Stúlkan frá Pretoríu
Suður Afríka er mega furðulegt land. Tíminn sem ég bjó þarna var mega furðulegur tími. Svertingjarnir nýbúnir að fá réttindi sín og svona en hvíta fólkið átti enn þá allt. Þetta var náttúlega feyki óréttlát en mér fannst eins og negrunum þætti bara svo gaman að yfirhöfuð fá að vinna utan dýragarðanna og labba um gangstéttarnar í fínum hverfum að það var eins og þeir gætu hugsað sér það betra. Ekki í bili.
Vinum mínum í Pretoríu hafði verið kennt að hata þá. En þeir hötuðu þá alls ekki. Eins og unglingar allstaðar í heiminum höfðu þeir meira áhuga á að skemmta sér bara og höfðu frekari áhyggjur af því að ná prófunum sínum, en til þess að hafa pláss fyrir eitthvað asnalegt hatur í hjarta sér. En það fékk enginn svertingi að djamma með, ónei. Kannski var óþarfi að taka það fram. Einn blendingur slæddist stundum í hópinn. Hann keyrði leigubíl en gat líka reddað stærri bílum ef þess þyrfti. Krakkarnir buðu honum oft í glas þegar hann kom og verandi á bíl afþakkaði hann jafnan. En hann var skemmtilegur og fékk því yfirleitt sæti.
Hún var ekki hvít. Hvorki búi né breti. Hún var með vegabréf sem sagði hvítur en svona falleg yrði aldrei hvít stelpa hugsaði ég með mér. Pabbi hennar leit út fyrir að vera Evrópubúi en ef maður rýndi í augnbrúnirnar mátti sjá að hann átti einhverjar ættir að rekja til Japans. Fallegur maður en öfgafullur kynþáttahatari. Mamma hennar var skárri. Hún var hreinræktaður kínverji, foreldrar hennar voru báðir Tævanar en hún hafði alið allann sinn aldur í Pretoríu. Þetta voru heiðurs hvítingjar í skrám.
Asíubúar voru sérstaklega skráðir ef þeir voru kúkabrúnir og frá indlandi eða pakistan. Sama gilti með fátæku kínverjana sem höfðu flykkst þangað fyrir aldamótin þar seinustu. En asíubúar sem fluttu seinna og voru sæmilega efnaðir voru taldir nægilega siðmenntaðir til að vera skráðir sem heiðurshvítingjar. Brenglað system.
En það var ekkert brenglað við hana.
Verandi bæði rík og falleg og á þeim aldri þá mátti svo sem búast við því að hún hefði skrítnar skoðannir á veröldinni. Á kafi í spiritííúlisma og andlegum málefnum. Mikið annars hugar og stundaði allskonar íhugun og drasl. Þar sem hún þurfti ekki að vinna fyrir sér þá prédikaði hún iðulega gegn gildi peninga og dæsti yfir veraldarhyggju.
Mikið skyldi ég hana samt. Ef ég hefði verið í hennar sporum þá hefði ég verið sama sinnis. Kannski kemur sá tími sem mannkynið mun geta gefið sér tíma til að líta inn á við. En á þessum tíma var þetta bara krúttlegt. Hún var svo endalaust góð. En samt ekki vitlaus. Raunar skarpgreind; greindari en ég að eðlisfari, en að sama skapi barn aðstæða sinna. Eins og við öll.
Ég verð að viðurkenna að ég var mjög skotinn í henni. Vægast sagt. Ástfanginn? Nei. Ég vissi ekki hvað það var. Raunar held ég að enginn skilji ástina nema hann sé kona. Tilfinningar kvenna er skilgreiningin á ástinni og það rímar sjaldnast við logandi hrifningu okkar þeirra sem fæddumst með typpi á milli fótanna.
