Fjárkúgun
Saga eins manns
Gegn mesta krimma Bresku sögunnar



1.kafli
Bréfið

Þetta var dimm nótt í Bretlandi í borg sem heitir Liverpool. Það var veturinn árið 1976 og snjórinn náði manni upp að mitti maður að nafni George McGreen gekk í snjónum á leiðinni á pósthúsið. Hann kom á pósthúsið allur út í snjó eftir snjóstorminn sem var búin að vera í tvo daga. Hann leit á póstmanninn, hann var hávaxinn og grannur maður með hringlagagleraugu og lítið og úfið hár. Hann spurði póstmanninn hvort að hafi komið bréf fyrir sig. Póstmaðurinn sneri sér þá í átt pósthólfunum og hristi höfuðið. George gekk vonsvikinn frá pósthúsinu. Þegar hann opnaði dyrnar heima hjá sér var algjör þögn í húsinu. Þau voru líklega farin að sofa. Hann sast í stól við eldhúsborðið, kveikti á kerti og lagði ein kappal og fór svo að sofa. Hann vaknaði um morgunnin við klukknahljóm, klukkan var tólf. Hann þaut á fætur, ég er orðinn seinn í vinnuna sagði hann. Hann kyssti konuna sína hún var lágvaxinn mjó kona með sítt dökkt hár. Hann kyssti son sinn á ennið en hann var sjö ára drengur Sem var nýbúinn að missa fyrstu tönnina, Hann var grannur, lítill með ljóst hár sem glampaði í sólskininu. þegar hann kom í vinnuna stóð yfirmaður hans í dyragættinni og sagði honum að drífa sig að vinna eða hann væri rekinn. George vann sem járnsmiður. Vinnan var ömurleg en hann þurfti einhvern veginn að afla inn pening fyrir mat, fötum og húsnæði. Klukkan þrjú var vinnan búin og George gekk fúll heim,á leiðinni heim sá hann fallegan gullhring í búðarglugga og hann vildi óska að hann ætti nógan pening til að kaupa hann. Hann kom svo loksins heim og faðmaði konuna sína sem var önnum kafinn að elda kvöldmatinn fyrir þau og son þeirra. Það var fiskur í matinn með káli og rófum. Þetta var gott sagði George, þegar hann gekk af stað upp stigann í átt að svefnherberginu.
Hann vaknaði hress um morguninn. Þetta verður góður dagur sagði hann. Hann labbaði niður og konan hans var að búa til morgunmat handa þeim, það var egg og beikon, uppáhaldið hans George. Hann borðaði matinn og þaut af stað í vinnuna. Í þetta sinn var hann ekki seinn og mátti ekki tæpara standa hann mætti á slaginu níu. George gekk ánægður heim ekkert gat eyðinlagt fyrir honum lífið núna. Þegar hann kom heim kallaði hann á son sinn sem var vanur að hlaupa í fangið á honum þegar hann kom heim en enginn kom. Hann kallaði aftur en engin kom George var að verða óþolinmóður.
Hann gekk að eldhúsborðinu og lagði kappal. Þá tók hann eftir bréfi á borðinu á því stóð

TICK TACK, TICK TACK
ÉG HEF KONU ÞÍNA OG BARN
ÞETTA VERÐUR ÞRAUT ER ÞÚ ÞARFT AÐ LEYSA EINN
LEYSTU ÞESSA GÁTU OG KOMDU ÞÁ NÆR.
ÞAÐ ER UNDIR BEN Í LONDON
OG UNDIR HÖLL BRETA
HLUTIR FARA VÍST ÞANGAÐ ÞEGAR
ÞÚ ÞARFT AÐ FRETA.
TICK TACK, TICK TACK
UNDIR BORÐINU ER SPRENGJA.
George kíkti þá undir borðið þar var sprengja hann hljóp í átt að dyrunum en áður en hann komst sprakk sprengjan og húsið hrundi.