Saga sem er búin að vera í vinslu hjá mér í smá tíma, ég var bara að klára hana og ég vona að ykkur líki hún :)


Allt frá 12 ára aldri hafði mig dreymt um að verða Landgönguliði í bandarískalandgönguliðinu. Ég er fæddur í Texas og er því hermaður í blóðinu. Afi hafði verið í WW2, pabbi hafði verið í Vietnam og N-Kóreu, eldri bróðir minn var í Persaflóastríðinu og mamma hafði verið í launadeild hersins, svo þetta var mér meðfætt. Mamma hætti þegar ég fæddist, því hún vildi geta hugsað um mig. Um leið og ég var 18 ára gekk ég til liðs við Landgönguliðana. Ég lauk 13 viknaþjálfunninni og útskrifaðist sem Sargent. Ég var bestur á mínu sviði. Ég var með framúrskarandi líkamlegt og andlegt úthald, ég var frábær skytta og vann mjög vel undir álagi, ég var með mjög sjálfstæð vinnu brögð og frammúr skarandi hæfi í að leysa vandamál. Um leið og grunnþjálfun var lokið ákvað ég að taka fyrir höndum að verða leyniskitta. Ég fór í leyniskittu skólann og útskrifaðist þaðan með topp einkanir. Þegar þeirri þjálfun var lokið var ég sendur til Sómalíu. Þar var ég bæði að vinna við leyniskittu störf jafnt og venjulegt eftirlit. Mín hersveit var rétt fyrir utan Mogadishu. Ein vika stendur þó mér hæst í minni eftir allan -þann tíma sem ég var þar. Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær. Þetta var 3.-8. Janúar 1993. Hersveitin mín var að fara í eftirlit þegar kallið kom frá annari eftirlitssveit. Þau skilaboð komu til stöðvarinnar að það hefði verið skotið á þá og 2 menn væru fallnir. Við vorum látnir fara strax af stað, eða 2klst. á undan áætlun. Við gerðum okkur klára og drifum okkur uppí Hummveeana. Við ókum suður í átt að Mog. Þegar þangað var komið fórum við beinustu leið að átakasvæðinu. Við afmörkuðum strax svæði með því að búa til hring úr bílunum, þar inni skíldum við okkur meðan við skiptumst á skotum við heimamenn. Við biðum eftir sjúkraflugi og meiri liðsauka. Ég kom mér fyrir í þægilegri stöðu og nokkuð öruggri. Ég faldi mig udnir einum Hummvvenum með M14 riffilin minn og tók niður öll skotmörk með einu skoti, ég misti ekki af einum einasta manni sem ég miðaði á, þeir féllu allir eins og lauf á haustin. Þetta var geðveik tilfinning, ég vissi að ég væri að gera gang í að hjálpa félögum mínum í að halda lífi og gefa okkur lengir tíma til að synna þeim særðu. Þegar við vorum búnir að vera að berjast í svona um það bil 30mín heyrum við hvar lítil þyrla kemur. Þetta var lítil þyrla með helling af 75mm sprengjum, Minigun og fleiru gotteríri. En, þeir gátu lítið gert þar sem að ekki var orðið nógu dimt til að nota infared sprengjurnar. Svo þyrlan var send til baka en í staðin kom ein Black Hawk þyrla sem hjálpaði okkur úr lofti með M60 handstjórnuðu byssunum. Sómalarnir féllu hver á fætur öðrum. Við vorum vissir um að héðan í frá yrði þetta ekkert mál. En, áður en langt um leið voru skotin búin í þyrlunni enda var ekkert sparað þar. Ég var eina leyniskittan í hóppnum, svo ég fékk með mér 2 sjálfboðaliða til að fylgja mér í byggingu sem var rétt hjá okkur, svo ég gæti fengið betra útsýni yfir svæðið og gæti sigtað út fleiri Sómala. Þegar þessir tveir voru komnir bað ég um “covering fire”. Svo hélt ég inn í bygginguna með félögum mínum 2 sem buðust til að koma með. Þegar inn var komið sendi ég þá á undan til að hreinsa bygginguna, þetta var 4 hæða bygging, svo við þurftum að hreina allar hæðir til að ég gæti hafið störf. Sem betur fer voru ekki margir Sómalar í þessari byggingu, en þeir voru samt nokkrir. Þegar byggingin var orðin tóm, kom ég mér vel fyrir á 4. hæð, með gott útsýni yfir allt svæðið. Ég leitaði sérstaklega mikið af gaurum sem voru með RPG, mortar og annars skonar sprengi búnað sem hægt var að nota af smá færi. Strax á fyrstu 30sek. var ég búinn að skjóta um 10 gaura með RPG og um 3 mortar pör. En, inn á milli var ég líka að skjóta gaura sem voru með AK47 og aðra sem stafaði einhver ógn af.