Kínversku genin blekktu mig. Hún var smágerð og mjög barnaleg. Hendur á við fimm ára krakka. Ég hélt að hún væri á aldur við mig. Það kom mér mjög í opna skjöldu að hún skyldi vera 29 ára. Ég var 18 ára. Fyrir mér var það óyfirstíganlegt bil. Algerlega. Ég myndi aldrei leyfa mér að reyna einu sinni. Ég gæti aldrei stigið skrefið. Það voru innri girðingar sem ég gat ekki klifið.
Hún var ung í anda. Það sagði ýmislegt um hana að hún hékk iðulega í kringum háskólakrakkanna. Hennar háskólanámi var þó löngu lokið. Mér skyldist að það hefði reyndar dregist eitthvað, það var alveg í hennar stíl, en samt sem áður; þá þegar voru orðin fimm ár síðan hún kláraði master í einhverju, man ekki hvað. Heimspeki líklega. Sjálfur var ég ekki einu sinni kominn með stúdentspróf á íslenskan mælikvarða. Og ferðalög mín olli því að það átti eftir að tefjast heil ósköp. Hún hafði unnið við allskonar störf, á skrifstofu, í sölumennsku… meira að segja framkvæmdarstjóri í einu af fyrirtækjum föður hennar. Í dag leit hún á sig sem listamann og var bara að teikna.
Bara að teikna. Þetta er íslenskasta setning í heimi.
En ég ræð ekki við það. Þótt hún hafi verið í raun verið býsna góður málari þá réð ég ekki við fordóma mína.
Og já, btw.,þetta væri býsna lásý saga hefðum við svo aldrei kynnst neitt. Nei, það var hún sem á endanum átti eftir að reyna við mig.
Um helgar var oftast mikið fjör. En það kom fyrir að það kom laugardagskvöld og engin var með nein sérstök plön. Þá fór ég ósjaldan með nokkrum vinum mínum á kaffihús í grenndinni. Það var þess lags að ómögulegt hefði verið að segja til hvort það væri í miðborg Lundúna, við Laugarveginn eða í Pretoríu. Mjög evrópskt. Djúpir þægilegir sófar og ekki litið hornauga þótt maður héngi þar allt kvöldið. Eftir að aðskilnaðinum lauk urðu hins vegar allir starfsmennirnir þeldökkir. Miklu ódýrara vinnuafl. Það var spes, en afgreiðslufólkið var engu að síður mjög vinalegt og vildi allt með manni gera. Ég veit að fyrir flestum hefur þykki svertingja hreimurinn á Suður Afríkönskunni yfirbragð óheiðarleika og einhvers glæpsamlegs en fyrir mér lýsti hann trausti. Þegar ég var að læra tungumálið varð ég oft að þvinga mig til að tala án hreims.
Eina slíka kvöldsstund var hún þar. Og auðvitað fór ég allur hjá mér allt kvöldið af þeim sökum. Ég átti bágt með mig þegar hún var nálægt.
Það var þá sem hún kom að mér í einrúmi og spurði mig hvort ég væri íslendingurinn sem skrifaði smásögur. Það var ekki beinlínis þannig sem ég vildi auðkenna mig en ég gat ekki neitað því. Hún spurði hvort ég væri skáld. Hvort ég orti. Þetta þótti mér óþægilegar spurningar. Ég hef aldrei birt neitt í þá veru. Og margt í íslenskum kveðskap er svo sér á báti að hún myndi líklega ekki skilja það. En til þess að vera ekki óheiðarlegur hikstaði ég játandi svari upp úr mér.
Þá kom það. Hún spurði mig hvort ég vildi koma með henni og skoða eitthvað af verkum hennar, ef það væri eitthvað sem ég væri að fíla myndi hún hafa gaman af því að ég myndi semja eitthvað um það.
Ég skyldi samstundis hvað hún átti við. Hún var reyna við mig. Hún vildi fá mig heim. Hún vildi sýna mér eitthvað sem var mjög persónulegt fyrir hana. Meðfylgjandi var svo dulið loforð um að ef ég myndi bregðast rétt við væri hún jafnvel tilbúin að ríða mér. Eða þannig skyldi ég það a.m.k.
