Elsku Linda mín, ég get ekki meir. Jón er ekki faðir þinn! Ég veit ekki hver faðir þinn er, ég var mjög full það kvöld sem þú varðst til. Ég elska þig, ástin mín, Mamma.
Hún tók miðann og braut hann vandlega saman og setti í vasann á buxunum sínum. Hún ýtti við móður sinni og þá rúllaði sprauta af borðinu, niður á gólf og stöðvaðist við vinstri inniskóinn.
Linda horfði köld á móður sína.
Hjarta hennar hafði frosið þann dag er maðurinn sem hún hafði talið föður sinn kom inn í herbergið hennar eitt kvöldið, á meðan sat móðir hennar inni í stofu og drakk.
Linda horfði án tilfinninga á móður sína. Marblettirnir voru ferskir í fölu andliti móður hennar, Jón hafði sem sagt barið hana kvöldið áður, eftir að Linda hafði laumast út um gluggann á herbergi sínu í nýju fötunum til að rölta í bænum á Þorláksmessu eins og allir hinir.
Hún hafði labbað rólega eftir búðargluggunum á Laugaveginum og horft á fólkið. Stundum ímyndað sér að sum hjón sem hún sá, myndu sjá hana, koma til hennar og segja henni að hún væri týnda dóttir þeirra, en hún vissi betur. Þessar hugsanir voru bara þægilegur flótti frá raunveruleikanum þó það entist ekki lengi. Oft stoppaði hún og lét sig dreyma um hvernig líf fólksins væri.
Hún stoppaði hjá einni búðinni og starði á sjálfa sig í búðarglugganum. Henni hafði tekist að greiða brúnt, sítt hárið sitt í ágætan hnút í hnakkanum og sett örlítið af rauðum varalit móður sinnar á varirnar sem gerði þær líflegar.
Svo hafði hún, í hálfgerði leiðslu leyst hnútinn úr hárinu. Brúnu lokkarnir fallið niður í kringum andlit hennar og hún horft á sig í glugganum.
“Ég er afskaplega myndarleg.” Hafði hún hugsað, hverjum hefði dottið í hug að líf hennar myndi vera svona mikil martröð.
Þegar hún hafði gengið í smá stund þá kom upp að henni ungur maður og ung kona, greinilega systkini, þau stoppuðu fyrir framan hana, réttu henni kort og brostu, óskuðu henni gleðilegra jóla og gengu burt.
Hún varð öll á varðbergi, voru þau að gera grín ad henni, voru þetta einhverjir úr sértrúasöfnuði og hvað var þetta sem þau höfðu látið hana hafa. Hún horfði á þetta sem var í hönd hennar, það var bara venjulegt umslag og á því stóð, “Hey þú!”. Linda setti það í vasann á buxunum sínum og hafði drifið sig heim og læðst aftur inn um gluggann, það hafði verið dauða þögn í húsinu þegar hún kom heim um nóttina.
Núna skildi hún Þögnina sem hafði verið svo þung þegar hún kom heim, hún hafði bara viljað trúa því að foreldrar hennar hefðu drepist fyrr en venjulega af þessari endalausu neyslu þeirra. En þarna lá móðir hennar, köld og marin með ólina enn strekta á upphandlegnum. Linda horfði tilfinningalaus í kringum sig, náði sér í skál, skeið, kornfleks og mjólk. Hún settist róleg við borðið og horfði í starandi augu móður sinnar á meðan hún borðaði morgunmatinn sinn. Hún gekk frá eftir sig og fór inn í stofuna, þar lá svokallaður faðir hennar.
Hann virtist ranka við sér þegar hún gekk inn í stofuna. Hann horfði á hana bænar augum.
“Hún reyndi að drepa mig!!!” Reyndi hann að öskra en það heyrðist aðeins lítið hvísl frá vörum hans.
“Hún setti viljandi of mikið í sprautuna, ég var of fullur ég gat þetta ekki sjálfur. Hún reyndi að drepa mig!!!” Aftur reyndi hann að öskra en ekki heyrðist svo hátt í honum.
“Þó setti hún ekki nóg, ha!!! hún er fífl, getur ekkert gert rétt, ég skal svooo…” Hann urraði orðunum út úr sér, en náði ekki að klára því hann sá dauða augnaráðið í augum dóttur sinnar.
