-Mikið vildi ég að ég gæti tekið allt, allt sem ég sagði, allt sem ég gerði, til baka. Geymt það á eitthverjum fallegum stað og minnst þess svo seinna. Cuttað það útúr lífinu og aldrei þurft að horfa uppá það aftur.-

-Ætlar þú að nota svarta eyelanerinn?- spurði Guðrún um leið og hún labbaði inní herbergi Veru og byrjaði að leita að honum. –nei.. þú matt fá hann- sagði Vera annars hugsi um leið og hún sat í kuðli uppí rúmi og horfði á svört fötin á herðartréinu sem lá á rúminu. Guðrún leit á Veru um leið og hún rótaði í töskunni hennar,
hún hætti að róta, gekk rólega að henni og settist hjá henni –elsku Vera, þú veist að þetta var ekki þér að kenna, þú þarft að læra að gleyma- sagði hún um leið og hún strauk Veru um vangann. –Takk- sagði Guðrún svo, kyssti Veru á kinnina og gekk í burtu með eyelanerinn í hendinni.
Vera sat ennþá áfram á rúminu og hélt utan um hnéin á sér. Hún vildi að hún gæti trúað stóru systur sinni. Gleyma?
Það var nú hægara sagt en gert…

-Taktu þessa bláu, já! Og líka þessa rauðu- Vera bennti hingað og þangað uppí áfengisskápinn hjá mömmu Elísu. Elísa tók eins margar flöskur og hún gat borið í einu handtaki og setti ofan í svartan bakpoka. –Helduru að hún taki ekkert eftir þessu, eigum við ekki bara að sleppa þessu?- spurði Elísa stórum augum. –Elskan mín nei! Hún tók ekki einu sinni eftir því þegar við lituðum á þér hárið hvað þá þetta! Við förum ekki að bakka útúr þessu núna, 16 ár eru heví mikið og það þýðir að við þurfum að gera eitthvað brjálað, eitthvað ógleymanlegt!- Vera skælbrosti og náði að smita Elísu. –Já okei- sagði Elísa kinkandi kolli.
Allt í einu heyrðist hurð opnað og lokað –Hæ ég er komin heim!- heyðist kallað fram úr forstofu. –sjitt mamma er komin!- sagði Elísa og þær flýttu sér að raða flöskunum aftur eins og þær voru, loka skápnum og koma sér inní herbergi með rígþundann bakpokann. Um leið og þær komu inní herbergi sprungu þær úr hlátri –má ég sjá, hvað náðiru miklu?- spurði Vera og leit oní bakpokann sem var fullur af flöskum hún brosti breitt og fagnaði. Elísa brost beikst og reyndi að samgleðjast vinkonu sinni, hún var nú ekkert sérstaklega hrifin af þessu.


Vera stóð rólega upp og reyndi að finna fyrir eitthverju, hún var allt of tóm. Hún settist fyrir framan spegilinn og starði í hann, hún sá hvíta, steinrunna stelpu með brotið hjarta stara á hana til baka. Vera lokaði augunum, vildi ekki sjá það sem var í speglinum. Hún bar hendurnar fyrir andlitið, kíkti svo í gegnum rifurnar á milli puttana. Hún var ennþá þarna, starandi á hana. Vera stóð hratt á fætur, henni svimaði. Hvenar borðaði hún seinast? Sennilega í gær, gleymdi að borða, fann ekki fyrir neinu.
Hún horfði á fötin á rúminu, þau voru ennþá svartari en áður. Svartur..
litur sorgar. Það passaði vel.

-Hey á ég að nota grænann eða bláann augnskugga, hvað finnst þér?- Vera sneri sér frá speglinum og leit á Elísu sem horfði með áhyggjum oní svarta bakpokann. –Elísa! Ertu að hlusta á mig?- Elísa hrökk við og horfði beint í græn augu Veru. –Æi fyrirgefðu, vertu með grænann, passar við augun í þér- sagði hún og brosti. –Takk elskan, ætlar þú ekkert að fara að hafa þig til?- spurði Vera. –Jú, er að þvi- svaraði Elísa og leit í kringum sig eftir eitthverju til að vera í. Hálftíma seinna voru þær komnar útá götu, báðar með flösku í hendinni og ekki mikið eftir í þeim. –Takk fyrir að gera þetta fyrir mig, ég hefði svo ekki þorað þessu ein, og ég skil ekki hvað ég var að hugsa þegar mig langaði til að hætta við þetta- Sagði Elísa og fékk sér stórann sopa úr flöskunni sinni. –Ekkert mál elskan, Er þetta ekki húsið hans Konna?- sagði Vera brosandi og bennti á stórt hús sem tónlistin ómaði frá. –jújú segjum það- sagði Elísa. Vera og Elísa löbbuðu inn í húsið, sem var fullt af krökkum, þær löbbuðu inn í þvöguna og annar hver maður óskaði Elísu til hamingju með afmælið. Elísa fellti sjálfa sig og datt á gólfið, sætur strákur sem hún kannaðist við hjálpaði henni upp – obbasí, þú mátt nú ekki meiða þig á afmælisdaginn, orðin dáldið full?- sagði hann og skælbrosti. Elísa yppti brosandi öxlum og –villtu dansa- spurði strákurinn og brosti skjannahvítu brosi. Elísa leitaði að Veru, hún sá hana við borð að tala við eitthverjar stelpur. –Endilega- sagði hún, og kunnulegi strákurinn tók í hendina á henni og leiddi hana í burtu.

