Ég sat inn í kviðdómsherberginu með hinum 10 kviðdómnendunum. Við vorum ósammála hvort hann væri sekur eða sakluas. Það sögðu 5 að hann væri sekur 4 saklaus og 2 ekki vissir eða 45% að hann væri sekur, 36% saklus og 18% ekki vissir. Við báðum um að sjá hvar morðið var framið. Ég ætlaði að skrifa allt niður hvað ég mundi sjá um hvort hann væri saklaus eða sekur. Þegar við komum var allt dimt og sólin náði ekki að brjóta sér leið í gegnum rúðuna. Þá áttaði ég mig á því að það var búið að dekkja rúðunar og þess vegna sá enginn inn þegar morðið var framið þótt það var framið um hábjartan dag. Ég tók líka eftir að allar ljósaperunar í húsinu voru brotnar. Það hlýtur að vera ástæðan af hverju það fundust svona mörg skot á vettfanginum.
Það var verið að sækja mann fórnalambsins til saka. Hann sagði að hann var í vinnunni þegar morðið var framið en vinnuveitandi hans segir að hann hafi farið veikur heim. Ég trúði ekki að hann hafði drepið hana en ég vissi að hann væri að fela einhvað annað.
Þegar það var verið að yfirheyra pabba hans var spurt hvar hann var þegar morðið var framið sagði hann að hann var heima hjá sér. Þá var hann spurður hvort einhver gæti staðfest það og hann svaraði neitandi. Bróðir ákærða var einnig yfirheyrður. Hann var einnig spurður hvar hann var þegar morðið var framið, hann sagði að hann var heima hjá sér. Hann sagði að enginn gæti staðfest og að hann sagði einnig að hann hafði verið veikur þann dag.
Þegar ákærði var yfirheyrður var hann spurður hvar hann var þegar morðið var framið, hann sagði að hann var rétt fyrir utan borgina að kaupa marijúana til að róa tauganar. Hann var spurður til hvers hann þurfti að róa tauganar. Hann svaraði að hann hafði misst móður sína nýlega og það var talið að hún hefði verið drepin af konuni hans Það var verið að rétta yfir konunni hans vegna morðs á móður hans þegar hún dó.
Þegar rannsóknarmenn voru að skoða vettfanginn, fundu þeir fingrafar af morðvopninu. Þeir leituðu af því í gagnagrunninumen það fannst ekkert. Þeir tóku fingrafar af hinum ákærða en það passaði ekki. Þeir tóku fingrafar af pabba hans og það passaði. Þeir yfirheyrðu hann fyrir rétt. Þá spurðu þeir hann af hverju það fannst fingrafar hans á morðvopninu. Hann svaraði spurningunni ekki eins og ég hélt að hann mundi svara. Hann sagði af því að ég drap hana. Ég drap hana vegna þess að hún drap konuna mín. Það réttlætir ekki að þú megir drepa hana sagði verjandinn. Víst sagði faðir hins ákærða ég má það ef hún vara að fara að komast upp með að drepa konuna mína af hverju má ég ekki drepa hana? Vegna þess ef allir mundu hugsa eins og þú þá væru allir að drepa alla. Þannig að dómarinn sendi okkur inn í kviðdóms herbergið til að hugsa mál okkar.
Það vildu allir dæma hann saklausan en ég var á öðru máli. Mér grunaði að faðirinn var að hylma yfir morði sonar síns. Ég reyndi að segja öllum að hann var að hylma yfir morði sonar síns. Það sást á honum að hann varð spenntari og hann byrjaði að svitna meira. Sonur hans er morðinginn. Biðjum dómarann að setja föðurinn í lygamælispróf og biðjum líka um í prófinu að ég fái að yfirheyrann.
Ég spurði Faðirnn hvort hann drap hana. Hann sagði já, það koma að hann laug. Ég spurði hvort sonur hans hafði drepið hana hann sagði nei. Það kom út að hann laug. Ég spurði að lokum hvort sonur hans sem var verið að ákæra hvort hann hafði gert þetta hann brast í grát og sagði já. Það kom út á lygmæliprófinu að hann sagði satt. Sá ákærði drap konu sína líklega vegna þess að hún drap mömmu hans. Ég spurði hann afhverju hann var að hylma yfir morði sonar síns. Hann sagði að hann ætti mikla framtíð fyrir höndum síns en hann ætti aðeins nokkur ár eftir.
Við dæmdum sakborgarann sekan og hann fék dauðadóm. Næsta dag kom í blaðinu að faðir hans hafði drepið sjálfan sig með því að hengja sjálfan sig.
"An eye for an eye makes the whole world blind." - Ghandi