Það var að byrja að rigna þegar við fórum inn í bílinn, ég settist í framsætið og tvö í aftur sætið. Við vorum þreytt og ég man ekki mikið af ferðinni, ég man bara þegar við vorum að fara yfir á ljósum, ég lít út um gluggann bílstjórameginn og sé skærljós, ég held ég hafi heyrt í bílflauti en ég er ekki viss, ég man bara eftir að sjá heiminn hringsnúast og fann sársaukann þegar ég skall utan í hliðina á bílnum. Það keyrði jeppi inn í hliðina á okkar bíl og ég sat þarna og í allt í einu fannst mér sem tíminn hefði stoppað, ég sé þetta í hvert sinn sem ég loka augunum, blóð spýtast út um munninum á Jonna, hvernig hliðin er beygluð inn í hann, ég sé að öll glerin í bílnum hafa brotnað og netast, ég sér götuna út um gluggann minn.
Svo fer allt af stað, eftir fyrstu veltuna missti ég meðvitund.
Ég vaknaði tveimur vikum seinna, ég var sá sem slapp best út úr þessu, Jonni sem keyrði dó næstum samstundis, Anna sem sat fyrir aftan hann lá á gjörgæslu í viku og svo fór hún, Nína sem sat fyrir aftan mig, er lömuð fyrir neðan mitti. Ég slap með þríbrotinn hægri handlegg, brotinn lærlegg og tvo brákaða hryggjarliði, það munaði víst minnstu að ég lamaðist fyrir neðan háls.
Fyrstu dagana eftir slysið mundi ég ekki eftir neinu, ég vissi ekki hvað hefði gerst og hvað ég var að gera þarna. En svo fór þetta að koma, fyrst sem martröð svo sem minning.
10 ár eru liðin síðan þetta gerðist, ég er öryrki í dag, hægri handleggin mun ég aldrei geta notað, og ég þjáist af eilífum bakverkjum. En hvern dag þakka ég guði fyrir að vera enn á lífi, og hverja nótt fæ ég sömu martröðina aftur og aftur og aftur.
Ég er giftur, konan mín hefur hjálpað mér í gegnum margt og ég hitti Nínu af og til, hún hefur átt það erfiðara en ég, hún reyndi að fyrirfara sér ári eftir slysið, en það mistókst.
Á hverju ári hittumst við, á hverju ári vonum við að minningarnar séu farnar, en þær fara aldrei.
Við vorum svo ung og vitlaus, við skildum ekki hve merkilegt lífið er í rauninni, hversu þakklát við eigum að vera fyrir hvern dag, Ég tók lífinu sem sjálfsögðum hlut. Ég þurfti að horfa upp á tvo vini mína deyja áður en ég áttaði mig á þessu, ég horfði upp á tækifærin sem ég hafði fjara í burtu, allt sem ég hefði geta verið búinn að gera, en gerði aldrei, það sem við hefðum getað áorkað.
En núna er þetta komið fyrir aftan mig, ég er hættur að velta mér upp úr fortíðinni og gráta hana, í staðinn tek ég á móti framtíðinni og bíð eftir tækifærunum sem hún hefur að bjóða.
Aldrei samt loka á fortíðina, ekki loka á tilfinningar gærdagsins, taktu það þetta allt í sátt og þá fyrst geturðu staðið og horft á sólina rísa yfir fjöllin og lita himininn rauðan, heyra nátturuna kalla inn nýjan dag.
Hver dagur er gjöf, sem ég tek við.
Hver dagur er líf, sem ég lifi
Hver dagur er þraut, sem ég leysi
Hver dagur er bók, sem býður upp á nýja hluti og nýja heima með hverri blaðsíðu sem er flett.
Líkt og kristalglas sem liggur á gólfinu í þúsund molum, ég græt það ekki lengur, ég reyni ekki að líma það saman, ég kaupi mér nýtt.
endi