Úti var kalt og drungalegt. Mikið hafði fennt nóttina áður og var því nokkuð kaf úti fyrir. Ég og Guðmundur vorum að búast til að hafa nætursetu inni í herberginu okkar þegar þrír menn komu inn. Þetta vakti mikla furðu okkar Guðmunds þar sem klukkan var að nálgast þrjú. Við þekktum þessa menn ekki því þetta voru busar sem við höfðum aldrei séð áður.. Ég tók strax eftir að þeir voru eitthvað furðulegir útlits. Þegar þeir löbbuðu inní ljósið tók ég eftir því, þeir voru allir blóðugir í framan og reyndar blóðugir úti um allt. Þá áttuðum við Gummi okkur á því, þeir voru uppvakningar. Ég brást harkalega við þessu og kastaði öllu lauslegu að þeim. En þetta stöðvaði þá ekki, hægði aðeins á þeim ef segja má. Rétt eftir þetta þegar allt virtist búið heyrði ég ógnvægilegasta öskur sem ég hafði nokkurn tíman heyrt. Það kom fyrir aftan mig. Þetta var enginn annar en Guðmundur Jónsson sjálfur sem hafði tekið sverðið sem hann fékk fyrir að stýra 300 ganginum til sigurs á einhverju gangamótinu. Hann stökk heljarstökk yfir mig og uppvakningana og lenti úti á gangi. Þar sveiflaði hann tvisvar sinnum og þrír hausar féllu. Hann hafði bjargað lífi mínu. Eftir þetta hljópum við niður stiganna og niður í anddyri þar sem við sáum Hákon, Heimi og Bessa. Þeir hrjúfruðu um sig í einu horninu við skóhillurnar, skelfingu lostnir þar sem fimm uppvakningabusar bjuggust undir átu. En þeir átu aldrei framar þvi aftur var sverði sveiflað og nú fuku ekki bara hausar, heldur allt saman. Hendur, fætur, fingur, tennur. Allt flaug þetta út um allt og varð maður að passa sig að fá þetta ekki í sig. Þegar yfir stóð var ekkert eftir að uppvakningunum. Guðmundur hafði gert þetta aftur. Þetta fimm manna föruneyti, búið til úr Reyðfirðingum og Seyðfirðingum hélt því af stað út í óvissuna. Við vorum ekki fyrr lagðir af stað þegar allt í einu réðust fimm uppvakningar á okkur. Og núna voru þetta ekki einungis busar. Í þessum hópi var góðvinur okkar hann Ívar Pétur. Enn einu sinni var sverði sveiflað. Tveir uppvakningar féllu strax. En útúr kennsluhúsinu streymdu uppvakningar svo tugum skiptu. Mikil hetja var Guðmundur en hann var enginn Jean-Claude Van Damme. Hann sveiflaði eins og hann gat og flugu margir hausar. En hann réð ekkert við þennan fjölda. Þegar hann var að búa sig undir undanhald sá ég að Ívar Pétur hafði laumast aftan að honum og var að gera sig líklegan til bítinga. Þá tók ég upp spjót sem lá í runnanum (ekki hugmynd hvernig það komst þangað) og negldi því í hann. Mér hafði hvort eð er aldrei líkað við hann. Ívar greyið skaust framhjá Guðmundi og inn í hópinn. Þá kom mikið hik á þennan uppvakninga hóp og var það greinilegt að Ívar Pétur var hátt settur meðal uppvakninga. Guðmundur stoppaði og sagði: You, you. You´ve got a fucking gift man. Síðan hljópum við burtu. Uppvakningarnir eltu okkur ekki strax.
Þetta magnaða föruneyti hafði ekki hlaupið langt þegar þeir voru komnir í bobba aftur. Þeir voru staddir fyrir utan kirkjuna á Egilsstöðum og höfðu tekið sér smá hvíld. Eins og fyrr kom fram stóð hún ekki lengi. 30 uppvakningar birtust úr engu. Guðmundur reyndi sveiflaði eins og hann gat og stax féllu tveir. Ég tók upp einhvern trjádrumb sem legið hafði í moldinni og smellti í andlitin á þessum ófétum hægri vinstri. Blóðsletturnar flugu út um allt. En þeir voru of margir. Fjórir þeirra höfðu umkring veslings Hákon og kjömsuðu mikið á honum. Ferð hans í þessari sögu var lokið og allt virtist stefna í sömu örlög fyrir okkur hina. EN allt kom fyrir ekki. Inn í hópinn stökk vera. Í fyrstu hélt ég að um einhverja akurhænu væri að ræða en svo var ekki. Þetta var enginn annar en Friðjón Magnússon. Inn á milli þessara svakalegu skrímsla stóð hann, aðeins hann og atgeirinn. Uppvakningarnir hópuðust að honum og þá fóru fyrst hausar að fjúka. Það tók hann ekki nema mínútu eða svo að drepa allan ófénaðinn. Og ekki var það það furðulegasta, nei. Það furðulegasta var það að það var ekki blóðdropi á honum. Ég og Gummi höfðum báðir tekið fjóra og Heimir og Bessi sinn hvorn, og við vorum allir holvotir. Friðjón tók í kringum tuttugu og sást ekki á honum. Það var greinilegt að hér var fagmaður á ferðinni. Hann tók strax stjórnina og sagði okkur að halda upp í kirkjuturninn til að gera nætursetu, því ekki var óhætt að ferðast að nóttu til. Enginn okkar gat sofið þessa nótt. Allstaðar heyrðust öskur, bæði af hræðslu og þjáningu. Enginn svaf. Enginn nema Friðjón. Þvílíkur fagmaður.
