Jæja, í skólanum var verkefni að búa til nýja stuttsögu
á hverjum föstudegi, mér leyst vel á 3 þeirra og langaði
að senda þær hér inn. Enjoy! :)

——————–

#1 Draumur um hús.

Lýsing: Mig dreymdi þetta í alvöru og þetta lýsir bara hvað ég get
verið “sick and twisted” stundum. :S:P

Um daginn dreymdi mig draum, draumur þessi byrjaði á því
að ég fór með nokkrum vinum út í skóg. við vorum þarna um
miðjan dag einhvern tímann um haust, skógurinn var fullur af ljósgráum
öspum sem glömpuðu silfur litaðar í sólskininu, laufin voru útum allt
og voru þægileg gul á lit.
Við vinirnir löbbuðum nokkra stund eftir stígnum þar til
við komum að , af því virtist, yfirgefnu húsi, húsið var gamalt og
virtist eðlilegt. Við vinirnir ákváðum að kíkja inn í húsið.
Þegar við komum inn, sáum við að það var niðurnýtt, illa farið hús.
Við löbbuðum aðeins inn og fundum skyndilega hvað það varð kalt,
mér fannst eitthvað illt vera í húsinu og ég sagðist ætla út
og einn vina minna fylgdi mér. Þegar ég og vinur minn kom út,
fannst okkur eins og eitthvað væri að fylgjast með okkur.
Eftir smá stund dettur vinur minn niður, ég hlúi að honum
og þá var hann dáinn. Þá fann ég þessa tillfinningu eins og
eitthvað væri að kreysta mig en á sama tíma þvinga mér inn í húsið.
Af hræðslu ákvað ég að hlaupa inní húsið og kalla á vini mína,
en um leið og ég var kominn inní húsið hvarf tilfinningin.
Á sama tíma koma vinir mínir hlaupandi talandi um
einhverja stelpu, þá lokast hurðin og á möttum glugganum
á hurðinni sjáum við glóandi gul augu og drungaleg rödd
segir okkur að við megum ekki fara úr húsinu annars deyjum við,
síðan hvarf röddin og augun hurfu.
Við augljóslega stjarfir af ótta verðum hræddir en ákveðum
að skoða staðinn. Er við löbbum um ganga hússins sjáum við
skjóta fyrir einhverju sem líkist ungri stelpu,
stundum fannst okkur veggirnir vera á hreyfingu og okkur
fannst við heyra skrítin hljóð. Eftir nokkra klukkutíma
erum við komnir með smá ofsóknaræði og verðum hræddir
við minnsta tíst. Smám saman tínum við hver öðrum og
förum að villast.
Á endanum er ég einn, ég ráfa um, það sem virtist
endalausa ganga þar til ég rekst aftur á útidyrnar.
Ég ákvað að taka áhættuna og brýst í gegnum og hleyp eins
og brjálaður……… þá vakna ég.

Draumurinn sjálfur var lengri enn ég nennti ekki að skrifa meira
svo ég stytti aðeins söguna og breytti aðeins söguþræðinum,
en þetta er um það bil hvernig hann var.

——————–

#2 Palli í kirkjugarðinum.

Lýsing: Þessi er ágæt þó ég hafi ekki vandað mig við að semja
persónurnar. Hún er líka með smá twist. :P

Einu sinni, fyrir mörgum árum þegar fólk var enn þá mjög
hjátrúarfullt var 10 ára strákur sem hét Palli. Palli var mikill
prakkari og gat aldrei staðist áskorun. Palli átti marga vini en
þeir voru ekki af besta sauðahúsi og voru flestir mikil hrekkjusvín.
Dag einn í frímínútunum í skólanum, var Palli að tala við vini
sína um hvað hann væri þorinn. Eftir smástund að hlusta á grobbið
í Palla, varð Kalli,sem var stærsti og sterkasti strákurinn í skólanum,
og líka mikið hrekkjusvín, pirraður og sagði; “Ef þú ert svona þorinn,
afhverju eyðir þú þá ekki nóttinni í kirkjugarðinum?”
Palli ákvað að taka áskoruninnni og sagði að ef hann yrði þar um
nóttina, þyrfti Kalli að borga honum 500 kall.
Um nóttina gerði Palli sig tilbúinn og lagði af stað.
Þegar Palli var komin, var næstum komið miðnætti og Palli kom upp tjaldinu
og fóra að sofa.
Um nóttina átti Palli erfitt með að sofna. Hann heyrði ótal hljóð
úr bílum, læknum og einstaka fugli, en Palli taldi sér trú að þetta
væru uppvakningar og vofur. Síðan, á slaginu tólf, heyrði Palli ískalda
rödd kalla nafnið hans; “Paaaaalli!… Paaaaalli!”
Palli var lamaður af ótta en fékk sig til að kíkja út úr tjaldinu.
Fyrir utan tjaldið var þoka sem silaðist drungalega meðfram jörðinni,
og þarna, fyrir utan tjaldið, var ……………ekkert!
Palla fannst það stórskrítið því hann gat svarið að hann heyrði fótatök
fyrir utan. Palli greip vasaljós og labbaði aðeins áfram í myrkrinu.
Palli gekk smástund þartil hann sá svolítið sem að fékk blóðið
til að frjósa í æðum hans, það var opin gröf með nafninu hans á:

