Ég var á gangi. Horfði á stjörnurnar á heiðum himninum. Ég vildi að ég væri stjarna.
Allt væri svo einfalt.
Ég hafði verið á gangi í einhvern tíma. En ég hafði ástæðu.
Lífið var flókið í augnablikinu.
Af hverju þurfti hann að ljúga að mér. Og að henni, auðvitað. Hann laug að öllum.
Það var sama sagan, þau sögðust vera vinir og ekkert meira. Höfðu víst hvorug áhuga á hvort öðru fyrir utan vináttuna. En það var ekki satt. Hann var að þykjast.
Ég vissi það núna. Hann var hrifinn af henni.
En hún var ekki hrifin af honum.
Öllum líkaði vel við hana. Hún var skemmtileg. Hún var góð manneskja. Sæt.
Hann var allt það og meira til líka.
Ég hafði verið hrifin af honum.
Mér líkaði vel við hann. Líkaði vel við hann því hann var hann.
Var ekkert að þykjast. Eða það hélt ég.
Hann var fyndinn, góður, sætur, skemmtilegur, skapandi, frábær í alla staði.
Ég þekkti hann ekki það vel, en ég þekkti hann nóg til þess að átta mig á því að hann var ekki alger asni. Ekki eins og hinir sem ég valdi. Ja, valdi og ekki valdi. Ég valdi ekki að vera hrifin af honum.
Það gerðist náttúrulega bara.
Sá “fyrsti”, alvöru, var frekar mikill asni. Ég var kannski ekki fullkomin kærasta.. en núna áttaði ég mig ekki á því hvernig ég hafði laðast að honum.
En núna var ég rugluð. Ekki yfir þessum “fyrsta”, heldur yfir honum. Unnari.
Ég hafði þurft smá næði svo ég fór út. Burt frá honum.
En núna vildi ég ekkert frekar en að sjá hann á götuhorninu, finna hitann frá honum.
En það myndi ekki gerast í náinni framtíð. Ekki með Unnari að minnsta kosti.
Harry var nú samt ennþá til staðar.
Ég gat alltaf leitað til hans ef eitthvað bjátaði á.
Og það myndi ég gera núna.
Hann myndi ekki segja; “Ég sagði þér að hann væri ekki nógu góður” jafnvel þó hann hefði sagt það.
Ég þurfti að hitta hann..
Ég gekk hratt af stað til götunnar þar sem ég vissi að Harry byggi.
Hann bjó einn skammt frá minni íbúð. Við höfðum ekki verið vinir lengi, ekki einu sinni þekkt hvort annað lengi.
En við vorum góðir vinir. Ég man þegar ég hitti hann. Á kaffihúsinu.
Ég hafði rétt lokið við að pakka úr síðasta kassanum, komin á sætt kaffihús þegar ég hitti hann.
Var rétt nýflutt hingað ásamt góðum vinkonum mínum, Heiðrúnu Alice (kallaða Alice) og Álfeyju og svo voru það strákarnir, Elvar… & Unnar.
Þau bjuggu öll saman en ég kaus að leigja mér íbúð sjálf.
Þau notuðu sína mest til svefns og æfinga, þar sem þau voru í hljómsveit öll saman.
Það var ekki þannig að ég hafi ekki þolað tónlistina sem þau spiluðu, hún var æði. Ég var bara meira fyrir næðið. Svo var ég fyrir á æfingum. Trommandi með eða syngjandi með og það var ekki beint vel liðið.
Þau komu hvort sem er til mín á öllum matartímum þar sem Alice eða Unnar myndu elda eitthvað stórfenglegt.
Og ef mér leiddist á meðan æfingum stóð og vildi ekki trufla, því það gerði ég víst, þá fór ég á ýmis söfn, bókasöfn og kaffihús.
Það var virkilega spennandi að búa í NY, ég hefði hvort sem er ekki lifað það af að búa ein heima á Íslandi.
Ég var að læra bókmenntir og listir í háskóla í borginni og það var frábært.
En þarna var ég stödd, á þessu litla kaffihúsi, krakkarnir voru heima í blokkinni að æfa sig. Ég nennti ekki að vera ein í litlu íbúðinni oig langaði í kaffi og tímarit svo ég fór á þetta litla sæta kaffihús í fyrsta skiptið.
Og ég sé þennan strák labba in.
Ég fylgdi honum með augunum þegar hann gekk að afgreiðsluborðinu. Stelpurnar voru eitthvað uppteknar við spjall en þegar önnur þeirra sá hann flýtti hún sér að honum og spurði með amerískum hreim: “Hello Harry!”
“Hi Claudia, I'll have the regular one” Hann var ekki með amerískan hreim.
Meira svona,.. breskan.
“Alright handsome” sagði Claudia.
Hann fékk sér sæti á borði fyrir framan mig.
