eikarbrúnir elskhugar dansa saman á ströndinni og sandurinn telur fótspor þeirra og sjórinn stelur þeim
tvíhjól steypist í sjóinn og sölumaður því hann er þyrstur og þreyttur
- hann selur líf sitt og drekkur -
sæt stúlka með háf sem hún skellir í hafið missir rós úr hárinu og vindurinn gleypir hana og réttir ungum dreng sem felur hana bakvið eyrað
og strákurinn horfir bláum augum á stelpuna
og stelpan horfir bláum augum á strákinn
og vindurinn blæs ryki í augun sem þau losna við þegar þau eru orðin ein og sólin sem þau ekki þekkir er farin og það er dimmt

hún gengur nær honum og sjórinn fyssar í takt við andardráttinn
hann lætur sem hann heyri ekki í henni eða að minnsta kosti sjái hana ekki
þangað til
- hvar áttu heima? - spyr hann og honum er kalt og vindurinn feykir hárinu til hliðar
- á ströndinni - hún strýkur sér um hárið og brosir
- þar er kalt - muldrar hann og stelpan sest til hans á bekkinn
- áttu nokkuð aðra svona? - spyr hann og tekur skrælnaðan stöngul frá eyranu sem eitt sinn var rós
og hún lætur hann fá aðra sem hún tók úr hárinu og hann drekkur hitann úr rósinni og honum hlýnar
- ég er búin að bíða eftir þér og bíða eftir þér og bíða eftir þér - og svo andvarpar hún og faðmar hann að sér
- mamma er dáin og pabbi er ekki hér eða kannski er hann hér en ég sé hann ekki - hann hóstar og augun tóm og grá krjúpa á nefinu og eyrun eru rauð
og hún tekur í höndina á honum og saman ganga þau meðfram sjávarsíðunni
- ég flutti hingað fyrir nokkrum mánuðum eða kannski vikum ég man það ekki - en ég vil ekki vera þar svo ég kom hingað - segir hann mjóróma
- er það langt í burtu? - hún lítur inní ljósahafið og það sést glampa í augunum hennar
- húsið mitt? það er í miðbænum og það er hávaði þar og það er alltaf tónlist þar og það er fólk sem gengur þar framhjá sem talar og talar og enginn er heima nema ég - svarar hann
- ég bý í bát - hún bendir og hann sér
- ég skal fara með þig þangað - segir hún og ætlar að toga hann uppí bátinn
og hann sér konu og mann uppí bátnum
hann segir hann verði fljótt sjóveikur en stekkur samt uppá þilfarið
- eru þetta mamma og pabbi þinn?- spyr hann og verður feiminn
- já - og hún dregur hann áfram og hann dettur en það heyrist ekki
og hann gengur inn um hurðir og niður þrep
og hún á herbergi sem hann sér að er stórt
þar eru skeljar og kuðungar og steinar og allt er stórt
hann spyr hvort hann megi eiga eitthvað sem minjagrip en hún svarar ekki
eða að minnsta kosti heyrir hann það ekki því hann sofnar í sporunum
og dreymir
og hann vaknar í rúmi - einn inní herbergi - og ætlar kallar á hana
hann veit hvað hún heitir en man það ekki svo hann hrópar
- halló? -
en hann drukknar í eigin hrópum og ekkert heyrist nema bergmálið
sem svarar honum kaldri röddu
og báturinn vaggar og vaggar og hann verður sjóveikur
svo hann stekkur uppá þilfar og hallar sér niður og andlitið vísar á sjóinn og hann hrópar
- halló? -
en enginn svarar
og sólin er einmana á himninum
einmana en heit
svo hann lítur upp og hrópar en enginn svarar
og sólin nístir í húðina þar sem hann stendur einn
og hvert sem hann lítur sér hann bara öldur
og bara öldur
hljóðlátar - því þær þora ekki að segja honum að hann sé einn -