Mig langar til þess að gráta. Og hvað veldur því að mig langi til að gráta, tár leki úr augum mínum? Ég sjálf. Hvernig ég er orðin, ég er ekki sú sem ég var. Ég vil ekki gráta, en ég get ekki stöðvað heiftina sem býr innan með mér, ég ræð ekki við tilfinningarnar. Ég get ekki mikið meira. Mig langar til að deyja, fara til himnaríkis þar sem allt það góða er, flýja vandamálin, flýja sársaukann.

Ég fæddist í þennan heim án tilgangs, án vitundar um það sem koma skyldi. Líf mitt er skipsbrot þar sem enginn lifði af, líf mitt er barátta.

Ég ber köldu egginu upp að húðinni. Rauðkenndur vökvi rennur og ég hætti mér lengra en vanalega. Gerist það djörf að rista í sál mína.

Blygðunarkennd mín lekur út um gatið sem er í brjóstholi mínu, engin eftirsjá, enginn sársauki, engin tár og engin sál.

Líf mitt er skipsbrot sem enginn komst af í.


-Kristjana