Hér kemur framhaldið
Ég ákvað að rannsaka málið frekar en ég mundi samt að lögreglan sagði mér að skipta mér ekki að þessu máli. Það var eins og þeir vissu hver þetta var. Það skiptu mér engu máli þótt þeir bönnuðu mér að skipta mér að þessu en ég ætlaði að skipta mér að þessu. Eftir að hafa brotist inn á gagnagrunn lögreglunar þá leitaði ég að skjalinu sem innihélt allar upplisingar um morðmálið.
Þegar ég hafði skoðað þetta nánar þá tók ég eftir að lögreglumanninum sem rannsakaði þetta mál sagði að hér væri raðmorðingji að verki sem drap fólk af handahófi.
Ég talaði við kunningja minn sem var með mikil tengsl við undirheiminn. Hann benti mér á einn bar í miðbænum. Þegar ég kom þar voru mikið af krimmum en ég tók einnig eftir að þar voru nokkrir löreglumenn að kaupa dóp. Þegar ég spurði mann á barnum hvað lögreglumenn væru að gera hér þá svaraði hann snöggt að það væri spilling í lögreglunni. Þegar ég var búinn að tala við flesta á barnum hvort þeir vissu einhvað um þetta mál þá fór ég út. Á leiðinni að bílnum mínum þá komu lögreglumenninir sem voru á barnum og drógu mig inn í húsasund og börðu mig þar til ég gat ekki hreyft legg né lim og þeir létu mig liggja þar alla nóttina. Það var ekki fyrr enn um morguninn þegar einhver kona labbaði framhjá sá mig og hringdi á sjúkrabíl.
Ég vaknaði nokkrum dögum seinna á spítalanum. Ég mundi ekkert frá kvöldinu nema eftir orðunum “skiptu þér ekki af þessu” sem glömruðu í hausnum mínum. Ég labbaði fram hjá barnum sem ég hafði farið á þegar ég var barinn og þá fékk ég minnið aftur ég mundi allt. Ég hafði farið inn á barinn talað við nokkra menn og séð lögreglumenn kaupa dóp og verið á leið í bílinn minn þegar þeir drógu mig í húsasund og barið mig og sagt mér að skipta mér ekki af þessu.
En ég gafst ekki upp nokkrum dögum seinna þá fór ég aftur á barinn niðri í bæ. Þar voru lögreglumennirnir aftur að kaupa dóp. Ég forðaði mér út en það var of seint þeir höfðu séð mig ég reyndi að flýja en þá var ég skotinn í bakinn og ég féll á götuna.
"An eye for an eye makes the whole world blind." - Ghandi