“Hringdu nú á sjúkrabíl, Elskan mín.” Sagði hann og brosti blíðlega til hennar.
Hún gekk fram hjá honum og reysti við eina jólaskrautið sem var til á heimilinu, lítið pappajólatré sem hún hafði föndrað í skólanum fyrir langa löngu, en fjögur ár er nú ekki svo langt í raun og veru en hjá henni heil eilífð, því fyrir fjórum árum hættu barsmíðarnar og þá byrjaði martröð hennar fyrst fyrir alvöru.
Hún settist í sófann og leit ekki einu sinni á manninn sem lá á gólfinu fyrir framan stofuborðið. Hún kveikti á sjónvarpinu og horfði dofin á það í smá stund, teiknimyndir með hamingjusömum endi, ætli hún fengi núna hamingjusamann endi. Hún slökkti á sjónvarpinu og hringdi á sjúkrabíl.
Skömmu seinna kom bifreið æðandi að með látum og út stekkur fagfólkið til bjargar.
Nú eru sjö dagar síðan, síðan þessi örlagaríki Aðfangadagur átti sér stað.
Hún situr og starir á örlög sín. Fingur hennar handleika örlögin sem liggja líflaus í hendi hennar.
Hún hafði aldrei farið langt frá heimili sínu, en það gerðist í dag, þó hafði hún setið í herberginu sínu í allan dag. Hún sat á rúminu sínu með fæturnar krosslagðar og hendur stífar af ótta við örlögin. Hún vissi ekki hve lengi hún hafði setið þarna.
Hún var í ljósbrúnu peysunni og dökkgráu buxunum sínum, einu svokölluðu betri fötunum sem hún átti, Hún hafði klinkað fyrir þeim á hlemmi í 3 vikur fyrir jólin og svo fór hún í búð hjálpræðishersinns og fann þar þessar flíkur. Hún hafði ekki sýnt foreldrum sínum þessi föt, því hún vissi að allt yrði brjálað ef það hefði gerast, þau hefðu ásakað hana um að hafa stolið þessu.
En í dag fór hún í ferðalag, frá gamla húsinu í vesturbænum alla leið upp í grafavog. Hún sá svo margt fallegt á leið sinni í huganum, þangað. Þar átti að vera gott heimili fyrir hana, hún myndi eignast góða foreldra og tvo bræður, hún hafði aldrei átt systkini, það var spennandi og hræðilegt í einum pakka. Grafarvogurinn, þangað hafði hún aldrei farið og var ekki viss hvort hún vildi fara þangað. Hún saknaði ekki foreldra sinna, alls ekki. Hún var glöð og fegin því að móðir hennar væri látin og að svokallaði faðir hennar var ekki lífræðilegur faðir hennar og þar af leiðandi fékk hann ekki að halda henni fangri lengur.
Hún vissi að framtíðin biði hennar og það væri hennar val hver hún yrði.
Síðustu sjö daga hafði hún ekki fundið neina tilfinningu í líkama sínum, hún hafði misst tilfinningar sínar snemma, en nú var allt dautt. Það bærðist ekki á einni einustu taug í líkama hennar, engar tilfinningar, hún var sjálf dauð, jafn dauð og líkami móður hennar sem hún hafði fylgt til grafar daginn áður.
Hún fann fyrir einhverju í rassvasa sínum, náði í það. Það var umslagið sem hún hafði fengið á Þorláksmessu, hún opnaði það. Í umslaginu var ósköp einfalt jólakort sem hafði verið föndrað af einhverjum, líklega þeim sem gáfu henni það. Hún opnaði varlega korti búin að undirbúa sig undir það versta. Í kortinu stóð, “Hey þú! Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Vonandi áttu frábær jól og enn betri áramót, meigi öll þín jól og áramót verða betri. Jólakveðja Dísa og Nonni.”
Hún brosti úr í annað og lagði kortið frá sér. Nú situr hún hérna og áramótin á næsta leiti, nokkrir klukkutímar í það.
“Verða áramótin mín berti en Jólin?” Spurði hún sjálfa sig.
Hún krepti lófann um örlög sín eitt augnablik og opnaði svo, augu hennar saðnæmdust á örlögunum sem liggja í hönd hennar og hún starir líflaus á sprautuna.
G