Það liggur reykur frá betrunnarhæli handan
götunnar, enn herranum stendur á sama.
Herranum sem eitt sinn var barn án alls hégóma og uppskafningsháttar, herranum sem nú gefur aldrei
loforð án þess að svíkja það. Á þessum bensín tímum
þegar hver hrakfallaspáinn eftir annari þýtur um eyru
sem og hjúkvísl fyrrum elskhuga hafa greinar andans
visnað undan torskildri hugmyndafræði
alheimsmenningar, sem er eitur í hina sönnu mold. Ég
er einn af óteljandi þyrnum þessa sargandi gaddavírs,
aumur múrsteinn í grotnandi stoð undir musteri lyginar.
Bergmál fyrri alda líður um huga minn; hinstu orð forseta
Odd fellow klúbbsins, tregafullur skilnaður þúsundþjalasmiðsins með leppin eru atvik að sönnu! Enn það eru ekki orð uppmeikaðar sprjátungskuntu, postula forheimskunnar sem dreymir um gullpottinn endalausa undir regnboganum. Gott fólk, hugsið ykkur! Nú á þessari guðhræddu stundu situr eldri maður með hrjúfar
hendur eftir erfiði árana, kannski í blautri neyðinni, kannski
í djöflagang krónunnar, enn eitt er víst að hann á ekki
skilið grátt ullarrteppi vanþakklætisins. Ég horfi nú eftir drúgjum spöl, þar hanga barnaskór á rekaviðsstaur, skildu þeir hafa
verið í grasins vonum gengnir?.