Evgení sat við tölvu seint á mánudagskvöldi, þó svo að miður vetur væri svitnaði Evgéni óeðlilega mikið og hafði ekki augun af skjánum sem birti tölur sem við fyrstu sínum virtust vera algerlega tilviljanakenndar en raunin var að þarna var á ferðinni háþróað dulmál, og Evgéni ætlaði að leysa það, hann þurfti að leysa það, líf hans lægi að veði. Evgéni hafði setið þarna undanfarna tvo sólarhringa og horft á mismunandi talnarunur birtast á skjánum ásamt því að hripa þær samstundis niður í glósubók sína, nú voru aðeins nokkrir tímar eftir þangað til að allar tölurnar höfðu birst og þá ætti hann stutt eftir í leit sinni að lausn dulmálsins.
Verkefni þetta hafði honum áskotnast af algerri fífldirfsku, fyrir tveim vikum hafði hann setið einn að snæðingi á veitingahúsi nokkru þegar tveir fínklæddir menn vöttu sér upp að honum og buðu honum þetta verkefni sem við fyrstu lýsingu virtist vel framkvæmanlegt og í raun barnaleikur fyrir jafn gáfaðan mann og Evgéni var. En hængur var á boðinu, ef honum mistækist hlyti hann hræðileg örlög. Yfir þessu verkefni sveif mikil leynd og Evgéni vissi vart sjálfur út á hvað það gekk, hann vissi aðeins að fínklæddur mennirnir á veitingastaðnum höfðu verið ríkisstarfsmenn, leynilögreglumenn, og ef honum tækist að leysa dulmálið í tæka tíð gæti hann jafnvel forðar þjóð sinni frá blóðsúthellingum.
Evgéni var tengdur í fæðuvél sem mataði hann í gegnum túbu sem stakkst ofan í handlegg hans, hann hafði hjá sér kopp þar sem hann gerði þarfir sínar og þjónustustúlka færði honum alla þá aðstoð sem hann óskaði eftir.
Síðustu tölurnar runnu yfir skjáinn og þegar tölurnar 0 2 7 1 9 höfðu blikkað fimm sinnum slökknaði á skjánum og Evgéni gat andað aðeins léttar, hann beindi augum sínum nú að þjónustustúlkunni og bað hana stirðlega að fjarlægja fæðulegginn og koma með glas af ísköldu vatni. Nú tæki heilin til starfa, heili sem hafði getið sér nokkurt nafn innan fræðaheimsins, heili sem haldið hafði fyrirlestra í öllum heimsálfum að Suðurheimskautinu undanskildu, heili sem hafði bæði unnið fyrir Bandaríkjastjórn og Rússa og heili sem var fær um að leysa úr flóknustu dulmálum mannkyns. Nú þurfti hann hér að glíma við sitt alstærsta og erfiðasta verkefni og jafnframt það mikilvægasta.
Evgéni var gamaldags, hafði illan bifur á tölvum og kaus allra helst að nota sína útkrotuðu glósubók við alls kyns tækifæri. Hann leit snöggt yfir talnarunurnar í leit að mynstri, röðum eða stærðfræðilegum fyrirbærum, hann kom auga á nokkrar Fibonacci talnarunur og eftir nokkra tíma fóru tölurnar að taka á sig mynd, lausn dulmálsins var hægt og rólega að myndast í iðrum heilabúsins.
Allt í einu heyrir Evgéni sprengingu í sirka 200 metra fjarlægð, rafmagn fer af herberginu í nokkrar sekúntur þangað til vararafgeymarnir hrökkva í gang. Þjónustustúlkan gengur að dyrunum, opnar þær og gjægist út, mikill hvellur heyrist og þjónustustúlkan hendist aftur fyrir sig og blóðið seitlar úr höfuðkúpunni. Inn ryðjast þrír menn, allir með lambhúshettur og með hríðskotabyssur á öxl. Einn þeirra krýpur niður hjá þjónustustúlkunni, tekur af henni púls, stendur síðan upp og setur aðra kúlu beint í höfuðið. Evgéni starir steingerður á mennina og líður eins og í draumi, hann heyrir ekki orðaskil þegar einn mannanna ávarpar hann. Það er ekki fyrr en byssuhlaupir er komið á milli augna hans sem hann rankar við sér og biður sér vægðar. Mennirnir spyjra hvort hann sé hinn frægi Evgéni Ónjegin, gáfaðasti maður heims, hann svarar því játandi og allt í einu finnur hann fyrir þungu höggi á hnakkann og honum sortnar fyrir augum og fellur í dá.