Það sem hún vissi hins vegar ekki var það að ég var á leiðinni heim eftir þrjá daga. Þetta var svo dauðadæmt að einu viðbrögð mín var þrungandi og þögul sorg. Ég gat ekki bara farið og sofið hjá henni. Þó ég þekkti hana ekki neitt þá fannst mér ég þekkja hana mjög vel. Ég var búin að vera hugsa um hana lengi. Ég gat það ekki.
Það bjargaði mér þá að einn “fjörkálfurinn” í hópnum hrópaði fólk með sér í meiri stemmingu. Ég hlýddi kallinu og skildi hana eftir í lausu lofti. Strákarnir létu upp kúrekahattana og nældu sér í leigubíl á klúbb sem við höfðum margoft farið á áður.
Hvergi í heiminum utan Suður Afríku á þessum tíma hef ég séð kúrekahatta í tísku. Ekki einu sinni þegar ég bjó í Ástralíu. Þetta veldur því að allar myndir sem ég á frá þessum tíma eru yfirmáta hallærislegar.
Hún kom ekki með. Þegar klúbbarnir lokuðu lá förin yfirleitt í eftirpartí í einhverri villunni. Þetta var vel efnað fólk. Ef kvöldið fór ekki sérlega vel og maður var blankur þá sast maður í næsta strætóskýli og beið eftir strætó sem voru yfirleitt byrjaðir að ganga á þeim tíma nætur. Strætóskýlin voru tvö. Upphaflega voru þau hugsuð fyrir hvítingja í svertingja og eftir aðskilnaðinn hélt sú skipting ósjálfrátt. Ég var því yfirleitt einn í skýlinu svo snemma á meðan svertingja skýlið var smekkfullt. Strætóinn var samt bara einn. Í þetta skiptið var hann svo fullur að það var ekki pláss fyrir mig. Ef það hefði verið hvítur maður í vagninum hefði hann líklegast rýmt til fyrir mér með því að henda þremur svertingjum út. En á þessum tíma sólarhrings sást ekki hvítur maður. Stéttaskiptingin var svo rótgróin í huga sumra að sumir svertingjanna gerðu sig líklega til að rýma fyrir mér sjálfviljugir. Ég afþakkaði það með einfaldri handahreyfingu og beið eftir næsta vagn.
Þá kom bíll. Hann stoppaði fyrir mér. Þetta var hún.
Það er ekki algengt að krakkarnir eigi bíla.
Hún bauð mér far. Ég fann að hún var svolítið drukkin. Hafði haldið áfram að drekka eftir að ég kvaddi hana. Þarna og þá var fólk yfirleitt lítið að stressa sig þótt menn settust eilítið kenndir undir stýri.
Þessi frásögn flakkar á milli þess að lýsa sumum atburðum nákvæmlega og hoppa svo yfir mikilvæg atvik. Ég segi ekki meira en svo að við enduðum heima hjá henni og sáum sólarlagið saman. Við töluðum helling. Allan daginn. Opnuðum okkur alveg. Bæði mjög málglaðar manneskjur.
Á milli okkar fékk á þremur dögum að þróast mjög náið samband. Og svo bang! Eins og bastarður úr mjög lélegri hollywood bíómynd lét ég mig hverfa án þess að kveðja.
Ég get ekki sagt að mig hafi langað mikið heim en það kom ekki neitt annað til greina. Ég gat ekki afborið að segja henni það.
Ég vissi aldrei fullt nafn hennar. Eða hvar hún átti heima nákvæmlega. Skrítið.
Það búa alltof margar milljónir í heiminum. Þetta var fyrirtíma emailsins. Ég horfði á eftir eins og korni á milli fingra mér, renna í sandinn, svo geypilega týnd.
Þremur mánuðum seinna fékk ég fyrsta bréfið.
Framhald.