að bílskúrnum, þar blasti við 2006 árgerð af Hummer. Hann gekk að borði við vegginn út að enda í bílskúrnum, þar ýtti hann á takka og þar kom út skúffa full af vopnum, allslags tegundir af byssum og hnífum, einnig skotum. Hann tók með sér skammbyssu(9mm Smith&Wesson) sem hann hefur borið síðan hann byrjaði sem götulögga í gamla daga, hann greip AK47 með sér líka, lokaði skúffunni og dreif sig í bílinn. Hann leit á úrið sitt sá að hann hafði 12mín og 45 sek til að komast. Þegar hann settist í bílinn kom snertiskjár fyrir framan mælaborðið og kvenmannsrödd sem sagði: “Góðan daginn, hvert er ferðinni heitið í dag?” Hann ýtti á Í vinnuna á skjánum þá kom röddin aftur: “Hallaðu þér aftur og ég mun sjá um aksturinn.” og þá myndaðist kort á skjánum og sjálfstýringin á og eina sem hann þurfti að gera er að sitja og slaka á.
Matt leit á úrið, 9mín og 34 sek, við hliðina á sætinu í bílnum kom lítill skjár upp, þetta var Frank: “Ég sé þú ert á leiðinni, þetta er áríðandi!” Leiðin að vinnunni er algjörlega leynileg, aðeins fólk sem vinnur þarna veit leiðina, húsið er byggt neðanjarðar.
Honum tókst að komast og vera búinn að leggja í stæði fyrir utan vinnuna innan við 13mín. Hann dreif sig inn í bygginguna, hann þurfti að fara í gegnum augnskanna eins og vanalega til að komast inn. Frank tók á móti honum, þeir gengu að aðalsalnum þar sem allt starfsfólkið vann. Matt fann að andrúmsloftið var svoltitið þrungið, eitthvað var í gangi.
Frank sagði alvarlegur:”Einhver hefur brotist inn í tölvukerfið okkar, komdu með mér við erum með fund í gangi ég vil að þú fylgist með honum.” Þeir gengu upp stiga og beint inn í fundarsal, þar voru margir virtir menn á borð við James Walker Varnarmálaráðherra og Henry Willson mjög þekktur tölvufræðingur. Matt tók í hendurnar á þeim báðum þar sem þeir stóðu við risa skjá sem var tengdur við tölvu. Matt sagði hugsi:”Er of seint að koma í veg fyrir þetta?” Henry Willson var á fullu að reyna að sjá hvað mikið af upplýsingum hefur verið náð úr gagnagrunninum.” Frank sagði: “Ég er hræddur um……” Walker tók við ákafur: “Þessar upplýsingar sem við erum hræddir um að einhver hefur komist yfir gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér, þetta eru menn sem ekki aðeins vilja okkur mein, heldur….” Henry Willson sagði:”Þetta er verra en við gerum okkur grein fyrir.” Kona að nafni Sarah kom upp og sagði: “Frank get ég fengið að ræða við þig í einrúmi.” Og hélt á litlum tölvukubb í hendinni. Frank kom að henni:”Getur þetta beðið, við erum…………” Sarah sagði ákveðin:”Ég náði að rekja staðinn sem tölvan var notuð til að komast í kerfið, á þessum tölvukubb.” Og gekk að skrifstofu þar sem tölva var og setti tölvukubbinn í tölvuna, og ýtti á Enter á lyklaborðinu, á skjánum kom upp staðsetningin á tölvunni. Frank sagði:”Vel gert, færðu þessar upplýsingar í allar tölvurnar, ég sendi Matt og lið þangað.”
Matt sá á stóraskjánum hvar tölvan sem var notuð var staðsett. Hann husaði með sér að hann þyrfti að fá að minnstakosti tvo tölvusérfræðinga með sér. Matt sagði:”Er Tom kominn?” Frank svaraði: “Tom er fyrir utan í þyrlu, verið allir komnir þangað innan við 10mín!” Matt dreif sig, tók upp farsíma og hringdi: “Tom við erum á leiðinni vertu með menn með þér, ég hitti þig þar eftir 7 mín!” Og skellti á. Tveir tölvusérfræðingar að nafni Trevor og Andy fóru með Matt, þeir voru allir vopnaðir. Þeir fóru á Hummernum hjá Matt, Trevor var með mjög háþróða lófatölvu með sér.
