Ég lá í rúminu næsta morgun, vakandi en samt með lokuð augun, dagdreymandi. Ég og fór í gegn um hverning væri best að ganga í augun á fallegu verunni sem heltók hverja sekúndu hugsanna minna. Hverning gæti ég fengið hana til þess að taka eftir mér á þann hátt að það myndi leiða til einhvers dásamlegs. Í miðjum pælingum gerðu vanalegu morgungólin í mömmu innrás. “Þarft þú ekki að fara í skólann” gjallaði um alla íbúðina og ég svaraði einhverju óskiljanlegu muldri sem var blanda af “já”, “ég er að koma” og einhverju blótsyrði.

Ég kom í skólan og dagurinn leið sinn vanagang. Allan tímann hafði ég verið að hugsa um veruna. Ég hugsaði með mér að eftir tíu mínútur yrði ég að vinna verkefni með henni. Ég henti draslinu mínu ofan í töskuna og flýtti mér í næsta tíma þar sem hún yrði. Þegar ég kom að stofunni sá ég að allir voru farnir inn svo ég lét eftir hjarðareðli mínu og fór einnig inn. En mér til mikilla vonbrigða sá ég að hún var ekki kominn. Hverning gat hún svikið mig svona, eftir allan þann tíma sem ég hafði eydd í að hugsa um hana og hún ekki einusinni mætt. Jæja, tíminn var ekki byrjaður svo ég sast bara niður í sama sæti og í gær og beið átektar.

- Morgunhrollur eltir rollur -

Loks kom veran í dyragættina og var enn fallegri en hún var í gær. Hún var í fallegum bláum buxum sem umlágu fótleggi hennar, samt ekki svo þétt að hægt væri að móta fyrir nærbuxunum eins og hjá sumum, heldur svona rétt svo nógu langt í burtu samkvæmt ISO staðli um hversu þröngum buxum verur mega ganga í án þess að fólk áliti að þær glyðrur, eða kannski var hún bara ekki í nærbuxum (slef). Ég gleymdi mér í þessum pælingum og man næst eftir mér þegar hún var sest við hliðá mér.
“Hæ” mælti hún.
Ég tók af mér heyrnatólin og mælti fávitalega “ha?”
“Hæ” sagði hún aftur og brosti eins og hún hafi vitað hvað ég var að hugsa um.
“Hvað varstu að hlusta á” Spurði hún.
“Ehmm” svaraði ég. Átti ég að segja sannleikann og segja nafnið á laginu sem ég var að hlusta á sem var samblanda af sýru- og lyftutónlist, eitthvað sem hún myndi ekkert kannast við eða átti ég að segja eitthvað sem sem ég vissi að hún kannaðist við. Án þess að hugsa þetta neitt frekar sagði ég
“Buttercup”
Er ég þroskaheftur? Ég veit ekki nafn á einu lagi með þeim og þoli ekki Íslenska sveitaballs tónlist. Hún kinkaði kolli eins og þetta svar var nógu gott fyrir hana en mér leið eins og fávita, ekki beint æskilegt að byrja væntanlegt samband á lygi. Tók hún síðan upp bækurnar sínar meðan ég beit á vörina og hlustaði á hvernig feimnis púkinn hló og hringlaði í hlekkjunum fyrir ofan mig. “Haltu kjafti” hugsaði ég til hans.
Kennarinn kom inn og byrjaði að dreifa verkefninu. Hún tók við því fyrir okkar hönd og lagaði á sér hárið áður en hún las það upphátt. Hárið sem virtist ekki lúta neinum lögum eðlisfræðinar, það var eins og það flaggaði í vindlausri stofunni eða kannski var ég bara kominn með svima af því að vera svona nálægt slíkri fegurð. Hús byrjaði að lesa en ég var eiginlega ekkert að skilja setningarnar sem hún las upphátt af blaðinu, allt mitt hugarafl fór í að hlusta á hversu fallega rödd hún hafði. Silkimjúk með gáfumannslegum hrinjanda.
“Ok” Sagði hún eftir að hafa lesið verkefnið yfir.
“Já” svaraði ég án þess að vita nákvæmlega um hvað verkefnið fjallaði, en ég var fljótur að átta mig. Eftir meiri en tíu ára skólagöngu er maður farinn að kannast við svona verkefni, það er alltaf sama ruglið.
Tíminn leið og ég skammaðist mín fyrir að leyfa henna að leysa verkefnið nánast án minnar hjálpar. En hverning gat ég gert eitthvað að viti þegar hún tók allann minn hugarmátt svo þetta var eiginlega henni að kenna að ég gerði ekki neitt. Í lok tímans spurðu hún mig hvort hún ætti ekki að fara með þetta heim til sín og hreinrita þetta.
“Jú jú” sagði ég. Hverning gat ég sagt nei við hana, ef hún myndi biðja mig um að fara úr öllum fötunum og hlaupa um skólann syngjandi sofðu unga ástin mín myndi ég án hugsunar gera það.
“Ok fínt, talaðu þá bara við mig á morgun og fáðu eintak hjá mér” svaraði hún og skildum við leiðir eftir það.
Ég gat ekki gert upp við mig hvort þetta sigur eða tap af minni hálfu. Ég kannski fékk hana ekki til þess að verða brjálæðislega ástfangna af mér en hún neyddist allavega til þess að viðurkenna jarðvista mína í þessum heimi og segja örfá orð við mig til þess að tryggja framvindun verkefnisins. Það var allavega byrjun. Ég fór heim glaður og í fyrsta sinn í ævinni bauð ég strætóbílstjóranum góðan dag.

