Keyptirðu banana? spyr ég hana um leið og hún kemur inn.
Bananar klukkan 11 fyrir miðnætti! Í hvaða heimi heldurðu eiginlega að við búum, fussar hún.
Ég sný mér við á skrifborðsstólnum og lít á hana. Skælbrosandi heldur hún á knippi af banönum.
Auðvitað keypti ég banana. Ég fór í 10/11 um miðja nótt og keypti banana! Pældu í því.
Ég hef ekki geð í mér að spegla brosið heldur hrifsa til mín banana.
Þú ættir ekki að versla í 10/11 mamma. Þeir eru næstum þrisvar sinnum dýrari en Bónus stundum.
Fyrirgefðu væni, en er það ekki ég sem borga? Ég borga bara meira ef ég vil.
Hún ætlar að elda kakósúpu. “Late Dinner,” hafði hún hrópað rétt eftir að ég kom heim af vaktinni og svo rokið beint út í 10/11. Tjellefu.
Ég sit í tölvunni hennar og er að stömbla. Hafði verið að skoða klám. En var núna bara að láta mér leiðast. Ég var að leita að viðskiptatækifærum. Var búinn að senda fullt af bréfum út um allt en engin svarar mér.Tölvan er inn í stofu. Og það er opið úr eldhúsinu inn í stofu. Þetta var afleit hönnun. Týpísk íbúð í Breiðholtinu. Mamma er á fullu í eldhúsinu, eitthvað að bisa við mat. Hún samkjaftar ekki á meðan. Hún nýtur þess að vera búinn að fá mig aftur heim. Þessi íbúð getur verið einmanaleg, það þekki ég orðið núna. Ég heyri bara sumt…
…Vissurðu að þeir eru farnir að selja svona fíkniefnapróf í 10/11. Svona bréf einhver, maður skirpir eða eitthvað í þetta, 10 mínútur tikk takk tikk takk og svo voilá, niðurstaða. Sniðugt? Það var hægt að kaupa ódýrast bara fyrir hass, og svo dýrar fyrir hass og anfetamín og svo enn dýrar fyrir…
Vá ég vissi það ekki nei. Ég hafði séð svona í tollinu. Á tímabili, þegar ég hafði verið sem ríkastur, héldu þeir að ég hlyti að vera að flytja inn eitthvað dóp. Það ætti engin svona ungur svona mikið af pening. Svo ég komst á einhvern svarta lista. Ég mátti ekki fara á fund í útlöndum eða neitt í hálft ár án þess að vera stoppaðu í hvert einasta skipti í tollinum. Þeir voru með einhvern jónalesara, struku strimli yfir lófann á mér og létu svo tæki á stærð við ljósritunarvél lesa það. Svo kom ljós. Rautt eða grænt. Alltaf grænt. Ég var auðvitað alltaf clean.
Tækninni fleygir fram. Nú er farið að selja þetta í 10/11. Ég væri til í að sjá svona.
Keyptirðu nokkuð svoleiðis, spyr ég hana.
Hún lítur skringilega á mig.
Neinei, auðvitað ekki, Stjáni minn.
Ég sest í borðkrókinn og fæ mér kakósúpu. Sjálf vill hún ekki. Hún stendur við vaskinn og horfir á mig. Hún tekur diskinn minn og skeiðina þegar ég er búinn og gefur mér kaffi.
Eitthvað er ekki eðlilegt.
Stjáni… segir hún mjög lágum hásum rómi. Stjáni, hvað er þetta?
Strimillinn segir kókaín. Hún sýnir mér hann og augu hennar skýtur gneistum. Hún hafði strokið yfir skeiðina mína. Ég stari á hana furðulostinn. Ég hafði ekki haft efni á kókaín í hálft ár!
Ég gat ekki sagt henni það. Ég hafði aldrei sagt henni yfirhöfuð að ég hefði skemmt mér með kóki. Auðvitað ekki. Hún átti ekki einu sinni að vita að ég drykki áfengi. Hvernig gat þetta staðist… leifarnar entust ekki svona lengi.
Þetta var annaðhvort einhver skelfilegur grikkur eða ótrúleg óheppni. Ég get ekki stunið upp úr mér einu orði heldur horfi bara á hana opinmynntur.
…
Engar málsbætur dugðu á mömmu svo ég áður en ég vissi af var ég kominn með allt draslið sem ég átti í poka (10/11 poka) og kominn út á götu. Ég er 26 ára, heimilislaus, kærustulaus, vinalaus. Svona breytast hlutirnir hratt. Það er ekki liðið hálft ár síðan ég keypti mér porche-inn
…
Þú sérð ekki eftir þessu, hafði hann sagt þegar hann skrifaði undir og eftirlét mér lyklanna. Eftir að hafa keyrt einu sinni Porche, þá keyrir maður ekkert annað.
Þessi colgate bros geta verið svo dýr.
Ég sá strax eftir þessu.
