Smá realismi í gangi, á að vera þankagangur stúlku sem veit ekki í hvort fótinn hún á að stíga vegna fortíðar sinnar.



Stundum er saga ekki bara saga, saga getur verið hluti af lífi einhvers og máski útskýring á tilfinningum og líða aðilans sem ritaði söguna, máski er sagan líf höfundarins í óbeinum orðum.

Þegar ég lít í spegilinn finnst mér stundum eins og ég sé tóm, að augun mín séu tóm og það sé ekkert við mig sem heillar, að ég sé tilgangslaus, ég veit betur en stundum er erfitt að muna það sem er satt.
Þegar maður er búin að ákveða að það sé ekki alltaf þess virði að halda áfram á maður það til að halda í það jafnvel þó það sé ekki lengur í spilunum að gefast upp þá gerir maður það oft fyrir það.
Þunglyndi er meira en bara að segja það, það er ekki bara hægt að rífa sig upp einn daginn og segja ,,Hér er ég og ég er glöð og ég ætla aldrei að verða þunglynd aftur”, það hreinlega virkar bara ekki þannig, ég hef reynt.
Ég ætlaði eitt sinn að taka líf mitt, nei nú lýg ég… ég hef ætlað að gera það oftar, ég hef oft þráð það að enda líf mitt og gefast hreinlega upp, það er aumingjaskapur að taka sitt eigið líf, hrein og bein eigingirni, þegar ég hugsa um það núna þá átta ég mig á því, ég gerði það ekki á sínum tíma, hætti bara við því ég gat ekki hugsað mér að kveðja ástina í lífi mínu.
Það að taka sér tak og byrja að lifa aftur er heldur ekki auðvelt, þegar maður þarf að horfa framan í fortíðina og mistökin sem maður gerði á sínum tíma, það að hafa ekki geta staðið undir því sem maður ætlaði sér, að vita það að maður gafst upp án þess að það var raunverulega skýring á því.
Við byrgjum allt inni held ég, reynum að fela raunverulegar tilfinningar okkar og reynum að fela það hversu ROSALEGA hrædd við erum við það að fólk muni sjá okkur sem það sem við raunverulega erum, sjái allt það sem við erum búin að hafa fyrir því að fela, beinagrindurnar í skápnum og undir rúminu.
Ég get ekki sagt að ég sé heppin í ástum, síður en svo, hef misst flesta þá sem hafa komið inn í líf mitt fljótlega aftur, líklegast því að ég er aumingi og ég þori ekki að tjá tilfinningar mínar, ef ég tjái þær ekki þá er víst ekki hægt að sanna að þær séu til staðar er það? Tilfinninar eru af hinu illa ritaði ég einhvertíman þegar ég var að reyna að tjá mig, ég hafði rangt fyrir mér, þær eru ekki illar, það er hinsvegar slæmt að tjá þær ekki því að við erum verur sem þurfum að tjá okkur, við VERÐUM að orða það sem við erum að ganga í gegnum.
Setjum sem dæmi ; Þú situr í almenningsgarði, framhjá þér gengur kona sem er mjög augljóslega með barni, hún heldur um kúluna og er að tala til hennar, eins og hvatning um það að fara að koma sér nú út. Þessi kona er svo augljóslega ánægð með það sem hún á, sama og með gamla fólkið sem horfir á börnin leika sér og hlægja, enginn ótti við það að verða einn á endanum… það eru samt margir hræddir við að deyja einir.
Kannski ég sé ekki rithöfundur í sálu minni eða huga en ég nota orðin til að tjá mig, til að tjá hugsanir mínar, til þess að tjá tilfinningarnar sem ég myndi annars ekki tjá, það að rita það sem er í gangi kollinum mínum hjálpar mér… sem og fleirum sem geta ekki tjáð sig á aðra vegu.

Er eitthvað vit í því að klára að horfast í augu við fortíðardraugana, segja foreldrunum það sem er að éta mann að innan, láta þau vita að þau gerðu ekkert rangt heldur gerðust hlutirnir bara því að það var sjúkur aðili sem nýtti sér aðstæður og barn?
Á þá líka að takast á við það að ég ýtti eina manninum sem skildi mig þegar ég var táningur í burtu því ég var of hrædd við það að hann myndi ekki skilja hvað var í gangi hjá mér þegar ég var áreitt þegar ökukennarinn minn áreitti ig, á ég að takast á við þetta eða er þetta betur geymt í skápunum?
Þá kannski segja manninum sem ég elska að ég elski hann og mér þætti það leitt að hafa aldrei geta sagt honum það þegar ég hafði færi á? Segja honum þetta þó ég viti það að hann viti það að ég elski hann, að ég hafði svarað honum því en aldrei sagt það beint við hann.
Stundum vildi ég óska þess að ég hefði aldrei fæðst, eða ég hefði fæst sem einhver önnur manneskja, að ég hefði fæðst á hinum enda veraldarinar og vissi ekkert um það sem væri í gangi hérna.

Ég gæti haldið endalaust svona áfram… en ætti ég að gera það… ég held ekki, ég held að ég ætti að fara að takast á við djöflana mína, dusta rykið af beinagrindunum og fara að takast á við þær… kannski ég finni eitthvað sem er þess virði að halda í?