1. kafli


Það var svossem ekkert vont veður, bara svona venjuleg slydda, sem
var samt snjókoma og svo var eiginlega líka rigning, skafrenningur
og haglél. og hvasst. og ábiggilega ógeðslega hált út. Klukkan
var að nálgast átta og Birgir stóð ennþá fyrir framan spegilinn í
fínu fermingarjakkafötunm sínum. það sást í hvíta sokka (einn með
rauðri rönd og einn með grænni) og svo náðu skyrtuermarnar rúma 10
cm niður fyrir jakkaermarnar.
Birgir andvarpaði.
hvað var eiginlega málið meða stækka svona viðbjóðslega mikið?
hann hlammaði sér í rúmið og kveikti á græjunum sínum. hann hafði
nú aldeilis verið ánægður með þær á sínum tíma. einmitt á sama
tíma og hann hafði passað í fjandans jakkafötin. en núna fannst
honum það ekki lengur vera aðalatriði að hafa karókí-takka á
græjunum og rauðar perur í kringum hátalarana.
“´cause im a freak, im a weeeeeeirdo…” baulaði útvarpið á fullu
og Birgir urraði. hann átti gjörsamlega ekki að komast út úr húsi
þetta kvöldið, nema þó væri til að fremja sjálfsmorð.
hann var í einkar leiðinlegum samræðum við sjálfan sig um hvort
hann ætti að drífa sig af stað í þessum ákaflega ljótu fötum eða
vera bara heima. hann horfði lengi á miðann og velti honum fram og
til baka.
það voru ábiggilega um 3 mínútur liðnar þegar Davíð bróðir hans
ruddist inn um dyrnar.
“hvað er að sjá þig fíblið þitt? ætlaru svona á busaballið?”
Birgir snéri sér til veggjar og langaði helst til að geta prumpað á
stóra bróður sinn, sem var bæði sætur, skemmtilegur og vel gefinn,
átti flotta kærustu og var nýbúinn að kaupa sér bíl. svo var hann
kurteis, kom vel fram og orðheppinn. svo við tölum nú ekki um hvað
hann var einstaklega óbólóttur í framan og hvað nefið á honum var
einstaklega vel í samræmi við hina hluta andlitsins.
sem sagt óþolandi í einu sem öllu.
“þegiðu.” sagði Birgir lágt og reif ballmiðann í tvennt.
“djöfulsins aumingji ertu! komdu!” davíð reif hann fram úr rúminu
og dró hann út úr herberginu og inn í hans.
“úr fötunum!” Birgir horfði á Davíð í undrun og vissi ekki alfeg
hvernig hann átti að taka þessari skipun. en davíð var kominn
hálfur inn í fataskápinn sinn svo hann tók ekkert eftir því.
út kom hann með dökkblá jakkaföt á herðatré, hvíta skyrtu og grátt
bindi.
“úr þessari ljótu skyrtu líka! við erum ekki á Havai… þetta er
Reykjavík!”
Birgir gretti sig vandræðalega og fór úr skyrtunni. Davíð horfði
til skiptis á nærbuxurnar hans og í augun á honum.
“áttu ekki flottari nærbuxur en þetta?”
Birgir leit á nærbuxurnar sínar og fannst bara ekkert athugavert
við þær, kannski orðnar soldið þunnar… og það sá nú enginn gatið
sem var á hliðinni.
“jæja, það er nú ekki eins og þú sért að fara að hössla
eitthvað…” muldraði Davíð og otaði jakkafötunum að honum.
“Drullaðu þér í þetta örverpafíbl, ég er farin fram að fá mér kók.
það er eins gott að þú lítir út eins og venjuleg manneskja þegar ég
kem til baka.” Davíð benti á hann með vísifingri og snaraðist út
úr herberginu. Birgir klæddi sig í og stóð fyrir framan spegilinn
þegar Davíð kom aftur inn. Ótrúlegt en satt þá leit hann bara vel
út, jakkafötin voru vel sniðin og skyrtan var… jah…. hvít.
“Hérna, fáðu þér kók.” Davíð rétti honum glas og Birgir fékk sér
stóran sopa, enda orðinn þyrstur af öllu þessu fataveseni.
hann var næstum búin að frussa því út úr sér, en ásakandi augnaráð
Davíðs varð til þess að hann tók á sínum stóra og kyngdi.
“OJ! hvað er þetta?” Davíð glotti.
"Ekki
“Enginn veit til angurs fyrr en reynir”