10 ár höfðu liðið. 10 ár frá seinasta augnliti. 10 ára frá seinasta samtali. Ég leit á ljósmyndina og hugsaði til þessa dags fyrir 10 árum, þegar myndin var tekin. Við höfðum verið svo ástfangin. Á þessum tíma var það eina sem komst í huga mér að vera nálægt honum, og þegar við vorum ekki saman, var eins og himinn og jörð hefðu farist.
Við lifðum saman og ætluðum að deyja saman, en einn daginn fann ég miða á rúminu sem á stóð:
Ég get þetta ekki lengur. Ekki reyna að hafa samband. Ég elska þig, en ég hef ástæður sem ég vill helst ekki segja.
Eftir að ég hafði næstum því svelt mig til dauða, þá ákvað ég að ég ætlaði ekki að láta ástvini mína þjást. Fyrir 5 árum komst ég svo að ástæðunni fyrir því að hann fór. Hann átti dóttur.
Hann hafði ekki vitað af henni fyrr en hún var orðin tveggja ára, og móðirin dáin. Ég hélt að hann vissi að ég hefði verið til í að ala hana upp með honum, en hann fór bara.
Ég hef ekki verið með neinum síðan hann fór, og nú eru liðin akkúrat 10 ár. Já, upp á dag.
Í dag eru svo líka 15 ára endurfundir hjá grunnskólanum sem við gengum í. Ég hafði þegið boðið af þeirri einskæru þrá af því að hitta hann aftur. Nú er ég farin að efast.
Ég er stödd á endurfundum og veit ekki hvort ég eigi að þora að leita af honum. Hversu mikið gæti hann hafa breyst? Mun hann muna eftir mér?
Þessar spurningar fóru í gegnum hugann minn og skildi eftir sig sár hvar sem þær komu við.
Ég hitti marga af gömlu vinum mínum hér í dag, en ég hef ekki séð hann enn. Annað hvort kemur hann ekki, eða þá að hann er seinn. Ég vona að seinni ágiskunin sé rétt.
“Stella,”þessa rödd hefði ég þekkt þótt milljón ljósár væru á milli okkar. Þetta eina orð var fyllt af sorg og söknuði, og þegar ég snéri mér við leit ég á andlit eina mannsins sem ég hef nokkru sinni elskað.
Ég rétti út hendina, eins og til að heilsa honum, þó svo að ég vissi hversu sársaukafullt það yrði fyrir mig að koma við hann.
Hann togaði mig til sín og kyssti mig. Þetta augnablik virtist vera eilíft. Ekkert gat stíað okkur í sundur. Öll ástríðan, reiðin og söknuðurinn fylltust upp í kossinum og heimurinn virtist hafa stöðvast.
Að lokum sleit ég kossinum og hljóp út. Ég gat heyrt hann kalla: “Stella, Stella,” með rödd, fullri af sorg, en ég hélt áfram að hlaupa.
Kannski, bara kannski gæti ég tekið honum aftur. Kannski, kannski meinti þessi koss eitthvað meira en bara: ég saknaði þín.
Kannski deyjum við saman eftir allt. Hver veit?
“One is glad to be of service.”