Ég hef áttað mig á því að með hverjum deginum sem líður þá læri ég eitthvað nýtt, einhvern hlut sem seinna nýtist mér og ég kenni einhverjum öðrum. Öll vitneskja mannkynsins mun aldrei vera á einum og sama staðnum heldur er hún dreyfð milli okkar allra og það er ekki nema að við vinnum saman sem ein heild að við getum yfirstigið allt.
Ég las í blaði fyrir nokkrum árum að vísindamenn heimsins stefndu á það að koma allri vitneskju fyrir á einni tölvu, þeir eru enn að vinna að því í dag, og ég veit að þeim mun aldrei takast það, því á hverjum degi lærist eitthvað nýtt, á hverri sekúntu uppgvötar einhver eitthvað.
En ef svo vildi til að þeim tækist þetta, að koma allri vitneskju mannkynsins á einn stað, þá hefði sá sem við tölvuna sæti ótakmarkað vald.
Þetta má aldrei gerast því við vitum að allir menn eru falir, allir geta látið undan græðgi og reynt að taka yfir heiminn og eina sem hefur komið út úr því er dauði.

Ég á til að velta heimskulegustu hlutum í heimi fyrir mér, ég hef leitað að svörum við heimskulegustu spurningum, spurningum sem enginn maður fær svarað en allir vita svarið við. Hver er tilgangur lífsins.
Ég hef lagt á mig að læra meira, aðeins meira á hverjum degi og hægt og rólega þá sýjast þetta inn, og þá fær maður betri skilning á lífinu og tilverunni.
Ég er bókaormur, ég neita því ekki, en á seinustu vikum hef ég lært eitt, að mikilvægastu hlutir sem hægt er að kunna lærast ekki af bókum, úr sjónvarpi eða af netinu. Heldur á götunni, út í hinu stóra lífi.
Þar er allt að gerast, þar gefst manni ekki tími til að stoppa meta aðstæður og taka vitsmunalega ákvörðun, það byggist allt upp á því hver hugsar hraðast, hver gerir fyrst.
Á augabragði getur öll sú veröld sem lifir með þér hrunið eins spilaborg í vindi.
Á sekúntubroti getur heill heimur brunnið til ösku.
Á meðan þú blikkar augunum getur raunveruleikinn sameinast ímynd þinni og skilrúm alls hverfur.
Ég man eftir þessu augnabliki, þessu sekúntubroti, ég man það, það sem ég á eftir lifið, því þessi stund er brennd inn í huga minn, ör á sálinni sem neitar að gróa.
Því meira sem ég reyni að gleyma fortíðinni, því harðar ýtir hún á mig. Og þegar draumar breytast í martraðir og allt þitt líf fer að skorðast við þessa fortíð, þá stoppa ég og straumur fólks á hraðferð út í lífið tekur fram úr mér, ég staðnæmist og lít í kringum mig, og þá loks átta ég mig á því að það er ekki fortíðin sem slær svo fast í bakið á mig heldur óttinn við framtíð, óttinn við að framtíðin beri ekkert nýtt í skauti sér, heldur aðeins endurminningar fortíðar í nýju ljósi, og þegar ég átta mig á að þetta er ekki það sem mun verða þá anda ég léttar, og tek skref og geng inn í framtíðina með samferðarmönnum mínum, vinum og ættingjum.
Inn í framtíðina sem kemur á óvart við hvert götuhorn, nýtt verkefni til að leysa, nýtt þraut sem þarf að skoða, nýtt tímabil sem þarf að lifa.

Ég hef ástæðu til að óttast þetta allt, ég hef ástæðu til að hræðast fortíð mína því hún saman stendur af röð martraða sem gerðu mér lífið leitt.
Þó ég sé ungur að árum þá ber ég gamla sál í mér.
Fortíð mín hefst af einhverri alvöru þegar ég var 18 ára, ég var ungur, stoltur, ég gat allt, ég vissi allt, ég hafði alltaf rétt fyrir mér og ég gerði aldrei mistök.
Ég var konungur minnar kynslóðar.
Ég var nörd, stoltur nörd, ég vissi allt, ég vissi afhverju himininn var blár, ég skildi allt sem var kennt í skóla, ég náði tíu í öllum prófum, ég djammaði um helgar, las á virkum dögum, ég nældi mér í stelpur, en var aldrei í sambandi, ég var smekklega klæddur, ég var fullkominn, enn svo dundu ósköpin yfir.
Eins að kasta stein í glerhús, þá molnaði ég niður.
Þetta var ekki óheppni, heldur aðeins spurning um tíma, hvenær þetta myndi gerast, ef þetta hefði ekki gerst þarna, þá seinna, miklu seinna, miklu harðara.
Í mörg ár hafði ég lokað á tilfinningar, ég var í svona vina hóp, vera svalur, harður. Ég sendi tilfinningarnar í burtu en svo komu þær aftur, þúsund sinnum sterkar og brutu mig niður.
Kveikjan að fortíð minni gerðist 19 ágúst, það var föstudagskvöld, hve vel ég man eftir kvöldinu, einn vinur okkar bjó einn, það var partý hjá honum, við vorum öll komin vel í glas. Ég man eftir lyktinni af ógeðsla drykknum, ég man eftir reykjarmekkinum inn í einu herberginu, ég man eftir tónlistinni sem dundi um húsið. Ég man eftir brjáluðu nágrönnunum sem voru að reyna að sofna, stelpunum sem maður reyndi við og hvernig manni mistókst. Klukkan var orðin fimm um morguninn, einn lá dauður inn á baði, við hin sátum inn í stofu og vorum að spjalla og gera grín að hinu og þessu, við opnuðum okkur svolítið þetta kvöld, við heyptum smá ljósi inn í dimm skúmaskot hjörtu okkar, en þetta var full seint, afhverju gerðist þetta ekki fyrr, mér hafði ekki liðið svona vel í marga mánuði, peningaáhyggjur, vinnuvandamál, einkalífið, hvarf og maður bara var, og ekkert meir.
En eins og skáldið sagði allir góðir hlutir líða undir lok, og það var tími til að koma sér heim, við vorum öll löngu orðin blönk og Jonni hafði bara fengið sér má vín snemma um kvöldið svo við ákváðum að hann myndi keyra heim, hvað ég sé eftir þessu. Þegar allir voru að kveðjast, ég sé myndina fyrir mér í hausnum, svarthvít, byrjuð að rifna og gulleit slæða komin yfir myndina, gömulminning sem enginn vill að gleymist, og ég gleymi aldrei.

Seinni hluti kemur á næstu dögum