Þetta er nú bara byrjunin en ég er eiginlega alveg stopp veit ekki hvað á að koma næst :S
En endilega segja hvernig ykkur finnst og hvað mætti koma næst.
,,Mamma”, kalla ég fram á gang. ,, Viltu hjálpa mér úr rúminu? “
,,Já ég kem rétt strax, Birgir”
Mamma kemur inn og hjálpar mér í hjólastólinn, já það er rétt ég er í hjólastól aðeins sextán ára gamall. Ég fer á minn vanalega stað, það er stór gluggi í stofunni okkar þar sem útsýnið er gífurlegt. Þetta er staður sem ég get verið hjá tímunum saman, horft á allt fólkið og alla krakkana sem eru svo heppin að geta gengið. Ég er víst fatlaður, ég lamaðist fyrir neðan mitti í bílslysi. Það er fyndið, því að ef ég hefði ekki verið þessi töffari og ekki notað bílbelti, þá hefði þetta líklega ekki gerst. Ég hefði þá örugglega verið alveg heilbrigður núna. Ég veit að ég á ekki að vera að hugsa um fortíðina, en það getur verið erfiðara en þú heldur.
Þetta var bjartur og fallegur dagur þegar við stigum inn í bílana og héldum á leið til Akureyrar. Klukkan var örugglega ekki orðin meira en sjö.
Ég var nýorðinn 12 ára gamall og þetta var fyrsta knattspyrnumótið mitt með Haukum, áður hafði ég verið í Breiðabliki og KR. Eins og sjá má á þessum íþróttafélögum bjó ég á höfuðborgarsvæðinu, réttara sagt í Hafnarfirði.
Ég var þessi venjulegi strákur, með ljóst hár og blá augu og frekar mikið kvennagull, var mér sagt.
Við vorum semsagt tólf strákar á leiðinni til Akureyrar, á fjórum bílum. Þetta merkti að einn strákur þurfti að sitja í miðjunni. Það var í þessu tilfelli ég.
Ég veit ekki afhverju ég setti ekki á mig beltið, þegar ég fer að hugsa á það eftir á, líklegt er að enginn af okkur strákunum hafi notað það. En þar sem ég var í miðjunni var ég í mestri hættu. Ég væri óvarinn og myndi örugglega skjótast úr sætinu ef við myndum bremsa snögglega. En því er ekki hægt að breyta eftir á.
Ferði gekk í alla kanta vel, við stoppuðum á Blönduós til að fá okkur ís og svo var bara brunað á Akureyri.
Þegar við komum í íþróttahúsið skiptum við um föt og hituðum upp fyrir leikinn. Eftir alla leikina þennan dag fórum við í sumarbústað og gistum þar um nóttina. Næsta dag þá kláruðum við leikina okkar af glæsibrag og unnum mótið!
Í sæluvímu þá héldum við heim á leið, ég var í miðjunni og að vana ekki í belti.
Yfir heiðarnar þá var mjög sleipt á vegunum og bíllinn skautaði til og frá.
Það var þá sem ég fór að hafa bakþanka, vildi ég vera beltislaus í miðjunni og ef að bílstjóranum hlekktist á í eitt augnarblik þá myndi ég örugglega fara í gegnum rúðuna og enda á götunni?
Ég gat ekki svarað þessu því að á næsta augnarbliki þá sáum við bjart ljós fylla bílinn og á næsta andartaki þá skall á okkur flutningabíll af svo miklu afli að það er kraftaverk að einhver hefði geta lifað af.
Í rauninni var ég sá eini sem lifði af.
Fólksbíllinn kramdist gjörsamlega saman eins og samloka. Ég man ekki meira frá þessu því að ég fann nístandi sársauka í báðum fótunum, svo missti ég meðvitund.
Margrét Helga Í.