Bíllinn lét vel að stjórn. Ég keyrði upp Hringbrautina. Niður Laugarveginn. Ef bíllinn vakti áhuga hjá gellunum þá fór það alveg fram hjá mér. Ég sá ekki annað en hvern slefandi karlpunginn á fætur öðrum. Þeim langaði öllum. Nú skyldi ég loksins afhverju Kristín þrýsti svo á að ég fengi mér porche. Hún yrði drottning undir stýrinu á þessum. Ég beygði upp á Bústaðaveg. Engin myndi standast hana. Gyðja, flagsandi hár, fullkomin brjóst. Eins og úr örgustu klámmynd. Mér blýstóð. Ég renndi mér niður á Hafnarfjarðarveg og gaf í.
Þessi bíll var handa henni. 5 milljónir handa henni. Ég skyldi það þá þegar. Eins og dýr trúlofunargjöf. Ekki séns. Ég keyrði enn hraðar.
Hún skyldi ekki fá að koma nálægt bílnum nema grátbiðja mig fyrst. Í hvert einasta skipti. Ef hún héldi að hún réði, þá var það misskilningur. Ég þénaði, ég stjórnaði. Ég girntist hana. Hún fengi að sjúgann, HAHA!
Ég var ekkert sérstaklega pirraður þegar Lögreglan stoppaði mig. Það var skiljanlegt, ég var ósiðsamlega langt yfir hámarkshraða. En var nauðsynlegt að færa mig yfir í lögreglubílinn? Gat hún ekki bara sektað mig og farið? Eftir smá þóf fékk ég verðmiða á hraðakstur minn. Þegar ég keyrði af vettvangi gat mér ekki fundist annað en að ég hafi fengið góðan díl. Ég tók upp símann og hringdi í lögfræðinginn minn. Ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu framar. Ég hafði borgað uppsett verð.
Um kvöldið fórum við út að borða. Staðurinn var flottur. Dýr. Ofurhannaður. Eins og sniðinn fyrir okkur tvö. Ég hafði tekið leigubíl. Hún var svekkt að sjá ekki nýja bílinn en lét ekki á því bera. Ég stakk í mig bita af nautalund. Örlitlum bita. Lét hann liggja. Bragðið blómstraði í munninum á mér. Horfði á varirnar á henni. Hún tuggði hratt. Tyggðu og kyngdi svona hratt og þú gætir allt eins verið að borða Sómasamloku. Kokkurinn heitir Steinar og var mjög góður. Ég vissi það því ég réð hann áður en ég seldi staðinn.
Hún horfði í augun á mér. Ég horfði á varirnar á henni. Fullkomlega mótaðar varir. Ekki bæra þær! Þegiðu og lof mér að njóta.
Þetta er skítastaður, sagði hún.
Ekkert spes, svaraði ég.
Við vorum skítafólk.
…
Ég hrekk við. Ég finn enn fyrir bragðinu í munninum. En ég sit ekki á móti Kristínu. Ég sit á bekk rétthjá Mjóddinni. Ég á engan Porche. Jafnvel þótt strætó gengi á þessum tíma sólarhrings þá hefði ég ekki efni á einu fargjaldi. Síðustu mánaðarlaun fóru öll í kröfur á búið. Menn eru sífellt að fara á hausinn á Íslandi! Það hefur ekki drepið neinn hingað til. Engin verður virkilega virkilega ríkur fyrr en hann a.m.k. hefur orðið gjaldþrota tvisvar. En samt er ég á götunni! Eins og í einhverri lélegri Chaplin mynd úr kreppunni. Hvað er fokking málið? Það er enginn heimilislaus á Íslandi nema hann sé í ruglinu. Helvítis róni.
Ég ætla ekki að sofa hérna. Það er á hreinu. Ég ætla að ganga, reyna að hlýja mér. Á morgun redda ég mér einhvern veginn. Ég verð kominn í hlýtt rúm annað kvöld. Héðan liggur leiðin bara upp á við. Ég komst á þennan punkt á aðeins 6 mánuðum, ég skal hefja mig í þvílíkar hæðir á nýjan leik, og það bara á þremur mánuðum, sjáið þið til öllsömul!
Ég hafði verið að ráfa eitthvað í Kópavogi en tekið svo stefnuna á Garðabæ. Ég vissi alveg hvert ég var að fara. Síðan á bekknum var ég staðráðinn í því að heimsækja Kristínu. Mér langaði í heitt og blautt tott. Beljan skuldaði mér nú annað eins eftir að hafa klesst porche-inn. Hehe. Það var reyndar eftir að ég átti ekkert í honum lengur. En hún vissi það varla.
Mér skyldist að hún hafi flutt aftur til mömmu sinnar og pabba eftir að allt fór í handaskolunum hjá okkur. Aftur þangað sem ég hafði sótt hana. Ég hafði séð hana fyrst í kokteilboði í heimahúsi í Garðabæ. Pabbi hennar var ekki í beinum viðskiptatengslum við mig, en við áttum sameiginlega vini og hann var stórjaxl. Ég vildi í bissness við hann. Ég fékk dóttur hans. Það var ást við fyrstu sýn. Hún var alger 10. Líkaminn! Ég tók hana í heita pottinum fyrir utan þegar veislunni var lokið. Mamma og pabbi víðsfjarri. Hún hafði tekið þátt í Ungfrú Reykjavík en ekki lent í neinu sæti. Skil það nú ekki alveg. Stelpan er eins og úr subbulegri fantasíu. En hún var þess vegna nógu mikið míníseleb til þess að það birtist mynd af okkur utan á næsta Séð & Heyrt. Ég þóttist ekki vera að digga það. Kristín og Kristján. K&K. Eins og gerð fyrir hvert annað, sagði fólk. Ég efast um að það væri sama sinnis lengur.
