Sjálfstæðingurinn var nemendaformaður skólans. Vinsæll. Pólitíkus. Hann var myndalegur og klár náungi. Allir elskuðu hann, aðallega hvernig hann bar sig. Hann hikaði aldrei við að segja álit sitt á hlutunum, og þannig ókst virðingin á honum með degi hverjum. Honum var sama um útlit fólks, eða vinsælda. Hann tók fólki eins og hann þekkti það sjálft, en ekki hvernig aðrir þekktu það. Hann var virkilega ánægður með lífið. Allt var eins og það átti að vera.
Tæfan var fyrirliði tíkargengi skólans. Aðaltíkargenginu. Það reif enginn kjaft við hana og komst upp með það. Hún þekkti fólk, allir vissu það. Hún, líkt og Sjálfstæðingnum, var skítsama um álit annarra. Ef hún vildi berja einhverja helvítis druslu úr yngri bekkjunum, þá barði hún aumingjans skátann. Svona var líf hennar, hún var hömlulaus og það versta var að enginn gerði neitt til þess að stoppa það. Enda vildi það enginn. Stelpan var fögur, sú fegursta í skólanum, og ef maður var vinur hennar þá þekkti fólk mann. En stúlkan var grimm, það mátti bóka. Samt sem áður var hún ánægð með lífið. Allt var eins og það átti að vera.
Spekingurinn var sálfræðingur skólans. Hann var þögla og rólega týpan, sú sem alltaf var hægt að rabba við um heimspekileg málefni. Hann var kaffihúsalúði og kaffi með smurðri beyglu voru hans æra og trú. Þungt hugsi sat hann í sama horninu, lesandi eitthvað nýtt og spennandi. Annað slagið kom til hans bekkjarbróðir eða vinur til þess að tala. Þá gaf hann vonlausa fólkinu góð heilræði og sýndi þeim mikinn áhuga. Oftast kom maður léttari út en inn frá honum, þrátt fyrir þyngd kaffisins. Hann átti nokkra góða og trausta vini, og allir þeir voru daglegir gestir í hornið hans. Hann elskaði lífið. Allt var eins og það átti að vera.
Þótt að það var auðséð að þessir einstaklingum fannst allt fullkomið í lífi þeirra þá var það síður en svo. Þau voru ánægð, en samt sem áður gátu þau sjálf ekki greint vandamál þeirra. Líf þeirra var blekking. Spekingurinn var geðklofa, Tæfan með athyglisbrest á hæsta stigi og Sjálfstæðingurinn sjálfur var hugsanakvillur. Þau gengu í skóla geðveikra. Þau lifðu í geðveikrarhæli.
Geðveikt asnalegur endir, eg veit, fann bara ekkert annað:S
, og samt ekki.