Tja, nú eru jólin á leiðinni, hversvegna ekki að lífga uppá hérna með einni stuttri jólasögu sem var að koma á blað fyrir einni viku :P
———
“Leiðinlegt” nöldraði Stúfur. “Hvað er að hróið mitt?” spurði Grýla með spurnarsvip. “Sko, þú veist að við bræðurnir kláruðum að gera jólagjafirnar fyrir börnin hálfum mánuði á undan áætlun, svo ég hef ekkert að gera og mér hundleiðist”, sagði Stúfur og blés mæðilega.
“Ja, það gengur nú ekki”, sagði Stekkjastaur sem kom inn í hellinn. “Hellirinn er svo stór að við hljótum að geta fundið eitthvað að gera.”
sagði Stekkjastaur samtímis og hann klóraði sér í skegginu. Hann hugsaði stutta stund, og sagði svo, “Ég er með hugmynd, við getum haldið veislu hérna í hellinum, og boðið nokkrum krökkum hingað, hvað segirðu?”
Stúfur hoppaði hæð sína í loft upp og hrópaði“jey!, alltílagi”. “Fínnt er, boðum þá fund í fundarhorninu núna, HÆ HÓ! FUNDUR, ALLIR JÓLASVEINABRÆÐUR!”, kallaði Stekkjastuar út um allann hellinn, það hljómaði svo hátt að jólakötturinn fór í felur á bakvið prjónakörfuna hennar Grýlu og kvæsti hljóðlega. Þegar allir jólasveinarnir voru komnir í fundarhornið sögðu Stekkjastaur og Stúfur öllum bræðrum sínum áformin að þessari veislu. Hugmyndin fékk góðar undirtektir og hún var samþykkt af þeim öllum. Og þá var kátt í hellinum, allir fóru að undirbúa hófið. Stekkjstaur hengdi upp greni og jólaskraut, Giljagaur tók til mjólk og góða drykki. Stúfur bjó til pönnukökur með sykri, Þvörusleikir fann til borðbúnað sem var út um allann hellinn. Pottasleikir bjó til kartöflumús og fann til annan góðan mat. Askasleikir fann sér ekkert sérhlutverk svo hann fór að hjálpa pottasleiki með eldamennskuna. Hurðaskellir bar olíu á hellishurðina og lagaði rispur sem voru í hurðinni. Skyrgámur fann til dásamlegt íslenskt skyr. Bjúgnakrækir kom með dýrindis bjúgu og hangikjöt, sem hann matreiddi með Pottasleiki og Askasleiki. Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir sáu um þryfin og að lýsa upp hellinn. Hurðaskellir sem var orðinn svo tæknivæddur sendi nokkrum þægum krökkum SMS skilaboð og bauð þeim í veisluna daginn eftir. Þau komu öll og þá var gaman. Það var dansað kringum jólatréið sem leppalúði hafði höggvið, drukkið, sungið, borðað og hlegið. Grýla og Leppalúði tóku þátt í fögnuðinum og allir skemmtu sér konunglega þennan góða og skemmtinlega dag.