Húsið er höll á íslenskan mælikvarða. Tvílyft einbýlishús, stór innkeyrsla, í flottu hverfi. Það eru öll ljós slökkt á þessum tíma sólarhrings.
Hvurn fjandanum ert þú að gera hér um miðja nótt! æpir pabbi hennar gramur.
Hún vill ekkert með þig hafa. Komandi hér vekjandi fólk, vinnudagur á morgun. Auminginn þinn. Heldurðu að Kristín hafi einhvern minnsta áhuga á aumingja eins og þér? Hunskastu burt.
Snupraður hrökklast ég í burtu. Ég sé strax eftir að hafa hringt dyrabjöllunni hjá þessu snobbhyski. Auðvitað átti ég bara að fara beint að glugganum hennar Kristínar og banka. Ég þykist því labba í burtu. Skömmu síðar eru öll ljós slökkt á ný. Pabbi hennar virðist ekki hafa neinar frekari áhyggjur af ræflinum honum mér.
Ég kem í gegnum garðinn ofan frá og klöngrast yfir limgerðið. Það er dimmt úti. Alskýjað. Ekkert tungl. Hver skilur eftir hrífu liggjandi á miðjum grasblettinum? Vita þau ekki að það boða ógæfu og rigningu. En er ágætis þjófavörn sosum. Á.
Ég læðist að glugganum hennar Kristínar og kíki þögull inn. Þarna liggur hún undir sænginni og sefur vært. Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem hann fengi að kúra með henni, hehe. Ég tippla létt á rúðuna. Þegar hún bærir ekki á sér, banka ég aðeins fastar. Þá hrekkur hún við. Allt í einu rann mér kalt vatn á milli skinns og hörunds. Hún ætti eftir að gera neitt annað en að öskra þegar hún sæi skugga á glugganum sínum.
Nei, hún öskraði ekki. Hún sest upp og horfir á mig í smá stund. Eins og hún væri ekki viss hvort þetta væri draumur. Æ, gamla góða. Komdu nú. Ég stari á hana. Hún starir á móti. Ég sé bara móta fyrir kvenlegum línum hennar í myrkrinu en þykist þekkja Kristínu. Hún stendur upp.
Neinei! Sjitt… hún kemur ekki að glugganum. Hún kemur ekki til mín. Hún fer úr herberginu. Til þess að sækja pabba sinn! Eins og eldibrandur sting ég mér í næsta runna. Þetta væri glatað dulargervi að degi til, en í myrkrinu líður mér eins og ég sé ósýnilegur. Bakdyrnar opnast. Ég fel mig.
HÓ!
Hver hóar í nútímanum? Maður kallar halló, ekki hó. Er þetta mamma hennar?
Guð sé hér! er sagt.
Ég gleymi mér.
Og með þér, svara ég. Þetta hafði amma oft sagt.
Unlingsstelpa labbar í áttina að mér.
Hver er þetta? spyr hún.
Er þetta Kristín? spyr ég á móti.
Nei. Ég er Aníta.
Aníta, já, ég man eftir henni. Litla systir Kristínar. Nördið. 19 ára gáfnaljós. Kristín hafði aldrei þolað hana, svo ég þekkti hana ekki neitt. En ég man eftir henni. Snotur. En með gleraugu.
Ég reyni að fara úr runnanum á eins elegant hátt og mér er unnt og labba á móti henni.
Hvar er Kristín? spyr ég.
Er þetta Stjáni, spyr hún á móti.
Já, svara ég stuttur í spuna, hvar er Kristín?
Þú hefðir ekki átt að vekja pabba svona áðan um miðja nótt. Hvernig gat þér fundist það góð hugmynd? Ég heyrði allt sem hann sagði. Að þú værir róni og aumingi.
Hún þefar. Þú ert ekki drukkinn segir hún. En þú lítur út fyrir að vera aumingi.
Ég veit ekki alveg hvort ég ætti að móðgast svo ég horfi bara heimskulega framan í hana. Hún horfir á móti.
Ég hélt að þú værir einhver illur vættur, þegar ég sá þig fyrst á glugganum. Kemur í ljós að þú ert bara einhver ósköp venjulegur gluggagægir. En der kigger. Hún hlær.
Af hverju sefur þú í herberginu hennar Kristínar? spyr ég hana og skil ekkert í þessu þvaðri í henni.
Hún horfir mædd á mig til baka. Komdu með mér inn bara. Það er kalt, segir hún.
Ég held að mig langi í alvörunni að gera framhald á þessari sögu, kannski bráðlega.