Við vorum búnir að vera að verjast Sómölunum í góðar 4klst. þegar loksins var orðið myrkur. Við kölluðum aftur til höfðustöðvanna og báðum um litlu þyrluna aftur, en bara fleiri í þetta sktipið. Núna komu þær 5 saman og urðum við að koma infared sprengjum uppá húsþök og á fleir staði þar sem Sómala var að finna. Ég gerði mitt besta til að henda af 4.hæð á að aðrar byggingar sem voru nálægt mér og þar sem var mikið af Sómölum. Þegar allar sprengjurnar voru komnar á sinn stað þurfti ég að koma mér niður ásamt mínu fylgdar liði. Við vorum komnir niður á 2. hæð þegar við heyrum mikla skothvelli inní húsinu, við leytum skjóls inni í hurðargáttum og fórum framar hægt og rólega. Allt í einu heyrum við hvar það er skotið c.a. 7-9 skotum af AK47 á bak við okkur, annar mannanna sem komu með mér upp verður fyrir skotunum og þar af fara 2 í hausin á honum, hann fellur niður dauður, við snúm okkur báðir við og reynum að skjóta gaurinn, en það er enginn þar. Svo við byrjum að draga dauða félaga okkar í átt að útidyrunum, en við áttum ennþá eina hæð eftir og þar voru greinilega einhverrjir inni í húsinu, og það voru ekki okkar menn. Svo við komum okkur að stiganum með þann látna.
Alltaf finst okkur einhver vera fyrir aftan okkur og við heyrum stöðugt skothljóð koma að okkur og skotin lenda rétthjá okkur, en þegar við snúum okkur við er engin þar. Svo rétt áður en við komum að stiganum, þá er aftur skotið að okkur, ég sendi félaga minn til að athuga þetta, og er sjálfu með hann varinn. Hann gegnur aftur inn ganginn, kíkir í öll herbergi, alla ganga og lítur upp stigann uppá 3.hæð, en það er engann að finna, við heyrum aldrei nein fótatök, ekkert.
Við heyrum aldrei neina viðvörun áður en skotin koma. Það var greinilegt að sá sem var að þessu hafði fengið mjög góða herþjálfun einhverstaðar og var pottþétt ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Við komum látna félaga okkar niður á fyrstu hæð og um leið og við erum komnir niður síðuasta þrepið er hinn félagi minn skotinn, eitt skot, beint í höfuðið. Ástæðan fyrir því að ég var ekki skotinn þar tel ég vera að ég var í hálfgerðu skjóli við vegg. En um leið og ég heyri skotið lít ég til baka, en sé engan. Svo ég ákveð að læðast upp töppurnar, tek M4A1 byssuna af félaga mínum og labba hægt og rólega upp stigann. Ég er orðinn virkilega stressaður og helt þéttings fast um gikkinn og ekki þurfti annað en að ég kippist eitthvað til, þá hefði ég skotið. Ég labba inn ganginn, lít inn í öll herbergi, kíki allstaðar, en hvergi eru merki um þennan assassin.
