Troðinn öskubakki prýddur mergsognum vindlingum vakti mig til umhugsunnar, því í græna koffortinu þar sem ég geymi “Gullið” öndvegisrit vantaði eftirfarandi: Nikolaji Gogol - Dauðar Sálir, ensk þýðing og eftirmáli eftir einhvern pípu reykjandi Oxford doktor, nafnið man ég ekki. Herman Hesse - Sléttuúlfurinn og síðast enn ekki síst, Fjodor Dostojevskí - Karamazow bræðurnir. Forkunnar fallegt brúnlítað leðurbindi með gylltu áletri. Ég man lítið sem ekkert eftir gærdeginum, eða hvernig ég varð mér útum þetta blessaðu herbergiskrýli, með gulnuðum veggjum eftir sífellt reykjarmistur. Ég lá ennþá á legubekknum er klukkan sló fjögur að degi, fann fyrir yfirvofandi velgju svo ég greip í 100 gr. Amerískt súkkulaði stykki sem ég fékk í skiptum fyrir ljóðabók nokkra. í einskýrri blyggð við rödd almúgans og hennar gengdarlausu gleymsku við að hreinsa á sér munnvikin; skellti ég í mig hálfu öðru staupi af kúmen brennivíni, og breyddi yfir mig krumpaða rekkjuvoðina, sem hafði ekki verið hreinsuð eftir fyrri næturgest, það lá daufur fnykur af ódýrum hreingerningarlög frá gólfteppinu. Ég kinkaði kolli og tók þessu öllu með stoískri ró, þreif í heimspekirit í takt við mitt hugarástand og las nokkrar línur, enn varð gramur og ákvað að hætta með öllu að rýna í þá dýrð, því ég hef aldrei skilið hana hvort sem er. Í eirðarleysi mínu, sem er jafn títt og móða á baðherbergisglugga, tók ég upp þann sið að troða í pípu mín af hvílíkri áfergju, að það lá við brjálsemi. Líklega voru það staupin sem voru orðinn átta talsins, sem gáfu geðhræringu minni þennan heilbrigða bjarma. Enn í undirmeðvitund minni var það græna koffortið sem bar efst á góma, hafði ég gefið það í tímabundinni alsælu hins drukkna manns, eða einfaldlega selt það? Þessar spurningar þustu um þjálann kollinn á mér er ég sat enn í makindum mánudagsins og kveið fyrir þráhyggju þriðjudagsins. Gjörsamlega af hendingu ákvað ég að kveikja útvarpinu, sem lá vanhirt á annars ílla máluðu náttborði og tók þá eftir að það lá lykill í skráargati skúffu. Ég sneri lyklinum ofurhægt því ég hef verið taugaveiklaður síðan ég man eftir mér, má ekki við að fá leikfangatrúð slengdan í andlit mitt nú til dags, og við mér blasti: Snjáð ljósmynd af Karl Marcx, þrír naglar og kvittun frá skósmið. þetta virti ég gaumgæfilega fyrir mér, þá sérstaklega myndina af Karl Marcx sem ég strauk varlega yfir með vísifingri og lá seiðandi píanóspil frá útvarpinu meðan á þessari athöfn stöð, enn það var rofið með vegna áríðandi tilkynningar: Vér biðjumst velvirðingar á truflun útsendingar hlustendur góðir enn okkur hefur borist áríðandi tilkynning. Síðastliðna sunnudagsnótt var unnið skemmdarverk á byggingu héraðsdóms reykjarvíkur, því er embættismenn vorir héldu til starfa í morgunsárið blasti við þeim glerbrot og þrjár bækur eftir tvo rússneska andans og einn þjóðverja sem hafði verið fleygt í gegnum hliðarglugga eins herbergis, lagana verðir hafa engan grunaðan um verknaðinn enn unnið er að finna sökudólginn. Hvort þetta voru einskýrr afglöp eða þá táknræn leið stúdents til að upphefja okkar unga réttarkerfi höfum við ekki hugmynd um, enn alltaf er hægt að blómum á sig bæta. Enn nú leikur fyrir dansi írski harmonikkuleikarinn John Mcgregor.