Palli Jónsson
Fæddur - 1968
Dáinn -

En það stóð ekki dánardagur og hann var ekki fæddur þetta ár.
Þá heyrði Palli það aftur, þessi ískalda rödd, en í þetta
skipti var hún bakvið hann og miklu nær en áður. Palli snéri sér við
og sá strák, nákvæman tvífara hans nema fölari og í skítugari fötum,
standa þarna með laumulegt bros á vör.
“Hve-hver ert þú?” Spurði Palli með hnút í maganum,
“Ég er palli, því spyrðu?”
“Því þú lítur eins út og ég, heitir sama nafni og ég og það er opin
gröf með nafninu þínu á sér.”
“Mínu? En þetta er nafnið og gröfin þín Palli minn kæri.”
Við þessi orð varð Palli lafhræddur og bjóst til að leggja á flótta,
en þá fann hann sáran sting í hnakkanum og fyrr enn hann vissi var
hann rotaður.
Daginn eftir kvöddu foreldrar Palla hann í skólann, í skólanum
borgaði Kalli honum 500 kallinn, en seinna þennan dag hvarf Palli.
Þegar vinir Palla voru yfirheyrðir vegna málsins sögðu þeir bara að
hann hefði hagað sér undarlega allan daginn og ekki viljað leika við þá
í frímínútunum heldur nema til að hirða 500 kallinn. En til þessa dags
er óljóst hvað kom fyrir Palla en talið er að Palli hafi aldrei farið
úr kirkjugarðinum, heldur hafi tvífari hans stolið lífi hans í einn
dag og síðan horfið.

Þið hélduð þó ekki að með PALLI í kirkjugarðinum hafi ég verið
meina aðalpersónan. ;)

——————–

#3 Súper-skrítin saga.

Lýsing: Þessi saga er heldur á léttari nótunum og að mestu einn langur
brandari.

Dag einn var ég með ofurkrafta. Þessi dagur byrjaði sem hver
annar dagur að ég vaknaði, gerði mig klárann fyrir skólann og lagði af
stað. Það var samt eitt merkilegt við þennan dag, við í bekknum mínum
vorum að fara í vettvangsleiðangur í nýju rannsóknarstöðina,
og já, ég gleymdi víst að kynna mig, ég heiti (af augljósum ástæðum
hef breytt þessum kafla nokkuð illilega) Egill, Egill *eftirnafn*.
Eins og ég sagði áður frá heiti ég Egill *eftirnafn*, ég fer
í skóla í *nafn skóla*. Ég er 14 ára og á afmæli *afmælisdagur* .
Ég er 1,60 m á hæð og er með gráblá augu. En nóg um mig og við
skulum snúa okkur aftur að sögunni!
Svo! Eins og ég sagði var ég og bekkurinn minn að fara í
nýju rannsóknarstöðina í vettvangsleiðangur. Þegar við komum
hittum við prófessor Línu sem fór með okkur í stökkbreytiálmuna.
Í stökkbreytiálmunni var margt fróðlegt til dæmis risasmásjár,
stökkbreytt dýr/plöntur og margt fleira. Þegar við vorum búin að
vera þar að skoða okkur um í smá stund, finn ég sáran sting
í hálsinum á mér og mér verður óglatt. Skyndilega sé ég að það
er könguló að skríða á hendinni minni og eftir smástund fatta ég
að köngulóin er að skríða eftir einum af sex nýjum handleggjum
sem hafa sprottið úr bakinu á mér.
Á sömu stundu kemur eitthver brjálæðingur öskrandi einhverja
vitleysu um einhvern “súpumann” og bítur mig í fótinn.
Þá skyndilega finnst mér ég þurfa að æla og þamba mjólkurglas
sem ég sé standa á einu boriðinu. Þá finn ég þessa sterku löngun í
eitthvað kjöt og skyndilega skýst geisli úr augunum í mér á hendurnar
og það birtist stór hamborgari. Stórhissa borða ég hamborgarann og
flýg í gegnum þakið.
Á meðan ég er á flugi fatta ég skyndilega að ég er kominn með
ofurkrafta! Fyrst um sinn var ég eigingjarn og nýtti kraftana sem ég
fékk; flug, ofurhraði, ofurnæmni, ofuraukahendur, ofurstyrk og kjötsjónina,
bara í tölvuleiki og aðra skemmtun.
Þegar að líða tóka á daginn, sá ég að kraftarnir byrjuðu að dofna.
Þegar að það gerðist hugsaði ég að ég yrði að gera einhver góðverk.
//Svo ég slökkti á tölvunni og hófst handa! Það fyrsta sem ég gerði var
að útrýma hungri í heiminum með kjötsjóninni og eyðileggja öll eða
flestöll kjarnaorkuvopn í heiminum. Þvínæst setti ég hraðamet á landi
og nýtt met í lyftingum. Þannig hélt það áfram eftir degi þartil
að ég var búinn að missa alla kraftana. Þá fór ég að sofa hugsandi
um öll góðverkin sem ég hafði gert þennan dag, og að heimurinn
væri bara örlítið betri þökk sé könguló, “súpumann” og mjólk úr
stökkbreyttri kú.

Mér finnst endirinn svolítið væminn á þessari svo að ég ákvað að
semja “alternative ending”.

#3 Alternative ending.

//En þá hugsaði ég “Eh, what can ya do?” og hélt áfram að skemmta mér. :P

——————–

En hér eru þær allar komnar, vona að ykkur líki þær og please comment!^^

- 391LL
Very disgruntled.