Snemma næsta morgunn lögðum við af stað. Við vissum ekkert hvað við áttum að gera að það var fullljóst að Friðjón var með það á hreinu. Bessi spurði hann hvert við vorum að fara. Það sem hann fékk til baka var einfalt. GRÓTHALTU KJAFTI EF ÞÚ VILT LIFA. ÞÚ KEMST AÐ ÞVÍ ÞEGAR VIÐ KOMUM ÞANGAÐ. Enginn af okkur talaði það sem eftir var ferðarinnar.
Við héldum áfram göngunni og voru lítil vandræði á leiðinni. Það réðust svo sem nokkrir uppvakningar á okkur, fimm stykki hér og þar. Þeir voru saxaðir jafnt og þétt niður af Friðjóni og atgeirnum hans sem bar nafnið Gladys. Við vorum búnir að labba svo litla stund þegar við komum að bílaplaninu við Bónus. Á þessum stað lét Friðjón okkur vita af áætluninni. Hún var að finna einhvern bíl á planinu með lyklum í, fylla skottið af mat og keyra síðan á Hvanneyri og hitta eitthvað folk í Landbúnaðarháskólanum þar. Hvernig hann vissi þetta veit ég ekki en það hvarlaði ekki að mér efast um gjörðir hans. Heimir var ekki lengi að finna nothæfan bíl. Þetta var miðlungs Jeppi. Guðmundur kom með þá tillögu um að leggja bílnum fyrir utan svo það væri ekki langt að bera. Við tókum allir undir það. En eitthvað hafði Heimir aðra hugmynd. Hann keyrði bílnum upp á stéttina og snéri honum við. Því næst setti hann í bakgír, hrópaði MAIL MOTHERFUCKER og setti jeppan í botn. Þvílík læti sem heyrðust þegar jeppinn bombaðist inn í Bónus.Aldrei fengum við skýringu á þessum gjörðum Heimis og fórum við því næst inn í Bónus og tókum eins mikið af mat og við gátum. Við fylltum jeppan og settumst inn. Þegar við keyrðum út blasti þetta við okkur. Það hlaut að vera minnst 150 uppvakningar vafrandi um fyrir utan. Allt í einu kom mikill brjálæðis svipur á andlits Guðmunds sem sat undir stýri. ALLIR INN öskraði hann af mikilli karlmennsku. Því næst var jeppinn settur í botn og brunað í gegnum hrúguna. Blóð úr þessum úrþvættum slettist út um allt. Fátt hafði ég séð sem var ógeðslegra en þetta. Þegar við vorum komin út úr þvögunni beygði Guðmundur til hægri og stefnan var sett á Hvanneyri. Þegar við nálguðumst Fellabæ tókum við eftir því að jeppinn var orðinn fremur bensín lítill. Við þurfum því að gera stutt stopp í Olís þar í bæ. Bessi stoppaði bílinn við dælu fimm og byrjaði að dæla. Ég, Friðjón, Guðmundur og Heimir stóðum vörð. Ég með trjádrumbinn, Friðjón með Gladys, Guðmundur með sverðið ógurlega og Heimir með einhverja járnkylfu sem hann hafði fundið. Við höfðum varla verið stopp nema í um sjö sekúndur þegar þetta skall á. Um 70 uppvakningar réðust að okkur. Bessi var ekki búinn að dæla svo við þurftum að halda þeim frá í svolitla stund. Samstundis stökk Friðjón út á móti þeim með atgeirinn og sveiflaði honum gífurlega. Þegar við sáum þetta fylltumst við allir hugrekki og stukkum út honum til hjálpar. Friðjón hjó höfuðið af einum og annan hjó hann bókstaflega í tvennt. Guðmundur var engu síðri og hjó höfðu, handleggi og fótleggi af mörgum. Ef maður hlustaði vel á hann þá mátti heyra lágt en enga síður mjög dýrslegt urr í honum. Ég og Heimir stóðum hlið við hlið og smelltum kylfum okkar í andlit þeirra af einstakri siðprýði, ekki eins villimannslega og hinir tveir sem hjóu hendur og fætur af eins og þeim væri borgað fyrir það. Svo kom kallið. ALLIR INN. GO GO GO GO. Bessi hélt greinilega að hann væri staddur í einhverji asnalegri bíómynd um Víetnamstríðið. En inn forum við og brunuðum burt. Hvort við komumst alla leið veit enginn.
En við komust samt alla leið.
Íslenska NFL spjallsíðan