Evgéni rankar við sér í ókunnuglega herbergi, hann liggur á litlum bedda í horni herbergisins sem er algerlega tómt fyrir utan beddan, lítið skrifborð og stól, engir gluggar eru á herberginu og einmana ljósapera lýsir upp þrengslin. Evgéni rýs upp, vankaðar, og skakklappast að dyrunum en þær eru harðlæstar. Evgéni byrjar þá í æðiskasti að lemja á hurðina og æpa skipanir um að hleypa sér úr. Þegar hann er orðinn máttlaus af hurðabarsmíðunum leggst hann aftur á beddan og sofnar.
Um klukkustund síðar er hann vakinn af manni, ljós á hörund, um það bil 1 og 90 á hæð, klæddur í svartar kakí buxur og svarta peysu, með byssuna hangandi við hlið sér og gríðarstóran kross um hálsin. Maður þessi býður góðan daginn og kynnir sig sem Michael Búlov, og tjáir Evgéni að þeir séu nú staddir hátt í fjöllum Virginíufylkis. Michael þessi Búlov er hátt settur meðlimur í kristnum öfgasamtökum er kalla sig Bræðralag Jésú Krists og eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök hjá öllum vestrænum ríkjum fyrir utan Bandaríki Norður Ameríku en þar fá samtökin að starfa í friði. Michael segir Evgéni frá áætlunum samtakanna um að eyða burt trúvillingum, og það verk sem hófst með burtnámi Evgénís sé loka Krossferðin gegn öllum trúvillingum. Michael bendir honum á skrifborðið og sýnir honum litla útkrotaða bók, glósubókina, segir honum að nú skuli hann leysa dulmálið og láta þá fá lausnina. Þetta dulmál er lykill að öflugasta vopni sem framleitt hefur verið af mannkyni, kraftur þess er nægur til að þurrka út allt líf á jörðinni. Og það er einmitt það sem Michael Búlov ætlast fyrir, heimsendir, koma mannsonarins, þá verður grátur og gnístan tanna, hismið skilið frá kjarnanum.
Evgéni er furðulostinn, hvurslags eiginlega er þetta hugsar hann, í hverju er ég lentur. Hann tekur við bókinn af Michael og spyr afhverju hann ætti að hjálpa þeim víst að allur heimurinn muni farast, hvaða mögulega tilgang ætti hann að sjá í því að leysa dulmálið, hann gæti alveg eins þegið skot í hausinn, hann verður dauður hvort eð er. Michael Búlov hlær köldum hlátri við þessum athugasemdum Evgéni, hann segir að samtökin vita full vel að Evgéni sé trúlaus maður, og sem slíkur hljóti hann að fara beina leið til helvítis við heimsendi, en í skiptum fyrir hjálpina munu samtökin sjá til þess að Evgéni fari með þeim til himna við komu mansonarins. Evgéni verður allt í einu óglatt og ælir upp í kok sér, er honum alvara hugsar Evgéni og fær mikin aulahroll upp mænuna. Michael gengur að dyrunum og segir Evgéni að hefjast handa, ef honum vanti eitthvað skuli hann banka á dyrnar og vörður mun aðstoða hann.
Evgéni sest við skrifborðið og opnar glósubókina, allt í einu rifjast upp fyrir honum lausnin sem var farinn að læða sér í gegnum heila hans, og hann þarf aðeins að raða nokkrum púslum til viðbótar við lausnina. Hann hripar lausnina niður á blað og stingur því í vasan því næst bankar hann á dyrnar og biður um eitthvað að borða, hann er glorhungraður. Nú þarf hann bara að finna leið út, hann horfir út um lítið gægjugat á hurðinni og sér að fyrir utan hurðina er stuttur gangur með tveim hurðum, hann sér vörðinn ganga inn um eina hurðina og fimm mínútum síðar kemur hann með mat. Þegar hann hefur étið fylli sína athugar hann hvern krók og kima herbergisins en finnur aðeins þröngt loftræstisop, allt of þröngt fyrir manneskju af hans stærð. Eftir nokkurra daga umhugsun er Evgéni kominn með nokkuð fasta áætlun, hann hefur fylgst með verðinum fara inn um báðar hurðirnar og hann tók eftir því að þegar vörðurinn fer út um vestur hurðina kemur hann alltaf nýr vörður til baka, vaktaskipti. Þar hlýtur flóttaleiðin að liggja. Flóttinn er að mestu í móðu í huga Evgéni, brot héðan og brot þaðan skjótast upp á yfirboð hugsana hans en heildsteypta mynd á hann erfitt með að púsla saman. Hann minnist þess að hafa yfirbugað vörðinn, hlaupið inn dimma ganga og eftir sótsvörtum loftræstisskrokki. Nú er hann staddur í franska sendiráðinu og talar þar við að því er virðist nokkuð háttsettan embættismann sem að útvegar honum flug heim til Frakklands ásamt því að koma Evgéni í samband við æðstu yfirvöld franska hersins því Evgéni er enn þeð lausn dulmálsins í rassvasanum.