Svo, ég bakka hægt og rólega til baka, er alltaf að snúa mér í hringi og er alveg að fara á taugum. Ég heyri hvar þyrlurnar eru rétt ókomnar og þá man ég eftir infared sprengjunni sem ég skildi eftir í glugganum uppi á 4.hæð, svo núna er ég farinn að panika og hugsa með sjálfum mér “er þetta endirinn, er þetta það eina sem ég hef um að velja; vera drepinn af manni sem ég veit ekki einu sinni hvar er, eða vera drepinn af 75mm sprengju frá mínum eginn mönnum”. Ég reyni að fara hraðar, en ég bara get ekki hreyfit mig hraðar en ég gerði sökum ótta. Af og til heyrir ég í þessari vofu sem hafði drepið félaga mína, en ég sé hann aldrei, það var eins og hann væri að leika sér að mér og honum var svo sannarlega að takast það. Ég var bókstaflega að fríka út, þetta var eitthvað sem þeir kendu mér ekki í herskólanum. Til að bæta gráu ofan á svart, þá voru þyrlurnar núna komnar og ég alveg búinn að missa það. Ég hleyp í átt að útidyrahurðinni, sný mér alltaf reglulega í hringi. Þegar ég loksins kem að ganginum þar sem útidyrahurðin er, þá sé ég hvar einhverju svörtu, líkt og skugga bregður fyrir á milli hurða á ganginum. Ég hugsa með mér að þetta sé þessi vofa og ákveð að leyfa þyrlunum að kála honum. Ég fer beint að útdyra hurðinni, lít til baka í eitt augnarblik, þegar ég lít aftur framá við stendu maður fyrir framan mig, svart klæddur, með grímu fyrir andlitinu og rauð augu. Mér krossbregður og ég dett aftur fyrir mig, ég blikka augunum og hann er horfinn. Ég hef varla kjark í að standa upp, en harka það af mér og treð mér út um útidyrnar með látum, þyrlurnar eru byrjaðar að sprengja og skjóta, svo ég kem mér vel fyrir aftur undir einum bílnum. Ég er stöðugt að líta í kringum mig, ég lít til vinstir, síðan til hægri og þegar ég lít til hægri öskra ég, þetta er lík annars félaga míns sem var skotinn. Mér bregður svo mikið og átta mig á því að þessi vofa er að fylgjast með mér og veit nákvæmlega hvar ég er. Núna er ég alveg farinn á taugum og þökk sé félögum mínum að ég hafi ekki hlaupið undan bílnum og beint inní skotlínu þyrlanna eða Sómalanna. Ég barðist og barðist, en sama hvað ég gerði, þeir héldu mér undir bílnum. Svo loks þegar þyrlunar fara er allt orðið rólegt aftur. Allt, nema ég, ég er svo fölur í andlitinu sökum hræðslu að félagar mínir héldu að ég væri kominn með hitasótt eða einhvern fjandann álíka. Ég gat ekki hugsað mér að hreyfa mig. Ég var bókstaflega frosinn af ótta við vofuna. Daginn eftir þá förum við í eftirlits ferð á sama stað til að kanna hvort ekki sé allt með fledu þar ennþá, eftir gærdaginn. Jú, allt er í lagi, ég lít að byggingunni þar sem ég hafði verið að skjóta úr, og þar sé ég hann aftur, þar stendur vofan í glugganum sem ég hafði verið í, horfir beint á mig og lyftir hendinni. Aftur, þá frýs ég úr hræðslu, en get ekki litið undan, ég sé hvar hann lyftir hendinni og í hendinni er höfuðið af hinum félaga mínum sem hann hafði drepið í gær. Ég loka glugganum mínum og horfi beint áfram, alveg stjarfur af hræslu. Núna var það greinilegt að þessi vofa vidli eitthvað með mig hafa.
Ég spurði sjálfan mig “hvað vill hann mér, hann hefði getað drepið mig í gær, afhverju gerði han það ekki” ég meina, ég var minna en 5cm frá honum í gær, lamaður af ótta, hann hefði léttilega getað stútað mér á staðnum, en hann gerði það ekki, afhverju?
