Geysill var fyrsti márinn sem Þófnir tók í þjónustu sína og gaf honum einstakt afl og völd. Það var með márunum sem þeir stjórnuðu mönnum. Márarnir litu út eins og svört þoka, það eina sem varaði við komu þeirra var kuldinn sem fylgdi þeim og svo bláu augun, en mári þýðir “bláeygður skuggi” á fornri tungu Nabfre. Það sem gerði mára svo hræðilega var að þeir tóku yfir líkama og gátu ekki verið drepnir, nema með sólarljósi og sólin kæmi ekki upp næstu fjóra tíma.
En nú var búið að vekja flesta hermenn í kastalanum að skipunum Þorgríms og Kerjúlfs seiðkarls og voru þeir tveir búnir að koma sér fyrir á kastala veggnum og það var skrítið, miðað við ástandið sem var að skapast, en þeir brostu. Þeir brostu. Allt í kring voru hermenn sem skulfu af ótta en þeir brostu. Ég leit einu sinni enn yfir dalinn, þennan fagra dal sem móðir mín hafði alið mig frá blautu barnsbeini og leit svo á márana, en það var eitthvað sem ég áttaði mig ekki á. Márarnir voru eitthvað öðruvísi….
Endir annars hlut.
Endilega komið með gagnrýni eða athugasemd, vona að ykkur líki þetta.
Coming soon: Þorgríms saga Þófnisbani og 3. hluti Þegar myrkrið sigraði.
"Eastman! He came from the east to do battle with the amazing