Vera opnaði hurðina á herberginu sínu rólega og labbaði fram. Mamma hennar og Pabbi þutu fram og til baka, pabbi í símanum eins og venjulega og mamma hennar að leita að varalit, bæði í svörtum fötum. Guðrún labbaði fram hjá henni, í svörtum fötum, afhverju í andskotanum þarf allt að vera svona svart, erfitt og þunglynt! Vera hljóp inní herbergi, skellti á eftir sér hurðinni og hoppaði uppí rúm. Hún vildi ekki loka augunum því hún vissi að hún myndi ekki sjá svart, hún myndi sjá það sem gerðist, það sem hún átti að gleyma. Alveg eins og Guðrún sagði, bara gleyma.

Vera var farin að finna á sér, hún hafði alveg gleymt sér í að tala við stelpurnar. Hvar var Elísa? Hún leit í kringum sig inní þvöguna af fólkinu en hvergi sá hún Elísu. Hún stóð upp og ryðaði smá, labbaði svo af stað. Hún spurði fólk hvort þau höfðu séð afmælisbarnið en enginn hafði séð hana lengi. Svo fann hún hana, hún glotti, Elísa sat oná eitthverjum stráki, og þau voru að kyssast. –Þarna ertu þá druslan þín- Sagði vera og brosti, Elísa tók ekki eftir henni, allt og upptekin. Vera leit á strákinn, fannst hún þekkja hann. Hún reyndi að kannast við hann. Svo fattaði hún það.
Hún labbaði upp að Elísu og tók í hendina á henni, hún hrökk við –Hva?- sagði hún sljó um leið og Vera dró hana í burtu, burt frá stráknum, og útúr húsinu. Elísa öskraði svo –Hvað í andskotanum ertu að gera? Ekki myndi eg gera þetta við þig!- Elísa reyndi að slétta eitthvað úr hárinu á sér. –veistu hver þetta var! Þetta var stefán!- öskraði Vera á hana.
–Stefán?- Elísa var engu nær. –Já Elísa. Stefán! Strákurinn sem ég var á föstu með í 7 mánuði! Strákurinn sem hélt svo fram hjá mér! Svo kem ég að þér slefandi uppí hann!- Vera var farin að öskra hátt og fólk var farið að týnast út til að fylgjast með. Stefán stóð fremstur allra. Elísa glotti og leit í kringum sig –Já það er ekki eins og þú eigir hann!-.
Vera var orðlaus, hún stóð og starði á bestu vinkonu sína sem hafði skyndilega breyst í eitthverja ófreskju sem vildi bara illt. –Ef þú hefðir verið betri kærasta, ekki verið svona helvíti feimin, hefði hann kannski ekki haldið framhjá þér!- Stefán labbaði upp að Elísu –eigum við að koma?- spurði hann hana. –Já endilega, burt frá þessu ógeðslega fólki- sagði Elísa, leit á Veru og leyfði svo Stefáni að teyma sig í burtu. Þau setttust svo uppí bíl hinum megin við götuna, Stefán var varla gönguhæfur, svo fullur var hann. En það stoppaði hann ekki að keyra. Hann settist uppí bílinn og þau keyrðu í burtu.
Vera settist á gangbrautina, tók með höndunum fyrir andlitið og byrjaði að gráta. Allt í einu heyrði hún þvílíkann hávaða og sprengingu, svo öskur fyrir aftan hana. Hún stóð upp og leit í áttina að hávaðanum, hann var í áttina sem Stefán og Elísa höfðu keyrt.


Vera fékk sig loksins til að fara í fötin, svörtu fötin. Hún tók herðatréið upp og setti það undir rúmið, þá tók hún eftir miða sem var á rúminu. Þetta var grein, klippt úr blaði. Hún las

Árekstur var á götuljósunum við Reykjarnesbrautunni í nótt. Jeppi keyrði
inní hliðina á fólksbíl sem fór yfir á rauðu ljósi. Bílstjóri fólksbílsins
er talinn hafa verið undir áhrifum áfengis.
Enginn slasaðist í jeppabifreiðinni en þegar lögreglan
kom á staðinn voru fundust báðir farþegar fólksbílsins;
18 ára strákur og 16 ára stelpa, látin.
Þau voru úrskurðuð látin á staðnum.


Vera þurkaði tár sem staldist niður kinnina á henni. Hún fór í kirkjuna með fjölskyldu sinni og féll vel inní svartann hópinn. Hún fékk að labba fyrst á eftir kistunni. Mamma Elísu sagði að Elísa hefði viljað það. Þegar allir voru farnir heim stóð Vera ennþá yfir gröfinni. Hún hugsaði um það sem hún hafði sagt við Elísu þegar þær voru að plana þetta. “eitthvað brjálað, eitthvað ógleymanlegt” Það var þó satt, Vera vissi að hún myndi aldrei gleyma þessu, hún var hætt að reyna. Vera tók upp svartann bakpoka, pokann sem þær höfðu notað undir flöskurnar, bakpokann sem Vera hafði gefið henni í 6 bekk og Elísa hafði dýrkað hann, beygði sig niður og sleppti honum oná kistuna. –Ég veit þú varst aldrei mikið fyrir blóm- sagði Vera og labbaði í burtu.

-Mikið vildi ég að ég gæti tekið allt, allt sem ég sagði, allt sem ég gerði, til baka. Geymt það á eitthverjum fallegum stað og minnst þess svo seinna. Cuttað það útúr lífinu og aldrei þurft að horfa uppá það aftur.-

-Ingalóa