Ég segir bílstjóranum að koma sér burt héðan eins og skot, en það sem þetta var átakavæði getum við ekki farið, það þarf að rannsaka átökin í gær svo við erum fastir hérna næstu klukkutímana. Það fer alveg með mig að vita af þessari veru sem er að fylgjast með hverju sem ég geri. Ég lít af og til uppí gluggann sem hann var í og alltaf er hann þarna með hausinn á félaga mínum en alltaf þegar ég ætla að sýna einhverjum þetta þá er veran ekki þarna. Þar sem yfirmenn eru á svæðinu má ég ekki skjóta nema að það sé skotið á okkur og ef ég skýt, þá verð ég dreginn fyrir herrétt fyrir að stofna yfirmönnum í óþarfa hættu og það er alveg nokkra ára fangelsi ásamt sektum og því að ég missi starfið.
Svo ég reyni að halda ró minni. Þegar við erum á förum þarf ég að pissa, ég bið félaga mína að koma méð mér eða allavega hafa auga með mér. Ég fer ekki langt, en ég fer uppað einhverju húsi þarna við hliðina á bílunum og létti af mér. Ég stend við hliðina á glugga og heyrir veikt væl koma að innan, þar sem ég er frekar forvitinn, þá ákveð ég að kíkja inn til að sjá hvað þetta væri. Um leið og ég lít innum gluggan birtist þessi vera með þessa grímu. Ég frí aftur upp af hræðslu og sé að hann bendi á mig, segir eitthvað á hebresku og labbar svo inn í mirkrið og hverfur. Ég hleyp í átt að bílunum og segi að það séu óvitnveittir menn inní húsinu þarna. Ég bið um að það verði sent inn hreysunarlið. Það er smalað saman í hreynsunarlið af Rancers og þeir fara inn, koma út eftir 30mín. og segja að húsið sé mannlaust. Ég fæ helling af skömmum yfir mig. Þegar við erum á leið út í herbúiðr aftur, fynst mér eins og við séum eltir af einhverjum. Ég segi ekki neitt, en er frekar órónlegur og tens því að sjálfsögðu held ég að þetta sé þessi vofa því enginn annar hefur þetta á tilfinningunni nema ég.
Nóttin kemur og ég get ekki sofnað af hræðslu. Þar sem ég er kristinn maður og trúi á líf eftir dauðann er þetta mér mjög erfitt. Alltaf þegar ég reyni að sofna, þá sé ég þessa vofu svo ég opna augun strax eftir það. Á endanum sofna ég samt úr þreytu því ég gat ekki haldið mér vakandi legnur, alla nóttina dreymir mig þessa vofu og í draumnum er hún búin að ná mér og heldur mér inni í einhveru dökku herbergi, það eina sem ég sé eru rauðu augun í henni og hún er aldrei á sama stað, hún er alltaf á hreyfingu og labbar eða svífur í hringi um mig. Ég vakna morgunin eftir í svitabaði. Ég veit ekkert hvernig ég á að haga mér því ég svitna endalaust, ég prófa að fara í kalda sturtu, en um leið og ég er búinn að þurka mér er ég orðinn rennandi balutur aftur. Áður en langt um líður er vökvatapið svo mikið að ég þarf að hafa vatnsflösku hjá mér og þarf að drekka reglulega, svona líður dagurinn en ekkert sé ég vofuna, ég finn fyrir henni fylgjast með mér, en aldrei sé ég hana. Við fórum ekki á neitt eftirlit þennana daginn enda var þvotta dagur hjá okkur þennan daginn. Næsta nótt er eins, mig dreymir sama draum. Daginn eftir förum við á eftirlit, núna í hinum enda borgarinnar. Við stoppum á markaðnum til að fá okkur eitthvað að drekka og borða. Alltaf finn ég fyrir einhverjum sem er að fylgjast með mér.