- Ugla sat á kvisti, átti mig og missti, í gólfið -

Borða, sofa, vakna. Nýr dagur var runninn upp og mér leið eins og þetta væri besti dagur lífs míns. Mér leið dásamlega og allt var fallegra, meirisegja öskrin í mömmu hljómaðu eins og klassísk tónlist. Ég skrópaði í fyrstu tímann til þess að geta farið í sturtu og tekið mig til, enda ætlaði ég að hitta á veruna og biðja hana um verkefnið okkar. Þegar ég var að fara út var mér litið í átt að ferðageislaspilaranum. “Nei, ég þarf þig ekki í dag”
Ég kom í skólann í frímínútum og hafðist strax til að finna veruna mína. Ég fór í matsalinn og kom strax auga á hana enda ekki erfitt að finna slíka fegurð í svo ljótum heimi. Ég sigldi til hennar en þegar ég var kominn nokkra metra frá henni heyrði ég hana hlægja og vagga sér, ég gat ekki stillt mig um að brosa. Hún vaggaði aftur og síðan fram og þá sá ég hann. Sama strák fíflið og sá sem sat við hliðin á henni á bryggjunni minni í fyrradag og hann var líka hlægja. Ég fann það á mér að þau voru að hlægja af mér. Ég varð ráðvilltur og ringlaður, snéri mér í burtu og snéri mér síðan aftur að henni. Þá kom hún auga á mig og hún var ennþá hálf hlægjandi en núna var hún ekkert falleg, hún var ógeðsleg. Ósjálfrátt kreppti ég hnefann og gaf henni hvasst augnaráð. Ég snéri mér við og strunsaði út.
Þegar ég var kominn út úr matsalnum stoppaði ég. Þúsundir hugsana fóru í geng um huga minn og ég byrjaði allur að titra. Síðan varð mér flökurt og stímdi ákveðið í átt að næsta klósettherbergi. Þegar þangað var komið fór ég rakleiðis að næstu klósettskál og ældi þúsund hugsunum og öllum tilfinningum út úr mér ásamt því sem ég hafði borðað síðustu tólf tímana. Þegar ég var búinn að æla stóð ég upp með tárin í augum og aðeins ein hugsun var eftir í huga mína, að drepa fíflið sem hafði snúið henni gengn mér. Og ég vissi nákvæmlega hverning ég ætlaði að gera það, ég þarf að fara aftur inn í matsal og stinga blýant inn í augað á honum og bora honum svo langt í geng um heilann á fíflinu að ég geti skrifað nafnið mitt á innrihluta höfuðkúpunar.