Á sólbjörtum sumar sunnudegi rölti ég upp á Vatnsenda með ímyndaðan vin minn í eftirdragi. Við fórum oft þangað upp eftir því það var eitthvað við það að vera umkringdur af þessum hundrað tonna stál ferlíkum sem teygðu sig létt til himins með yndisþokka og skipulagi. Ég fylltist lotningu í kring um þessi tækniundur og dreymdi um að klifra upp á toppinn á einu slíku mastri og spranga í því. Einu sinni hafði ég reyndar deilt þessari hugmynd með vini mínum en þá kom bara á hann hræðsusvipur og hann hristi hausinn í áhugaleysi. Lengi eftir það hafði ég hugsaði með mér hverning einstaklingur með engan líkama geti verið svona hræddur við að gera eitthvað hættulegt, það er ekki eins og hann myndi deyja við að detta niður.
Við gengum að uppáhalds mastrinu okkar og lögðumst í grasið beint undir því. Þar jöpluðum við á stráum sem voru í kring, horfðum upp í gegn um þetta manngerða stáltré og tókumst til við að útvarpa hugsunum okkar í geng um það. Lítil stelpa í Súdan bauð góðan daginn og bað frétta, allt gott að frétta svaraði ég og sendi bros til hennar. Stundum kom það samt fyrir að fólkið sem við hugsuðum til var með einhver leiðindi, þá reyndum við bara að prófa að senda út á annari rás.
Eftir nokkuð ómerkilegt skraf við fólk sem var líka að senda út hugsanir sínar hitti ég á stelpu sem var fáeinum árum eldri en ég. Hún hljómaði eins og hún væri grátandi, sagðist skulda svo mikið og leið greinilega mjög illa. Ég reyndi að hugga hana en það gekk lítið, sambandið var líka mjög slæmt. Hún spurði mig hvar ég væri í heiminum, ég sagðist náttúrulega vera frá Íslandi með gleðitón í röddinni. Þá hætti hún snögglega að gráta og sagði eitthvað sem ég heyrði ekki hvað var. Síðan án þess að kveðja eða gefa frekari skýringar á dapurleika sínum rauf hún sambandið. Þetta var rosalega furðulegt því mér fannst ég heyra fjærlægt óp sem dofnaði strax út rétt áður en sambandið rofnaði eða kannski voru þetta bara truflanir. Ég leit á vin minn og hann yppti öxlum.
All nokkrum árum síðar hafði líf mitt gjörbreyst, ég hafði ekki farið upp í Vatnsenda í mörg ár og ekki heldur séð ímyndaða vin minn í álíka langan tíma. Ég var kominn í góða vinnu og átti von á barni með unnusta mínum til tveggja ára, þanning að ég hafði lítinn tíma til þess að senda út hugsanir. Mér þótti mjög vænt um hann og jafnvel þótt ég hafði aldrei sagt honum frá ævintýrum mínum upp í Vatnsenda, sagði hann mér einusinni að hann hafði átt ímyndaða vinkonu þegar hann var lítill sem hann talað gjarnan við. Við vorum bæði skrítin á margan hátt og kannski þessvegna kom okkur svona vel saman.
Fáeinum mánuðum seinna gerðist það á fallegu vetrarkvöldi þegar við vorum á leið í leikhús saman að rúta keyrði inn í ökumannshliðina á bílnum okkar. Þetta var allt svo hrillilegt, ég sat föst farþegameginn í bílflakinu og horfi á lífið fjara úr unnusta mínum, ég reyndi að ná til hans en gat ekki hreyfti mig. Andadrættirnir hans voru stuttir og máttlausir og það var eins og hann væri þegar farinn úr líkamanum því hann sýndi engin svipbrigði. Hann sat þarna bara rólegur, fölur með lokuð augun og glerbrot í blóðugu hárinu. Ég leit undan og horfði á kviðinn á mér með tárin í augunum. Mín síðasta hugsun áður en ég missti meðvitinund. “Ófædda barnið mitt, ég myndi fórna lífi mínu fyrir þitt”.