Ég sé konu með litla barnið sitt setjast við hliðina á okkur á veitingastaðnum og hugsa ekkert meira um það. Við klárum að borða og erum að fara þegar krakkinn öskrar allt í einu, ég lít á krakkann svo lít ég til vinstri, þarna er hann, þarna er þessi vera sem er búin að vera að ásækja mig síðustu 2 daga. Félagar mínir sjá hana líka og allt fólkið sem er þarna. Sómalarnir byrja að hlaupa, félagar mínir draga upp vopnin, en ég er frosinn, ég get hvorki hreyft legg né lið. Veran heldur á blóðugri sveðju og með hina hendina fyrir aftan bak, hann réttir þá hendi fram hægt og rólega og í henni heldur hann ennþá á höfði félaga míns sem hann hafði drepið um daginn. Hann segir á ensku hátt og skírt “You are next”, um leið og hann sleppir þeim orðum byrja félgar mínir að skjóta, en um leið og fyrsta skotið fer úr byssunni þá hverfur hann, beint fyrir framan okkur, hann hverfur, ekki blóðdropi á jörðinni og samt fór kúlan beint í hann, beint í hjarta stað. Við fríkum út og komum okkur burt eins fljótt og hægt er. Við förum beint inná höfuðstöðvar og tölum við kapteinin, hann virðist taka þessu eins og hann hafi heyrt þetta áður, hann dregur okkur ekki í efa en hann kæfir málefnið fljótt. Það var eins og þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann fær tilkynningu um svona hlut. Við förum út af skrifstofunni hans og ræðum um hvernig við getum komið þessu máli til að athygli annara. Við reynum allt sem við getum, en enginn vill hlusta. Næstu nótt dreymir mig það sama og síðustu nætur, nema núna er veran aldrei fyrri framan mig og núna er ég í litlu herbergi, með eitt ljós í miðju herberginu, ég er undir því, bundinn í stól og veran stendur í einu horninu á herberginu, stendur bara þarna og horfir á mig. Aftur vakna ég í svitabaði og reyni að sannfæra sjálfan mig um að þetta sé bara slæmur draumur. Þann dag er ég settur í nýjan flokk og við förum á eftirlit. Núna fáum við eftirlit með ströndinni, fryðsælasta parti af Mog. við reynum að gera okkur glaðan dag með bröndurun, söngi og annari afþregingu. Þegar eftirlitið er að verað búið hef ég ekkert séð veruna í allan dag og held að hún sé bara búin að tína mér eða eitthvað, svo ég segir við strákana áhyggjulaus að ég ætlia að fara og fá mér eitt súkkulaði stykki og spyr hvort þeir vilji eitthvað. Þeir biðja um súkkulaði svo ég fer inní búiðna tek 5 súkkulaði stykki og fer að afgreðsluborðinu. Er ekkert að fylgjast með því hver er við afgreðsluborðið, heldur skelli ég bara súkkulaðinu á borðið og tegi míg í veskið mitt, þegar ég dreg upp peningin, þá horfi ég á afgreðislu manninn og sé að hann er ekki við borðið, svo ég kalla eftir honum og heyri hvar einhver kemur. Ég sé ekki hver þetta er, en ég sé að hann er með svarta hettu og í síðum svörtum slopp, hann horfir aldrei á mig meðan hann afgreiðir mig, þegar ég er að þakka fyrir lítur hann á mig. Ég stirna upp af hræðslu, þarna er veran aftur, beit fyrir aftan afgreiðslu borðið, þegar heilinn í mér nær að hugsa aðeins, þá skipar hann fótum að drulla sér áfram, en fæturnir eru ekki alveg komnir til lífs ennþá svo ég fell eftur fyrir mig og ligg þarna. Veran kemur nær mér og nær og ég get ekki hreyft mig, ég reyni að öskra, en raddböndin í mér eru lömuð. Þegar veran stendur alveg yfir mér tekur hún sveðjuna og heggur á mér hausinn.
Um leið og það gerist vakna ég og átta mig á því að þetta hafði allt verið draumur.
Þetta hafði allt verið mjög slæmur draumur, ég byrja á því að gá hvort hausinn á mér sé ekki ennþá á mér og að ég sé alveg heill.

Ég er allur heill svo ég fer út með félögunum, við förum að borða og förum síðan í körfubotla.
Stuttu síðan kemur kall frá eftirlitssveit um það að það sé verið að skjóta á þá og að 2 menn séu fallnir. Við förum á svæðið og draumurinn endurtekur sig, nema í þetta skipti er þetta enginn draumur.
Nissan Primera GX ‘97 *búið að henda*