En þar sem málið hefur verið dregið emjandi fram í dagsljósið get ég ekki gert annað en leyst frá skjóðunni enda hef ég hingað til fært dyggum lesendum mínum blákaldan sannleikann að þeim óspurðum.
Til að gera langa sögu stutta þarf að taka langa sögu og stytta hana. Eða var það öfugt?
Ég var staddur með Viðardrumbinum niður í miðbæ. Einni og hálfri dagleið frá heimahögum mínu og úthúsum, þegar þessi líka líflegi gol-manni fór að berjast hetjulega við óæðri endann á mér. Ég vissi að ef ég kæmist ekki á úthús hið snarasta myndi ég líklegast verða undir í rimmunni og hljóta nafnið Arnar Skítbuxi eftir það.
Það var aðeins eitt að gera í stöðunni. Að ryðjast inn á næsta veitingastað og drekkja helvítinu í klósettvatninu eins og forfeður mínir afgreiddu galdramenni og kukklara í drekkingarhyl hér forðum daga. -Illu er best af lokið-
Ég rak augun í einn afar hentugan veitingastað og ég kjagaðist inn á kamarinn í þann mund sem sprungur fóru að myndast í mjaðmagrindinni. Mér lá við yfirliði, slík voru átökin. Ég lokadi að mér, henti töskunni á gólfið og skorðaði mig af á skálinni. Nokkuð var um pappír á botninum en ég var í engri stöðu til að athuga það neitt nánar enda í harðri rimmu við illa lyktandi ferlíki sem sýndi gjörsamlega enga miskunn.
Eftir að hafa deytt óvin minn í hylnum og jafnað mig eftir samdráttarverkina sturtaði ég niður eins og mér hefur verið kennt.
Ég var eitthvad ad barslast við að hisja upp um mig buxurnar þegar ég skyndilega tók eftir því að brúni drekinn hafði ekki fengid fylli sýna og nálgaðist mig á ógnarhraða í skelfilegum vatnsflaumi. Frosinn af ótta sá ég hann snúast í hringi í ört hækkandi vatnsborðinu eins og andsetin hafnarboltakylfa sem vildi ná fram hefndum. Áður en ég gat byrjað að hugsa skýrt var vatnið farið að flæða upp fyrir skálina og út um allt. Það fyrsta sem mér datt í hug var að skella setunni á andstæðinginn svo hann slyppi ekki og svo lemja móðursýkislega á klósettid í von um að vatnavextinum lyki en án alls árangurs.
Taskan!!! Ég snéri mér við og greip töskuna, marrandi í hálfu kafi klósettvatnssins. Heilagur Jeremías hrópaði ég þegar ég fann að það var meira en taskan sem vatnið var að læsa sig í. Vatnsvarnir fátæklingslegra skinnskó minna veittu um 0.2% mótspyrnu og ég fann að rakastigið tók að hækka í annari tánni. Í því skvompaðist ég út af kamrinum í miklu óðagoti. Með tvílitaða töskuna og buxurnar á hælunum hljóp ég beint í fangið á gömlum manni sem stóð gapandi við innganginn og fylgdist ordlaus með syndaflóðinu seitla undan hurdinni og um allt baðherbergið. Ég setti bara upp aulalegasta bros mannkynssögunnar og yppti öxlum áður en ég tók gönguskokkid út af veitingastaðnum til að forðast sverar tjónagreiðslur og mannorðhnekk af hæðstu gráðu.
Ég get með sanni sagt að lífsreynsla þessi var ekki mjög skemmtileg þó hægt sé að hlægja af þessu svona eftir á. Þetta gerðist einu sinni og mun ekki gerast aftur því nú er ég hættur að sturta niður eftir klósettfarir mínar, PUNKTUR. Læt næsta mann sjá um það. Tek enga sénsa.
Hvað er samt að gerast með þessa blessuðu síðu mína. Ekkert annað en mannasaursfrásagnir upp um alla veggi. Hér eiga að vera fagurrituð ævintýri eins nafntogaðasta farandriddara allra tíma… æi ætli konungar og önnur eðalmenni þurfi ekki að sinna náttúru sinni eins og hvert annað mannsbarn á kringlunni.
Mitt skítlega eðli er greinilega að komast upp á yfirborðið.
Svona kæfum þetta mál og förum yfir í eitthvað annað frásagnarvert.
Allir dagar sem dragast uppá himininn eru góðir enda af Guði gerðir en misgóðir eru þeir þó.
Eins og Mangi gamli sagði alltaf við mig þegar ég var lítill “lífid er eins og pland í poka Arnar minn. Þú veist aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér. Nammid er misgott en samt verður að éta það allt því óvit er að bruðla. Stundum er nammið gott þrátt fyrir gyrnilegt útlitið og öfugt. Stundum eru rakhnífablöð í þeim eins og hjá kananum en stundum glúkósi og fleirri efnasamsetningar sem verða að hinu lúffengasta sætmeti. En mundu Arnar minn að hvernig sem bragðast tyggðu með bros á vör og þakkaðu skapara þínum það sem hann hefur fært þér”. Þessum heilræðisorðum gleymi ég aldrei og var mynntur á sannyndi þeirra um daginn.
Jú dagur sá byrjaði sem nokkuð venjulegur sælgætismoli, meira að segja undir meðallagi góður. Og þó, fór í stúdeóið með Rósu, unnustu Javier Rodríguez Espinosa sambýlismanni mínum, til að taka myndir af henni. Eftir mikið tæknilegt vesen og óvænt fimluleysi náði ég að ljúka tökunni með ásættanlegum árangri. Eftir að ég hafði framkallað allt heila klabbið og beið óþolimóður eftir að ræmurnar þornuðu kom Jessi bekkjasystir mín að tali við mig með heldur einkennilegan svip. Hún kynnti mig fyrir vinkonu sinni og sagðist vera að fara í stúdeóið með hana en vildi að ég kæmi með til að hjálpa. Níunda skilningarvitið sagði mér að eitthvad væri í vændum, og þá er ég ekki að tala um sölu á kvenfólki í fleirtölu.
-Svona til nánari útskýringar þá er Jessi mjög fersk samkynhneigð vinkona mín sem gjörsamlega elskar riddarann úr Norðurhöfum. Það má eiginlega segja að hún sé besti kvenkyns vinur minn í skólanum. Kann að velja mér vini ha? Heimasíðan hennar er í býgerð www.jesstheless.com
Svo þegar við vorum búin að loka okkur af í stúdeóinu sá ég hvað lá á bak við kumpánarlegt bros hennar. Búið var að lokka mig í Sódómíska músagildru og ég gat hvergi komist undan því að taka erótískar myndir af tvemur hálfnöktum kvenmönnum í hinum ýmsu stellingum. Ég grátbað þær um að halda fötunum en því meira sem ég grét því færri urðu spjarirnar og girndin meiri.
Eftir að þær höfðu fengið sig fullsaddar af ógeðfeldum kossum og káfi, spörkudu þær mér á dyr eins og götóttri getnaðarvön. Ég hljóp grátandi heim og fór í kalda nauðgunarsturtu… YEAH RIGHTÓ!!!
Allir saman nú. “Í skólanum er gaman þar leika allir saman. Bæði úti og inni og Arnar alltaf með, traralla ralla ralla, traralla ralla ralla, traralla ralla ralla og lalla lalla la.
Köttur út í mýri
setti upp á sig stýri
úti er ævintýri…
þetta er saga eftir Bróður minn sem seijir frá ævintírum sinum í malaga þegar hann var að læra ljósmyndun þa
BOOOOOMM HEAD SHOT !!!!!!