Þegar ég rankaði við mér og opnaði augun sá ég í fyrstu blindandi ljós. Maður stóð við hliðin á mér og horfði á mig eins og ég væri fallinn engill. Þetta var læknir og hann sagði mér að ég hefði lent í slysi og unnusti minn hafi látið lífið. Ég reyndi að opna skraufþurrar varirnar og koma einhverjum orðunum út úr mér. Hann kom nær og eins og hann hafði skynjað hvað ég ætlaði að segja mælti hann með smá gleði tón í röddinni “Það er allt í lagi með barnið þitt”. Ég hætti við setninguna og lokaði augunum á ný.
Mánuð fyrir jól fæddi ég síðan heilbrigðan dreng og gekk fæðingin nokkuð vel. Fjölskylda unnusta míns hjálpaði mér mikið og þegar ég útskrifaðist af spítalanum fékk ég að flytja með barninu mínu inn á heimili þeirra. Ég var ekki lengur í neinni vinnu þanning að þau sáu alveg fyrir mér og var ég mjög þakklát fyrir það.
Þegar ég var heima einn dag fékk ég bréf stílað á mig og í því stóð “Skuldin er til innheimtu hjá innheimtumanni, hafi hún ekki þegar verið greidd.” Ég skildi ekkert í þessu, ég hef aldrei skuldað neinum peninga. Þetta hljóta bara að vera mistök hjá einhverjum þanning að ég henti bréfinu í ruslið og hugsaði ekki meira út í það.
Tveim vikum fyrir jól varð litli drengurinn minn skyndilega veikur svo ég fór með hann upp á spítala. Læknarnir sögðu mér með dapurlegu augnaráði að þeir vissu ekki hvað væri að honum en sögðu jafnframt að ástand hans væri mjög alvarlegt. Ég varði öllum mínum stundum upp á spítala og gat ekki hugsað mér að yfirgefa drenginn minn. Umkringd tækjum sem píptu horfði ég á barnið mitt í öndunarvélinni. Hverning get ég upplifað annað svona áfall, eftir að hafa séð unnusta minn anda úr sér sálinni í kalt vetrarloftið. Tárin höfðu myndað farveg í andlitið á mér því nóttu eftir nóttu sat ég hjá barninu í dimmri súkrastofunni og grét.
Tengdamamma reyndi að halda mér inn í raunveruleikanum, hún kom oft með bækur og bréf til mín. Í einni slíkri sendingu var annað dularfullt bréf stílað á mig. Ég starði á bréfið í nokkrar mínútur, opnaði það síðan og las “Framangreind fjárhæð er þegar fallin í gjalddaga og frestar kæra ekki greiðsluskyldu. Eignarnám er heimilt skv. 2 mgr. 24. gr. laga nr. 35/252”. Hverning getur fólk reynt að innheimta skuld af manneskju sem er að ganga í gegnum svona erfiða tíma hugsaði ég með mér og henti bréfinu frá mér í gólfið.
Um sama dag þegar það var farið að kvölda og myrkur féll yfir sjúkrastofuna leit ég út um gluggan á jólaskreytta borgina. Hugsanir um hverning það væri að halda fyrstu jólin með unnusta mínum og ný fæddu barninu okkar. Litli drengurinn myndi kúra friðsæll í vöggunni sinni heima og við myndum sitja í jólaskreytri stofunni, drekka kaffi og opna jólapóstinn. Ég andvarpaði og snéri mér frá glugganum. Mér brá þegar ég sá að þar stóð ungur strákur. Þetta var ímyndaði vinur minn kominn aftur eftir mörg ár, hann var fölur og blautur eins og hann hefði ferðast um langan veg. Hann benti á bréfið á gólfinu og horfði á mig með reiðum augum. Þá áttaði ég mig á því að ég skuldaði líf mitt og þessvegna var barnið mitt veikt, síðan tók hann í höndina á mér og við leiddumst upp á Vatnsenda þar sem ég ætlaði að klifra upp í mastrið og borga skuldina mína.