Helena er saga sem ég og vinkona erum að skrifa.
Aðalpersóna sögunnar heitir að sjálfsögðu Helena, en ég verð að vara ykkur við því að hún er með nornaaugu:

Nornaaugu- Reið..Rauðbrún Leið..Ljósbrún (hvolpaaugu) Einmana..Vatnsblá Mjög glöð..Skærblá Er hrifin af einhverju..Marglituð
Venjuleg..Gulgræn


Þjónustustúlkan leit upp frá verki sínu þegar bankað var á dyrnar.
,,Friðrika mín! Opnaðu nú dyrnar!” kallaði Áróra, svarthærða húsfreyjan á heimilinu.
Friðrika stóð á fætur, lagaði kjólinn sinn og gekk til dyra.
,,Er Áróra við?” sagði skuggalegur maður með hatt og í brúnum, slitnum frakka.
Hann hélt utan um fátæklega konu, með eldrautt hár og leit út fyrir að vera komin á steypirinn.
Friðrika hikaði. Hún var ekki viss um að húsfreyjan yrði ánægð ef hún hleypti þeim inn.
En þegar hún leit í augu mannsins, sem voru svo biðjandi og góðleg sneri hún sér við.
Henni brá í brún þegar húsfreyjan stóð fyrir framan hana.
,,Ætlarðu ekki að hleypa vesalings fólkinu inn, Friðrika?” spurði Áróra og brosti.
,,Ellisif, elskan! Gaman að sjá þig. Og ég sé að þú hefur tekið Hálfdán og litlu telpuna með þér! Komið inn!”
Ellisif Lísandra brosti veiklulega og studdi sig við manninn sinn þegar þau gengu inn um dyrnar.
Hún flýtti sér að setjast í nálægasta stólinn.
Áróra tók eftir því hvað frænka hennar var illa á sig komin og skipaði Friðriku að gera rúmið tilbúið.
Á miðnætti 13.treisér 1666 í Ricther í Kalíu á plánetunni Norvo fæddist lítið ljóshært stúlkubarn í litlu býli við Lindarskóg.
Hún átti eftir að breyta lífi margra.

,,Helena! Komdu hingað á stundinni!”
Hin níu ára gamla Helena andvarpaði og strauk gult hárið frá andlitinu.
,,Ég er að koma, Úrsúla.” sagði Helena hátt.
Hún gekk með þvottinn til Úrsúlu, forstöðukonunnar á munaðarleysingjahælinu.
Úrsúla var leiðinleg, ljót og illgjörn. Hárið hennar var slétt og vel greitt, en illa klippt og skítugt.
Hún var sú versta af öllum konum sem Helena þekkti.
Úrsúla sló Helenu fast utan undir og hvæsti:
,,Ekki þúa mig, eins og við séum jafningjar, litla nornin þín!”
Helena hvessti rauðbrúnum augunum til Úrsúlu og gekk svo í burtu með þvottinn.

,,Var Hátignin að refsa þér aftur?”
Helena sneri sér við og sá vin sinn, Tómas, þar sem hann sat upp á borði.
,,Já. Ég þoli þetta ekki!” sagði hún reið og skellti þvottinum í gólfið!
,,Uss! Ekki láta hana heyra í þér! Þá verðurðu send í kjallarann.” hvíslaði Tómas.
Helena kinkaði kolli.
Kjallarinn var versta refsingin. Það var pínulítil geymsla með einum litlum glugga efst í horninu, svo lítinn og svo hátt uppi að enginn komst í gegnum hann. Auk þess var ekkert þar inni, svo að maður þurfti að sofa á gólfinu þann tíma sem maður var þar, sem var yfirleitt frekar langur.
Lúsí, sem hafði falið sig í stiganum, flissaði lágt og hljóp upp stigann.
Lúsí var elst í barnahópnum á hælinu. Hún var ljóshærð og bláeygð, og algjör smjaðrari, enda fékk hún alltaf meira en aðrir. Hún var í uppáhaldi hjá Úrsúlu og hinum konunum.
,,Medea! Helena var að kvarta, og henti þvottinum í gólfið! Svo var Tómas að hæðast að frú Úrsúlu!” sagði Lúsí æst en hló innra með sér.
,,Segðu frú Úrsúlu að senda ófétin í kjallarann!” sagði Medea.
Lúsí kinkaði kolli og labbaði sigrihrósandi niður til Úrsúlu.

Helena settist niður og andvarpaði.
,,Ég þoli ekki Lúsí’’ sagði Tómas.
,,Ekki ég heldur.” sagði Helena og byrjaði að flétta hárið, sem straukst við gólfið.
,,Svo fær hún allt sem hún vill!” hélt Tómas áfram, en Helena greip fram í fyrir honum:
,,Ég veit! Strjúkum í nótt! Út um gluggann!”
Tómas hristi hausinn.
,,Ef þú hefur ekki tekið eftir því, þá er ég of stór fyrir gluggann!”
Helena flissaði.
,,Ert þú að segja að ég sé risi?”
,,Emm… nei.” svaraði Tómas og roðnaði.
Helena stóð upp og glotti. Það sást greinilega að hún var stærri.
,,En þú hefur rétt fyrir þér, við erum of stór fyrir gluggann.”
Tómas settist niður og reyndi að fela það að garnirnar gauluðu.
,,Ertu svangur?” spurði Helena og tók brauð úr vasanum.
,,Hvar fékkstu þetta!?” spurði Tómas hissa og tók við brauðinu.
,,Það sem þú veist ekki kemur þér ekki við.” sagði hún glottandi og beit í sinn hluta brauðsins.
,,Gerðu það." bað Tómas.
Helena hristi hausinn.
Nokkrum spurningum síðar gafst Tómas upp, enda var vinkonu hans ekki haggað.
Helena geispaði og settist niður.
,,Góða nótt, ég er þreytt og farin að sofa.”
Hún lagðist niður og reyndi að halda gulgrænum augunum opnum á meðan hún kom sér fyrir.
Ekki leið þó á löngu þar til hún sofnaði.

Vona að ykkur líki sagan:D
Nothing will come from nothing, you know what they say!