Réttlæti.
Vegurinn ætlaði aldrei að enda. Hann hélt bara endalaust áfram, upp hæðir og niður dali. Í gegnum skóga og á milli fjalla, en við gengum alltaf áfram. Allt sem sagt gat verið var búið að segja og enginn sagði neitt, þögninn átti sér góðan stað á milli okkar. Einu hljóðin sem heyrðust voru þegar axirnar og sverðin dingluðu utan í brynjur okkar. En áfram gengum við.
Fjórir menn í leit að réttlæti.
Þeir sem fremja glæpi gagnvart fjölskyldum okkar fá það greitt til baka og ekkert stöðvar okkur í leit okkar að þeim mönnunum sem að voga sér að gera eitthvað slíkt.
Alfreid vinur minn frá barnsaldri gekk fyrstur, hann var sterklega byggður, ljóst hár hans náði niður á axlir og blá augun nístu af kulda og hatri. Næstur kom Gundlei einnig vinur minn til margra ára, ekki ýkja hávaxinn en kunni að beyta sverði betur enn nokkur annar. Hann var grannur og ljóst hár hans var stuttklipt. Hann bar sverð bróðurs síns með stolti. Aftastur var síðan Borgal hinn mikli. Risavaxinn á alla vegu, rauðhærður og brúneygður. Tröllaukin exi hans satt fast í slíðri sínu á baki hans. Hjarta hans gegnumsýrt af hatri og reiði gagnvart þeim öflum sem vorum á eftir. Loks kom ég aftastur. Nafn mitt er Ogles og ég er sonur Olgus bogamanns. Ég er svarthærður og augu mín eru einnig svört. Ég ber boga og örvamæli föður míns sem er nú látinn.
Allir eigum við það sameiginlegt að vera útlagar, bannaðir að stíga fæti inn á land okkar sem við verjum nú í dag. En til hvers að verja morðingja skyldmenna eða maka okkar.
Á meðal fólksins í landi okkar búa myrk öfl sem eiga ekkert annað skilið en að rotna á stað verri en helvíti. Þessi myrku öfl myrtu föður minn, eiginkonu Borgals, bróðir Gundleis og systur Alfreid. En þessi myrku öfl eru ekki þekkt af neinum öðrum en okkur og þau hafa þjóð okkar í heljargreipum lygarinnar og enginn sér það sem er á seiði.
Við komumst hinsvegar að sumu sem við áttum ekki að vita. Þessi öfl myrtu þá fjölskyldumeðlimi í okkar fjölskyldum og komu sökinni á okkur.
Við erum hataðir af öllum í landi okkar og fjölskyldur okkar telja okkur seka.
Svo við göngum áfram í leit að réttlæti en það er ekki auðfundið en við sórum eið um það við munum ekki hvílast fyrr en nafn okkar er hreinsað og blóð þeira sem bera sök á ógæfu okkar hylur egg vopna okkar.