Að horfa á hana er eins og ég skyggnist inn í annan heim. Undrandi auglit hennar gefa mér engin svör, hvernig sem ég spyr, hvernig sem ég horfi. Líkt og hún sé lokuð inni í harðri skel, þar sem enginn kemst inn, þar sem enginn sér…
Hún var aðeins fimm ára lítil engill. Augu hennar breyttust eftir byrtunni og í raun í eftir því hvernig henni leið. Hún átti heima í húsinu á móti mér og ég sá hana oft standa út á túninu og bara horfa einhvert, á einhvað sem enginn annar virtist skynja eða geta séð. Þarna gat hún staðið svo tímunum skipti enda var þeim víst að skipta þar sem móðir hennar virtist aldrei vera heima og bróðir hennar, jú kannski ekki sá besti. Ég bauð henni stundum inn þegar það rigndi og hún aðeins klædd í þunna slitna peysu. Gaf henni heitt kakó og heimabakaðar smákökur. Það var eins og þessi litli greiði minn færi fyrir brjóstið á henni, líkt og hún ætti ekki skilið að ég væri svona góð? Stundum sat hún góða stund án þess að yrða, sat aðeins og naut þess að horfa í kringum sig, á gamla dótið mitt og myndir. Þó oft kom ein og ein spurning, ert þetta þú? Rosalega ertu falleg. Bros hennar var einstakt, vegna þess að þetta bros sá ég ekki oft. En þegar það kom var eins og það byrti til í herberginu öllu og einhverskonar hlýja streymdi inn, óraunverulegur hjartsláttur kippti þá við gamalli sál og jú þau voru ófá tárin sem féllu bara við að horfa á hana. Mér skildist alla tíð að hún væri talin öðruvísi, heimsk. En góður Guð það veit að það var hún ekki. Þessi angurværu spyrjandi, rannsakandi augu geymdu mikla innri speki og mikinn kjark sem ekki er gefinn öllum börnum. Hún bar mynd sársaukans í svip sínum þegar hún var leið, þessi ótrúlegi alvarlegur svipur eins og hún bæri allar áhyggjur heimsins á herðum sér. Stundum fannst mér hún vera svo stór, svo óhugnalega þroskuð miðað við aldur, það skefldi mig að vita hvað bjó þarna inni. Aldrei sá ég tár í augum hennar, jafnvel þó svo að handleggir hennar væru skreyttir allra regnbogans litum af marblettum og stórt sár sat við augabrúna eftir harkalegt reiðiskast móður hennar. Móðir hennar var víst ein af þessum ólánsömu konum sem átti lítið milli handanna, og jú þótti vínið svolítið gott. Mikil óskup mátti ég vara mig á að vera ekki að dæma þessa konu of hart, því Guð veit einn að við getum víst ekki alltaf verið sterk, eins og búist er við af okkur. Hennar þraut var að lifa við þetta, og það er óskup lítið annað hægt að gera en að vona að hún myndi spjara sig. Árin liðu, fimm ára engillinn sem ég sá svo oft stara upp í loftið að leyt að óskiljanlegum svörum var hætt að láta sjá sig til að fá sér heitt kakó í rigningunni og nokkra bita af heimabökuðum smákökum. Það eina sem ég gat þó gert var að fylgjast með þessari grannvöxnu ungu telpu, sem hljóð gekk eftir götunum klætt lopapeysu og slitnum gallabuxum. Oft fékk ég þó þetta órannsakanlega bros á móti mér þegar ég kíkti út um gluggan. Eins og augu sem hljóð töluðu til mín og sögðu “ takk fyrir að standa ekki á sama”.
Jú enn græt ég þegar ég hugsa til þín. Hve grimm getur veröld verið ungri sál, hve örlögin ófyrirsjáanleg. Víst hlaustu þína skýrn frá föður okkar allra, en þín vöggugjöf var hreint út sagt ekki til að hrópa húrra fyrir.