Tom og menn hans voru komnir á staðinn þar sem tölvan var notuð. Þetta var stórt yfirgefið vöruhús. Tom hringdi í Matt:”Þetta er yfirgefið vöruhús, við leggjum til atlögu!” Matt sagði ákveðinn: “Ég kem eftir 2 mín ekki fara inn án mín!” Tom svaraði: ”Þetta virðist hættulaust, strákar við förum inn!” Og skellti á. Tom opnaði hurðina á vöruhúsinu og hélt á Magnum 22, skammbyssu með báðum höndum.
Matt var kominn fyrir utan og sagði: “Helvítið hefur farið inn, komið!” Dreif sig úr bílnum án þess að loka hurðinni, hljóp bak við vöruhúsið til að komast aðra leið inn. Þar baka til stóðu tveir vopnaðir menn, þeir voru greinilega að útlenskum toga, dökkir yfirlit. Matt stóð við hornið hinumegin og snéri baki við vegginn, hann stökk framfyrir hornið og skaut í fótinn á einum verðinum, þeir báðir voru vopnaðir AK47 rifflum, þeir byrjuðu báðir að skjóta í áttina að Matt en hann náði strax að skjóta í hendina á báðum þeirra svo þeir misstu byssurnar. Matt hljóp að þeim, þeir voru allir meiddir og töluðu útlensku, þeir voru báðir að bija um miskunn, annar þeirra tók allt í einu litla skammbyssu og ætlaði að skjóta þegar Matt skaut hann í hausinn svo að blóðið slettist á vegginn á vöruhúsinu, og skaut hinn í magann og þeir báðir dóu. Matt fór að dyrunum sem þeir vöktuðu, hann hringdi í tölvufræðinganna um að koma baka til. Það var mjög langt síðan þeir höfðu verið í skotbardaga svo þeir reyndu að forðast slíkt.
Tom og menn hans voru komnir langt inn í vöruhúsið án þess að vera var við neitt. Þeir fóru upp stiga og þar byrjuðu þeir að heyra einhverja tala. Þetta voru greinilega menn af útlenskum ættum hugsuðu þeir. Einn af þeim sáu menn Toms og fékk maðurinn skot í öxlina, þeir beygðu sig allir, Tom sagði lágt:”Einhver einn að hjálpa særða hinir koma með mér, þeir heyrðu einhvern vera að koma, allir tilbúnir að skjóta, þeir hlupu að herberginu sem þeir voru í og Tom skaut í lærið á einum, þá komu fleiri, þetta varð að stórum skotbardaga.
Matt var við hurðina, hann heyrði einhverja vera að tala inni, hann heyrði einhverja tala í talstöð og síðan skothvell í talstöðinni, þetta var greinilega Tom hugsaði Matt. Tölvufræðingarnir voru komnir við Matt, Matt tók eitt skref inn og þar stóð maður með riffil í fanginu, hann skaut hann beint í hausinn. Hann bjóst við að fleiri myndu koma en enginn kom. Þeir fóru allir inn.
Tom og menn hans náðu að drepa alla sem þeir sáu og Tom hringdi í Matt:”Sérðu tölvuna?” Matt svarar, við erum hjá henni, Trevor er að vinna í henni.” Trevor gekk að tölvunni, ýtti á Enter á tölvunni þar birtist mynd af Jörðinni og stóð fyrir neðan Jörðina timi, 47tímar, 12mín og 34sek og taldi niður. Ekki skildu þeir strax hvað þetta þýddi. Trevor tók upp lófatölvuna, hann náði strax sambandi við hina tölvuna, hann sendi Söruh þessa mynd þar sem hún var við tölvuna sína. Tom og menn hans komu hina leiðina að tölvunni, Tom kom að hurð sem leiddi þar sem Matt og tölvan var, hann tók í hurðina og þá byrtist á skjánum í tölvunni stórt tímaglas, Matt öskraði: “Tomm, ekki hreyfa þig!” Andy opnaði kassann á tölvunni og þar blasti við sprengja, Tom hafði sett sprengjuna í gang með því að opna hurðina. Matt öskraði: “Ekki sleppa hurðinni, þetta er sprengja!” tímaglasið var að verða hálft, rann óðum úr því. Matt hringdi strax í Frank og sagði: “Við þurfum sprengjusérsveitina……………..