Þar sem ég hafði verði að lesa afar spennandi tímarit hélt ég ekki athyglinni lengur frá því og hélt áfram að lesa.
Svo fann ég að horft var á mig.
“Good morning” sagði hann.
“Morning,” svaraði ég og leit á hann. Leit aftur á blaðið og leitaði á staðnum þar sem ég hafði hætt.
“The weather's lovely today.”
“Yes it is. The first not rainy day in days.” sagði ég.
“Yeah, I was getting used to the rain.” sagði hann.
“What are you reading?” Sagði hann svo eftir nokkra þögn.
“A story.”
“Interesting” sagði hann við og lyfti augabrúninni eins og hann meinti það ekki. Eins og ég gæti verið að gera eitthvað mun merkilegra en lesa þessa tilteknu sögu. “Your accent isn't american, is it? Where are you from?” bætti hann við.
Mætti ég fá að lesa í friði? hugsaði ég en lagði frá mér tímaritið, ég gæti víst lesið þetta seinna.
“Iceland” sagði ég hratt.
“Where?” Hann leit á mig.
Ég endurtók: “Iceland. A little island in the Atlantic ocean. Near Danmark, Greenland.., and such” sagði ég.
“Ok. I think I've heard of it? But never visited. I'd like to do that sometime.”sagði hann.
“Yes, you should.” Ég hafði tekið tímaritið aftur upp og var að blaða í því.
Kannski væri samræðunum lokið.
“Would you, would you care showing me around when I get there?” spurði hann.
“Why not” Ég var sokkin í söguna og ekki að hugsa um það sem hann sagði
“No, really. I'm serious.” Hann var alvarlegur á svip.
“Ok, I believe you” svaraði ég en bætti við: “but I don't know your name. Mine name is Von.”
“Von? That's new and strange.”
“Haha, it's icelandic of course. And you?”
“Harry. My name is Harry. That's English.”
Fyndinn.
Hann rétti fram höndina og við tókumst í hendur.
“Do you come here often? I could see the girls recognized you” sagði ég eftir nokkra þögn.
“Yes, I do. As a matter of fact I come here almost every day.” svaraði Harry.
“You do? Wow. ”
“Yeah.. ” Hann brosti. “ What ‘bout you?”
Ég svaraði: “It’s my first time here, I just moved in to an apartment near by”
Ég mundi þennan dag eins og hann hefði gerst í gær. Jafnvel fyrr í dag.
Ég var komin að íbúðinni hans. Bankaði.
“I'll be there, just wait!” heyrði ég hann segja. Yndislegi breski hreimurinn hans.
“Don't worry, it's just me.” svaraði ég. “I was wondering if you'd come somewhere with me, to a cafe maybe?”
Hann opnaði dyrnar, brosti breitt.
“Of course. Sure.” svaraði hann og greip jakkann sinn. “Do you need to talk about something?”
“Harry, you sure can read my mind. Yes I do. sagð ég.
Við gengum í áttina að kaffihúsinu þar sem við hittumst fyrst. Það hafði verið minn samastaður síðan ég hitti hann.
”So, what is it?“ spurði Harry mig.
”It's kinda complicated, it's Unnar.“
Harry hafði hitt alla vini mína og þekkti þá nokkuð vel.
Hann vissi líka að ég hafði verið hrifin af Unnari síðan hann kom í bekkinn minn heima á Íslandi þegar ég var 13 ára.
”Von? What happened?“
”I told him I liked him.“ svaraði ég.
”And what?“
Ég var með kökk í hálsinum. ”I.. he.. well.., He said he didn't feel the same way. And.. apparently has loved Álfey since he came to our school.“
”I'm so sorry“ Harry tók í höndina á mér. ”Really sorry“
”It's not your fault.. I'm so stupid! Now when I know it I can see all these little things, the things I should've noticed and then I would have seen that he liked her and not me."
Ég táraðist. Hvað er að mér?!
Harry stóð upp úr sætinu og tók utan um mig. “There you go. Relax”
“Thanks” muldraði ég.
“That's why I'm here” sagði Harry og brosti upplífgandi.
Næstu klukkutímana sátum við og spjölluðum. Ég sagði honum hvað hefði gerst, að nú væri ég ekki alveg sátt við það að ég byggi í íbúðinni við hliðina á honum, þurfandi að kannski láta eins og ekkert sé..
Mér leist ekki á það.
En Harry sagði mér bara að þetta kæmi allt í ljós, ég þyrfti bara að hætta að hugsa um Unnar og halda áfram. Það væru margir sem væru betri en hann.
Eins og Harry..
Nei, bíddu nú við. Hvað var ég að hugsa? Hann er einungis vinur. Ekkert meira. Engar aðrar tilfinningar.
“Are you ok? What are you thinking?”
Ég leit í svört augun. Þau voru full samúðar.
Ég hallaði mér að honum. Hann hallaði sér að mér.