Þeir komu víst einn daginn, blikkandi ljós þeirra vöktu mig og eins og oft áður settist ég við gluggan og horfði. Jæja hafði þá móðirinn tekið líf sitt á endanum var mér hugsað, hvað verður um þig, minn engill. En stór og stífur hnútur lamaði maga minn og sál þegar ég sá þá bera þig í burt. Ópin munu eflaust aldrei hjaðna í huga mér þegar móðir þín blessuð hrækti á eftir sjúkramönnunum og kvað þá hafa tekið af þér lífið með helvítis systeminu og kerfinu sem væri ekkert ætlað svona fólki eins og ykkur. Nei hún grét víst ekki, heldur skammaðist áfram með flöskuna í hendinni, spýjandi ónotum á þá sem aðeins komu til að votta þér smá samúð vegna uppgjafar þíns. Mikið vildi ég að þú hefðir komið blessað barnið mitt. Yljað þér við sögur gamalla tíma og gefið mér það fallegasta sem bjó í þér. Viskuna, brosið og fallegu augun sem geymdu svo ótrúlega hluti að ekki einu sinni ég gamla konan gæti nokkurn tíman lifað til að skilja þinn þroska. Þú tókst líf þitt, bast enda á þitt skýnandi eðli. Kannski þú sást ekki það sama og ég, sást ekki þessa fallegu hæfileikaríku, þroskuðu sál sem ég hélt og var viss um að myndi spjara sig svo vel og gera það gott.
Kannski þú sért að því núna?
Dagurinn sem Guð tók við þér aftur var hálf hrörlegur okkur sem eftir voru. Minnti mig á einn af þessum dögum þegar fimm ára engillinn minn stóð í þunnu peysunni sinni, svo hugsandi og dreymandi á svip, þangað til að ég kallaði á þig og bað þennan engil að koma inn fyrir á meðan versa gusan væri að ganga yfir. En tilfinningin var allt önnur trúðu mér. Sem ískaldri fötu af vatni hefði verið gusað yfir mitt hrörlega andlit stóð ég nú stjörf, með augun þó fulla af tárum sem áður. Jafnvel þó svo að byrtan sem þú færðir mér væri ekki lengur til staðar, virtis þó raunveruleikinn enn verri en sú staðreynd, gæti nú skærasta stjarnan sem ég hafði kynnst aldrei lýst neinu hjarta upp sem mínu.
Eigingjarnt hjarta mitt geynir þig þó enn. Vonandi veistu það litli engillinn minn. Það er sama hvað rigningin skellur hátt á þak mitt, ég hugsa enn til þín. Hvernig líður þér þarna hinummegin? Hvernig er hugsað um þig? Enn sem áður ég spyr, og enn sem áður líkt og augun sem ekkert sögðu, ég fæ engin svör. Einn daginn veit ég þó að við hittums og þá mun ég lofa þér, að hita kakó og baka nýjar smákökur fyrir þig. Því þú ert ljósið, ljósið sem ég ylja mér við.
Ég geng oft fram hjá garðinum, garðinum sem þú ert geymd. Þinn jarðneski líkami. Leiði þitt er merkt með litlum sætum krossi. Þú varst alltaf kölluð Ása, en nú sé ég að þú heitir í raun Áslaug Alda, Áslaug Alda hét þá þessi litla snót. Mér finnst stundum óvenjulega gott að bara sitja hjá þér, eins og þú sast svo oft hjá mér. Hljóð en með spurningarblik í augum. Stundum finnst mér eins og ég skynji einhverskonar byrtu í kringum þennan litla kross, sem því miður ég held að ég ein heimsæki. Eins og þú sért kannski ekkert svo langt frá mér. Ég finn mig oft fyrir brosandi, minningar þínar streyma og ég leyfi mér að dreyma um hvernig allt hefði getað farið öðruvísi, hefðir þú aðeins þraukar smá tíma í viðbót. En hver veit nema þitt hlutverk hafi verið í raun lokið, hvert sem það nú var. Ég sagði þér víst aldrei frá því, enda varstu allt of ung þá, að eitt sinn ætlaði ég að fara, fara langt langt í burt. Líf mitt hefur kannski ekki verið neitt frekar blómum stráð en þitt engill, og það er kannski þess vegna sem ég sá svona augljóslega allt hið góða sem bjó í þér. Kannski það sé þess vegna sem ég leyfi mér að koma og láta mig dreyma fyrir þig, hvernig allt hefði getað orðið. Því ég veit og vissi að þú varst mun sterkari en ég.
Kannski ég segi þér söguna seinna minn engill. En nú held ég að ég fari heim, hiti mér kakó bolla og fæ mér eina kex með. Góða nótt og sofðu vel engillinn minn.